Lífið

Fer ekki á Gay Pride í karlmannsdraggi

Kristrún Ösp
Kristrún Ösp
Lífið spurði Kristrúnu Ösp Barkardóttur spjörunum úr og komst að því að ef hún væri mjög hörundsár þá væri hún  líklegast ofan í einhverri holu í fýlu að eilífu.  

NAFN? Kristrún Ösp Barkardóttir.

ALDUR? 23 ára.

STARF? Vinn á frábærum vef, hún.is.



Hvern faðmaðir þú síðast?
Son minn í morgun.



En kysstir? Ætli það sé ekki best að hafa það fyrir mig.







Hvaða galla í eigin fari ertu búin að umbera allt of lengi?

Ég hef fullt af göllum en ætli það sé ekki hvers og eins að dæma, ég er kannski minna vör við þá. Ég er frekar fljótfær, ef mér dettur eitthvað í hug þá verður það að gerast strax og helst í gær. Svo eftir á að hyggja þá var þetta jafnvel glötuð hugmynd sem ég hefði átt að hugsa betur og líklegast sleppa alveg að framkvæma.



Ertu hörundsár?

Nei, ég er hreinskilin sjálf svo ég tek því sem sagt er við mig og reyni vanalega að nýta það. Ef ég væri mjög hörundsár þá væri ég líklegast ofan í einhverri holu í fýlu að eilífu.

Dansarðu þegar enginn sér til? 

Dilla mér gjarnan við uppvaskið og tek sporið með syni mínum. Það verður gert þar til honum fer að finnast það asnalegt að dansa með mömmu!

Hvenær gerðirðu þig síðast að fífli og hvernig?

Við erum mannleg og mér finnst fátt vandræðalegt, reyni frekar að slá upp í grín ef svo kemur til. Svona fyrsta sem mér dettur í hug en það er töluvert síðan. Ég var að labba inn í Hagkaup voða fín í opnum skóm. Renn svo harkalega rétt við innganginn í bleytu á gólfinu svo bandið á skónum slitnaði. Ekki nóg með að ég datt kylliflöt á gólfið heldur varð ég að gera innkaupin í einum skó og hinn fékk að liggja ónýtur í körfunni.



Hringirðu stundum í vælubílinn?

Sjaldan fyrir sjálfa mig en það fer agalega í taugarnar á mér þegar fólk kvartar yfir kvefi eða þess háttar og þá gjarnan býðst ég til að hringja á bílinn góða.

Tekurðu strætó? 

Nei, hef ekki gert það síðan áður en ég fékk bílpróf, þá tók ég strætó í skólann. Hinsvegar er sonur minn mikill áhugamaður um bíla og finnst strætó mjög merkilegur svo ég hugsa að við prufum að fara rúnt með gulu þrumunni einhvern daginn.



Hvað eyðirðu miklum tíma á Facebook á dag?

Allt of miklum. Vinnan krefst þess svolítið að vera á Facebook. Svo er það tengt í símanum mínum svo ég fæ skilaboð og slíkt þangað.



Lumarðu á einhverju sem fáir vinir þínir vita um þig?

Nei ætli það nokkuð, ég er heldur opin manneskja og deili líklegast öllum mínum hugsunum með vinum mínum.



Ferðu hjá þér þegar þú hittir fræga eða heilsarðu þeim?

Ég heilsa oft þó að ég þekki fólkið ekki en þá finnst mér ég oft þekkja það því ég hef séð það í sjónvarpi eða annars staðar. En ég hef kynnst mikið af frábæru fólki sem telst líklegast frægt þó mér finnist það orð alveg glatað hérna á Íslandi.



Hvað ætlarðu alls ekki að gera um helgina?

Fara á Gay pride í karlmannsdraggi, verða dauðadrukkin og enda heima með konu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.