Lífið

Föndurhlaðborð fyrir ólátabelgi

Marín Manda skrifar
Valgerður Magnúsdóttir eigandi Ólátagarðs.
Valgerður Magnúsdóttir eigandi Ólátagarðs.
Verslunin Ólátagarður býður upp á skapandi heim fyrir alla fjölskylduna en á laugardögum er tveir fyrir einn tilboð á föndurborðinu. 

„Við erum með föndurhlaðborð fyrir alla aldurshópa þar sem við erum búin að skera niður alls konar hráefni í ýmis form. Maður getur föndrað eins og maður vill en marga foreldra kitlar í fingurna að komast í svona.

Við erum einnig með hugmyndatöflu uppi við sem gefur innblástur. Svo erum við með leikhorn fyrir þau yngstu sem tolla ekki lengi við að föndra,“ segir Valgerður Magnúsdóttir, eigandi verslunarinnar og vinnustofunnar Ólátagarður.

Hönnunarverslunin er með barna- og barnatengda vöru til sölu en einnig hefur Völu þótt handverk tengt börnum vera mikilvægt og því þótti föndrið tilvalinn vettvangur fyrir skapandi litla fingur.

Aðspurð segir Vala að föndrað sé alla daga í versluninni en að laugardagar séu sérstakir þar sem boðið er upp á tveir-fyrir-einn tilboð á föndurhlaðborðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.