Tímafrekara að teikna síðhærða hunda en snögghærða Sara McMahon skrifar 25. júlí 2013 07:00 Ásta Katrín Viggósdóttir, nítján ára Garðbæingur, tekur að sér að teikna myndir af gæludýrum fólks. Fréttablaðið/Arnþór Birkisson „Ég teikna eiginlega allt sem mér þykir fallegt en dýr eru algengustu viðfangsefnin,“ segir Ásta Katrín Viggósdóttir, nítján ára listakona. Hún tekur að sér að teikna myndir af gæludýrum fólks og eru teikningar hennar vinsælar tækifærisgjafir. Ásta Katrín hefur teiknað frá því hún man eftir sér og stundar nú listnám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. „Listnámið í FB heillaði mig og ég er núna búin með þrjú ár þar og hefur fundist það mjög gaman,“ segir hún.Betri í að teikna en að mála Ásta Katrín tekur að sér að gera blýantsteikningar eftir pöntunum og eru verk hennar vinsælar tækifærisgjafir. „Þetta byrjaði þannig að vinir og fjölskylda báðu mig stundum um að teikna fyrir sig myndir af fólki eða dýrum. Þetta breiddist svo út og brátt urðu fyrirspurnirnar fleiri og fleiri. Mér fannst sniðugt að reyna að þéna pening með því að gera það sem mér þykir skemmtilegast og prófaði að auglýsa mig á nokkrum vefsíðum. Ekki löngu eftir það urðu fyrirspurnirnar nánast yfirþyrmandi,“ útskýrir Ásta Katrín og bætir við að hún geri aðeins blýantsteikningar því hún sé ekki jafn fær með pensilinn. „Ég er alveg hræðilegur málari, þess vegna held ég mig við blýantinn,“ segir hún hlæjandi.Bolabítur Mynd eftir Ástu Katrínu.Tímafrekt að teikna síðhærða hunda Ásta Kristín fær helst fyrirspurnir um að teikna hunda og ketti og segir aðspurð að erfiðast sé að teikna síðhærða hunda og smádýr. „Það er tímafrekara að teikna síðhærða hunda en snögghærða. Svo geta smádýrin líka verið flókin því þar er svo mikið um smáatriði sem ég þekki ekki nógu vel.“ Í sumar hefur Ásta Kristín starfað með skapandi sumarhóp í Garðabæ en hópurinn samanstendur af listamönnum á aldrinum 17 til 25 ára. Uppskeruhátíð hópsins fer fram í Ásgarði milli klukkan 16 til 19 í dag. Hægt er að panta verk eftir Ástu Kristínu með því að hafa samband við hana í gegnum Facebook. Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira
„Ég teikna eiginlega allt sem mér þykir fallegt en dýr eru algengustu viðfangsefnin,“ segir Ásta Katrín Viggósdóttir, nítján ára listakona. Hún tekur að sér að teikna myndir af gæludýrum fólks og eru teikningar hennar vinsælar tækifærisgjafir. Ásta Katrín hefur teiknað frá því hún man eftir sér og stundar nú listnám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. „Listnámið í FB heillaði mig og ég er núna búin með þrjú ár þar og hefur fundist það mjög gaman,“ segir hún.Betri í að teikna en að mála Ásta Katrín tekur að sér að gera blýantsteikningar eftir pöntunum og eru verk hennar vinsælar tækifærisgjafir. „Þetta byrjaði þannig að vinir og fjölskylda báðu mig stundum um að teikna fyrir sig myndir af fólki eða dýrum. Þetta breiddist svo út og brátt urðu fyrirspurnirnar fleiri og fleiri. Mér fannst sniðugt að reyna að þéna pening með því að gera það sem mér þykir skemmtilegast og prófaði að auglýsa mig á nokkrum vefsíðum. Ekki löngu eftir það urðu fyrirspurnirnar nánast yfirþyrmandi,“ útskýrir Ásta Katrín og bætir við að hún geri aðeins blýantsteikningar því hún sé ekki jafn fær með pensilinn. „Ég er alveg hræðilegur málari, þess vegna held ég mig við blýantinn,“ segir hún hlæjandi.Bolabítur Mynd eftir Ástu Katrínu.Tímafrekt að teikna síðhærða hunda Ásta Kristín fær helst fyrirspurnir um að teikna hunda og ketti og segir aðspurð að erfiðast sé að teikna síðhærða hunda og smádýr. „Það er tímafrekara að teikna síðhærða hunda en snögghærða. Svo geta smádýrin líka verið flókin því þar er svo mikið um smáatriði sem ég þekki ekki nógu vel.“ Í sumar hefur Ásta Kristín starfað með skapandi sumarhóp í Garðabæ en hópurinn samanstendur af listamönnum á aldrinum 17 til 25 ára. Uppskeruhátíð hópsins fer fram í Ásgarði milli klukkan 16 til 19 í dag. Hægt er að panta verk eftir Ástu Kristínu með því að hafa samband við hana í gegnum Facebook.
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira