Lífið

"Þetta var eiginlega bara rúst”

Ásdís Lilja tekur þátt í undankeppni Ungfrú Heims á föstudaginn
Ásdís Lilja tekur þátt í undankeppni Ungfrú Heims á föstudaginn Fréttablaðið/Valli
„Svona netkosningar eru náttúrulega aðallega til að ýta undir möguleika keppenda í aðalkeppninni,“ segir Ólafur Geir Jónsson, betur þekktur sem DJ Óli Geir, um kærustu sína, Ásdísi Lísu Karlsdóttur, sem tekur nú þátt í undankeppni Ungfrú Heims í Filippseyjum.

„Hún er alveg í skýjunum. Þessi sigur ætti að skila henni einhverju inn í lokakeppnina á föstudaginn,“ segir hann.

„Ásdís var búin að vera í þriðja eða fjórða sæti allan tímann, alveg fimm þúsund atkvæðum undir þeirri sem var í fyrsta sæti. En svo gáfum við í þarna undir lokin. Íslendingar stóðu saman, sem skilaði henni tæplega 20 þúsund atkvæðum. Það er eitthvað um þrjú þúsund atkvæðum yfir þeirri sem endaði í næsta sæti,“ bætir Óli Geir við.

„Þetta var eiginlega bara rúst,“ útskýrir Óli Geir léttur í bragði.

Keppnin hefur nú staðið yfir í nokkrar vikur en Óli Geir segir mikið á stelpurnar lagt.

„Það er stíf dagskrá frá morgni til kvölds. En Ásdís er náttúrulega bara langflottust og ætlar bara að gera sitt besta. Meira er ekki hægt að biðja um,“ segir Óli Geir að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.