Lífið

Megan Fox ófrísk á ný

Þau Brian Austin Green og Megan Fox eignuðust soninn Noah fyrir 10 mánuðum. Þau eiga nú von á öðru barni sínu.
Þau Brian Austin Green og Megan Fox eignuðust soninn Noah fyrir 10 mánuðum. Þau eiga nú von á öðru barni sínu. getty/nordicphotos
Megan Fox og eiginmaður hennar, Brian Austin Green, eiga von á öðru barni sínu.

Parið tilkynnti um óléttuna í síðustu viku og eru að sögn slúðurmiðlanna ytra mjög hamingjusöm.

Fyrir eiga þau soninn Noah en hann er einungis 10 mánaða gamall.

Leikkonan er um þessar mundir við tökur á myndinni „Teenage Mutant Ninja Turtles“ en hún vildi alls ekki að óléttan truflaði vinnuna og var því þögul sem gröfin þar til nú.

Parið tók saman árið 2004 og gekk í það heilaga árið 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.