Lífið

Matt Damon fær nóg frí

Matt Damon segist fá nóg frí á milli verkefna.
Matt Damon segist fá nóg frí á milli verkefna. Norciphotos/getty
Matt Damon kveðst ekki þurfa meira frí frá vinnu en hann fær nú þegar. Þetta kemur fram í viðtali við Huffington Post.

„Ég hef tekið mér frí á meðan eiginkona mín var ólétt, og ég hef tekið sex mánuði hér og þar. Flest vinnandi fólk fær ekki nema tvær vikur á ári í frí, það eru afskaplega fáir leikarar sem vinna það mikið. Mér líður aldrei eins og ég hafi færst of mikið í fang, þvert á móti,“ sagði leikarinn geðþekki.

Nýjasta mynd Damons, Behind the Candelabra, var sýnd á HBO sjónvarpsstöðinni skömmu eftir frumsýningu hennar í Cannes. Myndin fjallar um líf og ástir tónlistarmannsins Liberace.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.