Kominn tími til að konur hætti að biðjast afsökunar á því að vera til Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. ágúst 2013 11:00 "Í góðu sambandi vilja báðir aðilar lyfta hinu upp, þannig að ég held að það sé úrelt hugsun að maður nái sér ekki í mann ef maður er sjálfstæður.“ Fréttablaðið/Arnþór Sigríður María hikar ekki augnablik þegar hún er spurð hvort hún sé til í að koma í viðtal. „Já, alltaf.“ segir hún einfaldlega og málið er afgreitt. Þessi viðbrögð eru lýsandi fyrir þá stefnu sem hún hefur, en hún verður þó hálffeimin þegar henni er sagt að hún sé álitin fulltrúi nýrrar kynslóðar kvenna. Kvenna sem biðjast ekki afsökunar á sjálfum sér, geta allt og gera það sem þær sjálfar óska, án þess einu sinni að leiða hugann að því hver viðbrögð umhverfisins verði. „Þetta er skemmtileg lýsing,“ segir hún. „Ég vona að ég standi undir því. Mér finnst alveg kominn tími til að konur hætti að biðjast afsökunar á því að vera til.“Hvernig verður maður þannig kona? „Það er alveg rosalega góð spurning. Ég held að það skapist mjög mikið af því umhverfi sem maður býr við. Ég er til dæmis komin af tveimur mjög sterkum konum, mömmu minni, Herdísi Hallmarsdóttur lögfræðingi, og ömmu, Sigríði Sigþórsdóttur arkitekt. Ég lít mjög mikið upp til þeirra beggja, þær eru sterkar og sjálfstæðar konur og hafa alltaf verið og alveg síðan ég var lítil hef ég reynt að vera jafn sjálfstæð og flott og þær. Þetta er líka bara að breytast. Þegar maður talar við vinkonur sína og félaga þá verður niðurstaðan alltaf sú að stelpur eru sammála um það að svona eigi þetta að vera. Maður eigi rétt á því að vera maður sjálfur og þurfi ekkert að biðjast afsökunar á því eða reyna að halda sér til hlés.“ Og þú hefur ekki rekist á neinar hindranir á þeirri leið? „Jú, jú, það eru alltaf einhverjar gagnrýnisraddir. En móttökurnar hafa líka verið það góðar að það jákvæða gjörsamlega gjöreyðir þessu neikvæða.“Eitt af því sem hefur lengi verið notað til að halda konum á mottunni er að þær muni ekki ná sér í mann ef þær eru of sterkar, er sú tíð liðin? „Það er örugglega ekkert búið, en það sem ég hef alltaf hugsað er að mig langar ekkert sérstaklega að deita einhvern mann sem vill ekki að ég fái að njóta mín. Það er ekki samband sem er líklegt til að endast. Í góðu sambandi vilja báðir aðilar lyfta hinu upp, þannig að ég held að það sé úrelt hugsun að maður nái sér ekki í mann ef maður er sjálfstæður. Ef einhver maður þolir ekki að konan hans sé hún sjálf þá liggur vandamálið alfarið hjá honum, ekki konunni.“Því er stundum haldið fram að kvenfyrirlitning hafi aukist undanfarið og að strákar í dag hafi meiri fyrirlitningu á konum en þeir höfðu fyrir nokkrum árum. Ertu sammála því? „Ég var náttúrulega ekki uppi fyrir nokkrum árum, en maður hittir alveg báðar týpurnar. Marga stráka sem finnst gaman að horfa á berar stelpur og sjá ekkert niðurlægjandi fyrir konur í því. En það eru líka alveg jafn margir strákar sem segja að þetta viðhorf sé ekki í lagi. Það er eins með konur, alltaf einhverjar sem eru með og einhverjar á móti. Eina ráðið gegn þessu er meiri fræðsla. Um leið og við förum að mennta okkur og skoða málin frekar þá breytast viðhorfin. Allavega stundum. Auðvitað munu aldrei allir skipta um skoðun á jafnréttismálum, en á meðan meirihlutinn vill skoða málið þá erum við á réttri leið.“Hlæja að umtalinuSigríður ætlaði í lögfræðinám í haust en nú eru þau plön breytt? „Já, ég ákvað að taka mér frí frá námi í eitt ár og fara með vinkonu minni í heimsreisu eftir áramótin. Ferðast í svona þrjá fjóra mánuði og skoða heiminn, koma svo heim og fara í skólann. Ég hef heyrt að það sé gott að pústa svolítið og að áhuginn á náminu aukist bara við það að gefa því smá frí.“ Aðspurð segist hún reyndar kvíða því dálítið að vera aðskilin frá kærastanum svona lengi, en það sé líka mikilvægt að sjá heiminn og upplifa nýja hluti. Dagur, kærasti Sigríðar er sonur Jóns Gnarr, borgarstjóra, sem eðli málsins samkvæmt er oft á milli tannanna á fólki, smitast það yfir til þeirra? „Nei, við finnum ekkert fyrir því og erum voðalega róleg yfir þessu öllu saman. Í þau skipti sem við verðum fyrir einhverju áreiti hlæjum við bara að því.“ Sigríður er svo sem vön því að fólkið hennar sé umtalsefni, Herdís móðir hennar er í slitastjórn Landsbankans, stjúpi hennar er Magnús Orri Schram fyrrum alþingismaður, og faðir hennar Egill Heiðar Anton Pálsson leikstjóri. Hefur það bitnað á henni? „Eiginlega ekki. Aðallega var bara aldrei neinn heima því mamma og Magnús, sem ég hef alltaf kallað pabba, voru alltaf í vinnunni. Auðvitað hefur fylgt þessu neikvæð umfjöllun en þá ræða þau það við okkur systkinin og við fáum útskýringar. Maður verður bara að passa sig á að láta þetta ekki hafa áhrif á sig. Hverjir foreldrar mínir eru eða hvað þau gera, gerir mig ekkert að þeirri manneskju sem ég er og ég er dugleg að minna sjálfa mig á það.“Svo við höldum áfram að tala um ættfræðina þá er afi þinn Hallmar Sigurðsson leikstjóri þannig að þú ert með leiklistina í báðum ættum, þig hefur ekki langað að leggja hana fyrir þig? „Nja, svona. Ég var í nokkrum útvarpsleikritum þegar ég var lítil og svo var ég að leika í bíómyndinni Hross í oss síðastliðið sumar. Það var frumraunin á hvíta tjaldinu og ég var mjög stressuð, en það var mjög skemmtilegt að fá að taka þátt í þessu. Sérstaklega af því að þemað tengist hestum, sem eru aðaláhugamál mitt. Ég skil mjög vel að fólk skuli heillast af leiklistinni en lögfræðin heillar mig meira eins og er. Kannski geri ég bara eins og uppáhaldsleikarinn minn, Alan Rickman, sem fór ekki í leiklistarnám fyrr en hann var 27 ára. Hver veit.“Ekki á leið í pólitíkÞú hefur mjög ákveðnar skoðanir og setur þær vel fram, ertu á leiðinni í pólitíkina? „Ó guð, ég hef heyrt þetta ansi oft. Ég bara veit það ekki. Ég hef vísvitandi reynt að halda mér frá öllum ungliðahreyfingum stjórnmálaflokka, hef aldrei mætt á fundi eða neitt. Ég held ég sé enn það mikið í mótun hvað varðar stjórnmálaskoðanir að ég vil ekki fara að festast í einhverju stjórnmálastarfi í fljótfærni. Ég held ég eigi heilmikið eftir í að mótast sem pólitísk vera. Ég hef samt alltaf haft mikinn áhuga á stjórnmálum en ég myndi ekki vilja starfa á Alþingi eins og staðan þar er núna. Mig langar að hafa einhver áhrif en það verður að koma seinna.“Ertu svona rosalega skynsöm á öllum sviðum? „Nei, alls ekki. Ég get alveg verið óttalegur unglingur í mér líka. Ég er bara svo heppin að hafa fólk í kringum mig sem bendir mér á það ef ég er í einhverju rugli og sjálfhverfu. Ég reyni líka að læra af reynslunni, ég á það nefnilega til að vera helvíti dómhörð en ég sé alltaf eftir því seinna. Maður verður að vera sveigjanlegur og viðurkenna mistök sín.“Hvar sérðu þig fyrir þér eftir tíu ár, þegar þú verður þrítug? „Þá ætla ég að vera búin með BA í lögfræði og búin að fara til útlanda í mastersnám, annað hvort í lögfræði eða einhverju öðru. Mig langar að vera byrjuð að stofna fjölskyldu, vera með hesta og vonandi í starfi sem gefur möguleika á að komast áfram og hafa einhver áhrif. Ég geri mér samt alveg grein fyrir því að ég er það ung að ég þarf að vinna mér inn reynslu og öðlast traust, það er ekkert sjálfgefið. Maður þarf alltaf að vinna sér það inn.“Sigríður og Dagur Kári.Ástin sigraði trúna Kærasti Sigríðar er Dagur Kári Gnarr Jónsson, en þau kynntust þegar hann hóf að þjálfa ræðulið Verzlunarskólans fyrir Morfís. Dagur hafði reyndar ætlað sér að fara allt aðra leið í lífinu, en ástin tók völdin. „Hann ætlaði sér að verða kaþólskur prestur,“ segir Sigríður, „og var byrjaður að læra það, búinn að fara til Spánar í nám og var í prestsnámi í Landakoti. En við urðum ástfangin og það má eðlilega ekki vera á séns þegar maður er í prestsnámi, þannig að hann hætti í því. Mér finnst svolítið sárt að segja það og hefði helst viljað að hann hefði ekki þurft að fórna því, en svona er þetta og ég held að við séum bæði mjög sátt við útkomuna.“Fyrirlestur Sigríðar Maríu á TEDx Ráðstefnan TEDxReykjavík var haldin í þriðja sinn í byrjun júní. Slagorð ráðstefnunnar var Ljáum góðum hugmyndum vængi og var boðið upp á fyrirlestra þar sem kynntar voru nýjar hugmyndir og spennandi uppgötvanir. Sigríður María hélt þar fyrirlestur um jafnréttismál, sem vakið hefur mikla athygli á Youtube og fengið um 10.000 áhorf. Sigríður segir þar meðal annars að það taki þrjár kynslóðir fyrir tónlistarmann að verða til: þá fyrstu til að losna úr fátækt, aðra kynslóð til að mennta sig og þá þriðju til að öðlast vald á hljóðfærinu. Erindi Sigríðar Maríu fjallar um kvenréttindi og hvernig beita má þessu orðtaki til að lýsa baráttunni fyrir þeim, og ekki bara kvenréttindabaráttu heldur allri baráttu fyrir mannréttindum. Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Sigríður María hikar ekki augnablik þegar hún er spurð hvort hún sé til í að koma í viðtal. „Já, alltaf.“ segir hún einfaldlega og málið er afgreitt. Þessi viðbrögð eru lýsandi fyrir þá stefnu sem hún hefur, en hún verður þó hálffeimin þegar henni er sagt að hún sé álitin fulltrúi nýrrar kynslóðar kvenna. Kvenna sem biðjast ekki afsökunar á sjálfum sér, geta allt og gera það sem þær sjálfar óska, án þess einu sinni að leiða hugann að því hver viðbrögð umhverfisins verði. „Þetta er skemmtileg lýsing,“ segir hún. „Ég vona að ég standi undir því. Mér finnst alveg kominn tími til að konur hætti að biðjast afsökunar á því að vera til.“Hvernig verður maður þannig kona? „Það er alveg rosalega góð spurning. Ég held að það skapist mjög mikið af því umhverfi sem maður býr við. Ég er til dæmis komin af tveimur mjög sterkum konum, mömmu minni, Herdísi Hallmarsdóttur lögfræðingi, og ömmu, Sigríði Sigþórsdóttur arkitekt. Ég lít mjög mikið upp til þeirra beggja, þær eru sterkar og sjálfstæðar konur og hafa alltaf verið og alveg síðan ég var lítil hef ég reynt að vera jafn sjálfstæð og flott og þær. Þetta er líka bara að breytast. Þegar maður talar við vinkonur sína og félaga þá verður niðurstaðan alltaf sú að stelpur eru sammála um það að svona eigi þetta að vera. Maður eigi rétt á því að vera maður sjálfur og þurfi ekkert að biðjast afsökunar á því eða reyna að halda sér til hlés.“ Og þú hefur ekki rekist á neinar hindranir á þeirri leið? „Jú, jú, það eru alltaf einhverjar gagnrýnisraddir. En móttökurnar hafa líka verið það góðar að það jákvæða gjörsamlega gjöreyðir þessu neikvæða.“Eitt af því sem hefur lengi verið notað til að halda konum á mottunni er að þær muni ekki ná sér í mann ef þær eru of sterkar, er sú tíð liðin? „Það er örugglega ekkert búið, en það sem ég hef alltaf hugsað er að mig langar ekkert sérstaklega að deita einhvern mann sem vill ekki að ég fái að njóta mín. Það er ekki samband sem er líklegt til að endast. Í góðu sambandi vilja báðir aðilar lyfta hinu upp, þannig að ég held að það sé úrelt hugsun að maður nái sér ekki í mann ef maður er sjálfstæður. Ef einhver maður þolir ekki að konan hans sé hún sjálf þá liggur vandamálið alfarið hjá honum, ekki konunni.“Því er stundum haldið fram að kvenfyrirlitning hafi aukist undanfarið og að strákar í dag hafi meiri fyrirlitningu á konum en þeir höfðu fyrir nokkrum árum. Ertu sammála því? „Ég var náttúrulega ekki uppi fyrir nokkrum árum, en maður hittir alveg báðar týpurnar. Marga stráka sem finnst gaman að horfa á berar stelpur og sjá ekkert niðurlægjandi fyrir konur í því. En það eru líka alveg jafn margir strákar sem segja að þetta viðhorf sé ekki í lagi. Það er eins með konur, alltaf einhverjar sem eru með og einhverjar á móti. Eina ráðið gegn þessu er meiri fræðsla. Um leið og við förum að mennta okkur og skoða málin frekar þá breytast viðhorfin. Allavega stundum. Auðvitað munu aldrei allir skipta um skoðun á jafnréttismálum, en á meðan meirihlutinn vill skoða málið þá erum við á réttri leið.“Hlæja að umtalinuSigríður ætlaði í lögfræðinám í haust en nú eru þau plön breytt? „Já, ég ákvað að taka mér frí frá námi í eitt ár og fara með vinkonu minni í heimsreisu eftir áramótin. Ferðast í svona þrjá fjóra mánuði og skoða heiminn, koma svo heim og fara í skólann. Ég hef heyrt að það sé gott að pústa svolítið og að áhuginn á náminu aukist bara við það að gefa því smá frí.“ Aðspurð segist hún reyndar kvíða því dálítið að vera aðskilin frá kærastanum svona lengi, en það sé líka mikilvægt að sjá heiminn og upplifa nýja hluti. Dagur, kærasti Sigríðar er sonur Jóns Gnarr, borgarstjóra, sem eðli málsins samkvæmt er oft á milli tannanna á fólki, smitast það yfir til þeirra? „Nei, við finnum ekkert fyrir því og erum voðalega róleg yfir þessu öllu saman. Í þau skipti sem við verðum fyrir einhverju áreiti hlæjum við bara að því.“ Sigríður er svo sem vön því að fólkið hennar sé umtalsefni, Herdís móðir hennar er í slitastjórn Landsbankans, stjúpi hennar er Magnús Orri Schram fyrrum alþingismaður, og faðir hennar Egill Heiðar Anton Pálsson leikstjóri. Hefur það bitnað á henni? „Eiginlega ekki. Aðallega var bara aldrei neinn heima því mamma og Magnús, sem ég hef alltaf kallað pabba, voru alltaf í vinnunni. Auðvitað hefur fylgt þessu neikvæð umfjöllun en þá ræða þau það við okkur systkinin og við fáum útskýringar. Maður verður bara að passa sig á að láta þetta ekki hafa áhrif á sig. Hverjir foreldrar mínir eru eða hvað þau gera, gerir mig ekkert að þeirri manneskju sem ég er og ég er dugleg að minna sjálfa mig á það.“Svo við höldum áfram að tala um ættfræðina þá er afi þinn Hallmar Sigurðsson leikstjóri þannig að þú ert með leiklistina í báðum ættum, þig hefur ekki langað að leggja hana fyrir þig? „Nja, svona. Ég var í nokkrum útvarpsleikritum þegar ég var lítil og svo var ég að leika í bíómyndinni Hross í oss síðastliðið sumar. Það var frumraunin á hvíta tjaldinu og ég var mjög stressuð, en það var mjög skemmtilegt að fá að taka þátt í þessu. Sérstaklega af því að þemað tengist hestum, sem eru aðaláhugamál mitt. Ég skil mjög vel að fólk skuli heillast af leiklistinni en lögfræðin heillar mig meira eins og er. Kannski geri ég bara eins og uppáhaldsleikarinn minn, Alan Rickman, sem fór ekki í leiklistarnám fyrr en hann var 27 ára. Hver veit.“Ekki á leið í pólitíkÞú hefur mjög ákveðnar skoðanir og setur þær vel fram, ertu á leiðinni í pólitíkina? „Ó guð, ég hef heyrt þetta ansi oft. Ég bara veit það ekki. Ég hef vísvitandi reynt að halda mér frá öllum ungliðahreyfingum stjórnmálaflokka, hef aldrei mætt á fundi eða neitt. Ég held ég sé enn það mikið í mótun hvað varðar stjórnmálaskoðanir að ég vil ekki fara að festast í einhverju stjórnmálastarfi í fljótfærni. Ég held ég eigi heilmikið eftir í að mótast sem pólitísk vera. Ég hef samt alltaf haft mikinn áhuga á stjórnmálum en ég myndi ekki vilja starfa á Alþingi eins og staðan þar er núna. Mig langar að hafa einhver áhrif en það verður að koma seinna.“Ertu svona rosalega skynsöm á öllum sviðum? „Nei, alls ekki. Ég get alveg verið óttalegur unglingur í mér líka. Ég er bara svo heppin að hafa fólk í kringum mig sem bendir mér á það ef ég er í einhverju rugli og sjálfhverfu. Ég reyni líka að læra af reynslunni, ég á það nefnilega til að vera helvíti dómhörð en ég sé alltaf eftir því seinna. Maður verður að vera sveigjanlegur og viðurkenna mistök sín.“Hvar sérðu þig fyrir þér eftir tíu ár, þegar þú verður þrítug? „Þá ætla ég að vera búin með BA í lögfræði og búin að fara til útlanda í mastersnám, annað hvort í lögfræði eða einhverju öðru. Mig langar að vera byrjuð að stofna fjölskyldu, vera með hesta og vonandi í starfi sem gefur möguleika á að komast áfram og hafa einhver áhrif. Ég geri mér samt alveg grein fyrir því að ég er það ung að ég þarf að vinna mér inn reynslu og öðlast traust, það er ekkert sjálfgefið. Maður þarf alltaf að vinna sér það inn.“Sigríður og Dagur Kári.Ástin sigraði trúna Kærasti Sigríðar er Dagur Kári Gnarr Jónsson, en þau kynntust þegar hann hóf að þjálfa ræðulið Verzlunarskólans fyrir Morfís. Dagur hafði reyndar ætlað sér að fara allt aðra leið í lífinu, en ástin tók völdin. „Hann ætlaði sér að verða kaþólskur prestur,“ segir Sigríður, „og var byrjaður að læra það, búinn að fara til Spánar í nám og var í prestsnámi í Landakoti. En við urðum ástfangin og það má eðlilega ekki vera á séns þegar maður er í prestsnámi, þannig að hann hætti í því. Mér finnst svolítið sárt að segja það og hefði helst viljað að hann hefði ekki þurft að fórna því, en svona er þetta og ég held að við séum bæði mjög sátt við útkomuna.“Fyrirlestur Sigríðar Maríu á TEDx Ráðstefnan TEDxReykjavík var haldin í þriðja sinn í byrjun júní. Slagorð ráðstefnunnar var Ljáum góðum hugmyndum vængi og var boðið upp á fyrirlestra þar sem kynntar voru nýjar hugmyndir og spennandi uppgötvanir. Sigríður María hélt þar fyrirlestur um jafnréttismál, sem vakið hefur mikla athygli á Youtube og fengið um 10.000 áhorf. Sigríður segir þar meðal annars að það taki þrjár kynslóðir fyrir tónlistarmann að verða til: þá fyrstu til að losna úr fátækt, aðra kynslóð til að mennta sig og þá þriðju til að öðlast vald á hljóðfærinu. Erindi Sigríðar Maríu fjallar um kvenréttindi og hvernig beita má þessu orðtaki til að lýsa baráttunni fyrir þeim, og ekki bara kvenréttindabaráttu heldur allri baráttu fyrir mannréttindum.
Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira