Lífið

Myndatakan fyrir franska Elle stóð upp úr

Ásgerður Ottesen skrifar
Magdalena Sara sat fyrir hjá hinum virta ljósmyndara Fabio Nosotti.
Magdalena Sara sat fyrir hjá hinum virta ljósmyndara Fabio Nosotti.
Magdalena Sara Leifsdóttir bar sigur úr býtum í Elite keppninni á Íslandi árið 2011, þá aðeins 14 ára gömul. Eftir sigurinn hér heima fór hún til Shangai í Kína þar sem hún keppti fyrir Íslands hönd í Elite Model World keppninni, en þar keppa sigurvegarar úr undankeppnum Elite sem haldnar eru víðsvegar um heiminn. Eftir Shanghai kom Magdalena heim með fyrirsætusamning við Elite World sem er stærsti samningur sem íslensk fyriræta hefur fengið.

Hún fór á vegum íslenska Elite til Parísar og Mílanó í sumar þar sem hún reyndi fyrir sér sem fyrirsæta. „Ég hef haft nóg að gera í sumar en líklega stendur myndatakan fyrir Elle uppúr, þær myndir voru birtar í júlí blaði franska Elle,“ segir Magdalena.

í Elle Magdalena, til hægri, í tískuþætti fyrir franska Elle.
„Ég vann einnig að verkefni hjá Miu Miu í Mílanó og var í verkefnum í Feneyjum og Bologna á Ítalíu.“ Miu Miu er eitt af stóru nöfnunum í tískuheiminum og hafa Katie Holmes, Lindsay Lohan og Kirsten Dunst til að mynda setið fyrir hjá merkinu.

Á sunnudaginn fer hún til London þar sem hennar bíða mörg spennandi verkefni. „Verslunarmannhelgin fer í að safna kröftum, borða mömmumat, hitta vini mína og sofa eins mikið og ég get,“ segir hún að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.