Lífið

Listamenn lífga upp á Vitatorg

Ása Ottesen skrifar
Katla Rós, Ragnar Már og Birna Einarsdóttir
Katla Rós, Ragnar Már og Birna Einarsdóttir Mynd/Stefán
„Við erum að vinna fyrir Reykjavíkurborg þar sem okkar hlutverk er að lífga upp á Vitatorg sem er á horni Vitastígs og Hverfisgötu,“ segir Katla Rós Völudóttir, myndlistarkona, sem vinnur að endurnýjun torgsins ásamt Birnu Einarsdóttur og Ragnari Má Nikulássyni.

„Verkefnið er inngrip í almenningsrými og svæðið sem um ræðir eru svokallað biðsvæði, en það eru þau svæði sem eru í millibilsástandi hvað varðar framtíðarskipulag og notkun. Svæðin eru tilvalin vettvangur fyrir tilraunastarfsemi og þróun á nýjum hugmyndum.“

Aðpurð segir hún að hugmyndin um að byggja kúluhús úr timbri hafi komið til meðal annars vegna þess að torgið sé svo stórt og því mikið svæði sem þurfti að fylla upp í.Verkefnið þróast frá degi til dags.

„Við erum í stannslausri hugmyndavinnu og spjalli við nágranna og vegfarendur sem eiga leið hjá. Við erum að smíða fleiri bekki og einnig höfum við verið að rækta allskyns salat og krydd sem hangir á veggjum torgsins fyrir gesti og gangandi til þess að gæða sér á. Í Lok sumars stefnum við svo að því að vera með harmonikkudansleik af bestu gerð, það verður án efa mjög mikið fjör, “ segir Katla Rós Völudóttir að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.