Lífið

Ben Foster leikur Lance Armstrong

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Lance Armstrong kom út úr skápnum með ólöglega lyfjanotkun sína í viðtali hjá Opruh Winfrey í janúar á þessu ári.
Lance Armstrong kom út úr skápnum með ólöglega lyfjanotkun sína í viðtali hjá Opruh Winfrey í janúar á þessu ári.
Samkvæmt heimildum vestanhafs er Ben Foster á lokastigi samningaviðræðna við framleiðslufyrirtækið Working Title um að leika Lance Armstrong í kvikmynd sem mun fjalla um feril Armstrongs.

Meðal annars verður fjallað um lyfjahneykslið sem upp komst um fyrr á þessu ári og varð margföldum sigurvegara Tour de France að falli.

Þessi kvikmynd er ein þriggja mynda sem eru í bígerð og byggja á lífi og ferli Armstrongs.

Framleiðslufyrirtækið Paramount er að vinna að kvikmyndaaðlögun á bókinni Cycle of Lies: The Fall of Lance Armstrong, og Warner er einnig að undirbúa aðra útgáfu sögunnar af hjólreiðakappanum.

Working Title hefur þegar ráðið til sín handritshöfundinn John Hodge í verkið, en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa skrifað handritið að kvikmyndinni Trainspotting.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.