Lífið

Esprit draumurinn rættist

Marín Manda skrifar
Elsa Þóra Jónsdóttir, eigandi Esprit á Íslandi, er glöð í bragði í nýja húsnæðinu í Smáralind.
Elsa Þóra Jónsdóttir, eigandi Esprit á Íslandi, er glöð í bragði í nýja húsnæðinu í Smáralind.
Esprit-verslun opnuð í Smáralind fyrir konur og herra sem eru sjálfsörugg og vilja klæðast á fjölhæfan hátt.

Nýja línan er nútímaleg og frjálsleg með kvenlegu ívafi.
"Ég var að vinna á auglýsingastofu sem fjármálastjóri í tíu ár og fannst vera kominn tími til að gera eitthvað annað. Mér var boðið að vera með í þessu verkefni en var þá búin að ráða mig annað sem deildarstjóri. 

Svo kom símtalið frá Smáralind og ég hikaði ekki eitt augnablik því það er gamall draumur að eignast okkar eigið fyrirtæki. Undirbúningurinn er búinn að taka alveg heilt ár en það skipti miklu máli að allir væru sáttir með húsnæðið,“ segir Elsa Þóra Jónsdóttir, annar eigandi verslunarinnar Esprit sem var opnuð í Smáralind í gær. 

Mikið er um þykkar prjónapeysur, ull, leður og tvídfatnað.
„Esprit hefur alltaf verið eitt af mínum uppáhaldsmerkjum. Þetta eru gæðavörur á góðu verði og ég er viss um að merkið er fullkomlega markaðshæft á Íslandi. Esprit leggur mikið upp úr gæðum og einfaldleika og það kann ég að meta.“

Elsa Þóra segir þau hafa fengið frábærar viðtökur úr öllum áttum en Esprit er rótgróið merki sem margir þekkja til og hefur útibú víða um Evrópu. Haust- og vetrarlína Esprit samanstendur af gallafatnaði og hversdagsfatalínu sem hentar íslensku veðurfari vel. Haustlínan inniheldur mikið úrval af vestum, jökkum, úlpum og prjónuðum peysum, fyrir bæði kynin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.