Lífið

Opna vefsíðu fyrir bæjarhátíðardagskrá

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Þeir Atli og Sigurður Már sjá um vefsíðuna Hátíðir.is Þar er hægt að finna upplýsingar um bæjarhátíðir víðs vegar um landið. Mærudagar á Húsavík fara fram um helgina og eru allar upplýsingar um hana að finna á vefsíðunni.
Þeir Atli og Sigurður Már sjá um vefsíðuna Hátíðir.is Þar er hægt að finna upplýsingar um bæjarhátíðir víðs vegar um landið. Mærudagar á Húsavík fara fram um helgina og eru allar upplýsingar um hana að finna á vefsíðunni.
„Oftast þarf maður að fara inn á heimasíður hjá sveitarfélögunum til þess að sjá hátíðardagskrár en við vildum bara grípa þetta allt saman á einum og sama staðnum,“ segir Húsvíkingurinn Atli Björgvinsson, sem opnað hefur vefsíðuna Hátíðir.is ásamt félaga sínum, Sigurði Má Sigurðssyni.

Á vefsíðunni verður hægt að finna hátíðardagskrá hinna ýmsu bæjarhátíða víðs vegar um landið. Strákarnir ætla að byrja á því að kynna dagskrá Mærudaganna í heimabæ þeirra, Húsavík, sem fram fer um helgina.

Hugmyndina fengu þeir frá félögum sínum. „Vinir okkar vildu vita hvaða bæjarhátíðir væru í boði og hvar þær væri að finna. Við kunnum aðeins í forritun svo við ákváðum að taka saman hvað væri í boði. Í upphafi ætluðum við aðeins að gera þetta fyrir Mærudagana en síðan fékk svo góðar undirtektir að við ákváðum að setja þetta í loftið fyrir almenning,“ segir Atli. Hann bætir við að til standi að tækla flestar útihátíðir með tíð og tíma.

Atli segir að fjöldi bæjarhátíða standi fólki til boða en að oft reynist erfitt að nálgast dagskrá. „Það er alveg hellingur af bæjarhátíðum sem fólk veit ekki af. Oft reynir fólk líka að elta sólina á síðustu stundu og þá er gott að hafa vefsíðu sem sýnir hvað er í boði, hvort sem það er lítil hátíð á Húsavík eða Raufarhöfn eða Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum,“ segir Atli. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.