Lífið

Búin að nefna dóttur sína

Þau Penelope Cruz og Javier Bardem eignuðust dóttur í júlí og hafa nefnt hana Luna Encinas Cruz.
Þau Penelope Cruz og Javier Bardem eignuðust dóttur í júlí og hafa nefnt hana Luna Encinas Cruz. getty/nordicphotos
Penelope Cruz og eiginmaður hennar, Javier Bardem, hafa nefnt dóttur sína Luna Encinas Cruz en nafnið Luna merkir „tungl“ á spænsku.

Dóttirin fæddist í Madrid hinn 22. júlí, sama dag og breski prinsinn George Alexander Louis.

Hin 39 ára gamla Cruz og hinn 44 ára gamli Bardem eiga fyrir hinn tveggja ára gamla Leonardo og eru að sögn erlendu miðlanna gríðarlega hamingjusöm með nýjustu viðbótina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.