Lífið

Fær 600 milljónir í bætur

Rihanna var allt annað en sátt við bolinn sem Topshop framleiddi.
Rihanna var allt annað en sátt við bolinn sem Topshop framleiddi. getty/nordicphotos
Rihanna vann mál sem hún höfðaði gegn verslunarkeðjunni Topshop í gær og voru henni dæmdar um 600 milljónir króna í bætur.

Topshop hóf framleiðslu og sölu á bolum með mynd af söngkonunni en hún var alls ekki sátt við framtakið. Myndin sem prýddi bolinn var tekin árið 2011 við tökur myndbandsins við lagið We Found Love. Rihönnu þótti myndin ekki flott og töldu lögfræðingar hennar að bolurinn hefði haft slæm áhrif á orðstír hennar.

Söngkonan var ekki viðstödd réttarhöldin í gær en hún er eflaust sátt við niðurstöðuna, enda þónokkrum milljónum ríkari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.