Lífið

Rihanna grét á sviði

Rihanna virðist vera í tilfinningalegu uppnámi þessa dagana.
Rihanna virðist vera í tilfinningalegu uppnámi þessa dagana.
Söngstjarnan Rihanna var stödd í Frakklandi á tónleikaferðalegi á dögunum þegar hún klökknaði á sviði eftir að hafa sungið ástarballöðuna „Stay.“



Það var eftir að söngkonan hafði lokið við að syngja lagið og áhorfendur fögnuðu henni ákaft sem hún táraðist og sagði áhorfendum að hún hefði ekki hugmynd um hversvegna hún væri að gráta. Eftir það hló hún og sagði. „Ég trúi þessu ekki. Þið gerið mig svo glaða. Að standa hérna og finna kærleikinn í herberginu. “



Síðar sagði Rihanna að tilfiningasemin hafi verið vegna þess að tónleikaferðalagi hennar fari senn að ljúka.



Svo virðist sem að ljúfsárar tilfinningar bærist innra með söngkonunni þessa dagana en hún setti mynd á Twitter sem var beint að fyrrverandi kætasta hennar, Chris Brown á en á myndinni stóð:

„Ég þoli ekki þegar þegar fyrrverandi segjast vera til staðar þegar maður þarf á þeim að halda. Hvar í fjandanum varst þú þegar ég þarfnaðist þín?.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.