Íslenski boltinn

Risaslagur í Eyjum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Shaneka í leik með ÍBV gegn KR á síðustu leiktíð.
Shaneka í leik með ÍBV gegn KR á síðustu leiktíð. Mynd/Ernir
„Það er mikilvægt fyrir okkur að ná í stig. Það væri slæmt að tapa leiknum því þá myndum við hleypa ÍBV inn í mótið,“ segir Þorlákur Árnason þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar.

Toppliðið úr Garðabæ sækir ÍBV heim í 10. umferð Pepsi-deildar sem hefst á ný eftir mánaðarhlé. Stjarnan tæki risaskref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með sigri.

„Við þurfum að stöðva Shaneku Gordon og Vesnu (Smiljkovic). Öll lið hugsa það. Ef við stoppum þeirra sterku sóknarmenn eigum við alltaf möguleika,“ segir Þorlákur sem endurheimtir Hörpu Þorsteinsdóttur, markahæsta leikmann deildarinnar, úr leikbanni.

„Það vita allir að við höfum gríðarlegt magn af góðum varnarmönnum og miðjumönnum en ekki marga fram á við,“ segir Þorlákur. Eyjakonur sakna Bryndísar Jóhannesdóttur, markahæsta leikmanns síns í efstu deild frá upphafi, en Bryndís tekur út leikbann.

Leikurinn hefst klukkan 18 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×