Lífið

Psy drekkur alltof mikið

Psy drekkur alla daga.
Psy drekkur alla daga. Nordicphotos/getty
Suður-kóreski rapparinn Psy á við áfengisvanda að stríða. Í viðtali við Sunday Times sagðist hann drekka allan liðlangan daginn og langt fram á nótt.

„Ef ég er kátur, þá drekk ég. Ef ég er leiður, þá drekk ég. Ef það rignir, þá drekk ég. Ef sólin skín, þá drekk ég. Ef það er heitt í veðri, þá drekk ég og ef það er kalt, þá drekk ég,“ sagði rapparinn og bætti við að einu skiptin sem hann drekki ekki sé þegar hann er þjakaður af timburmönnum. „Sem gerist mjög gjarnan,“ sagði hann jafnframt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.