Lífið

Shady Jones er frökk og þorin

Sara McMahon skrifar
„Shady Jones varð til fyrir þremur árum síðan og er blanda af nokkrum persónum. Nafnið er fengið úr laginu Shady Lady, sem var framlag Úkraínu í Eurovision árið 2008, og frá Samönthu Jones, úr þáttunum Sex and the City. Persónan hefur þróast síðustu þrjú ár frá því að vera ljúf og góð yfir í að vera frökk og þorin,“ segir Simon Cramer Larsen, draggdrottning Íslands árið 2012. Hann krýnir arftaka sinn í kvöld er Draggkeppni Íslands fer fram í sextánda sinn í Eldborgarsal Hörpu.

Mikill tími í undirbúning

Simon, sem er danskur og starfar sem framhaldsskólakennari, segir undirbúning fyrir keppnina í fyrra hafa tekið marga mánuði enda þurfti að æfa atriðið vel og hanna búninginn. „Ef maður vill gera þetta vel krefst þetta mikillar vinnu. Keppnin hefur vaxið síðustu ár og er orðin mjög metnaðarfull. Það er augljóst að keppendur leggja mikið í atriðin, sem bera flest vott um mikið ímyndunarafl.“

Simon Cramer Larsen, draggdrottning
Enginn rígur

Aðspurður segir Simon að enginn rígur sé á milli keppenda, heldur séu allir miklir vinir sem hjálpist að. „Það virðist kannski vera mikill rígur á milli drottninganna þegar við erum á sviðinu en baksviðs hjálpast allir að,“ segir hann.

Þetta er í síðasta sinn sem Simon hyggst taka þátt í keppninni þótt hann útiloki ekki endurkomu síðar meir. „Maður á aldrei að segja aldrei. En ég held að það sé tími til kominn að taka hlé. Besti vinur minn tekur þátt á næsta ári og ég hef lofað því að aðstoða hann,“ segir Simon að lokum.



Keppnin hefst klukkan 21 og fást miðar á Miði.is eða í Hörpunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.