Lífið

Söngvari Black Keys í vondum málum

Erfitt líf hjá Dan Auerbach
Erfitt líf hjá Dan Auerbach GETTY/NORDICPHOTOS
Dan Auerbach, söngvari rokksveitarinnar Black Keys, er í slæmum málum þessa dagana. Konan hans, Stephanie Ann Gonis Auerbach, hefur farið fram á skilnað og segir hún ástæðuna vera meðal annars vegna þess að söngvarinn sé ofbeldishneigður.

Eiga þau að hafa lent í rifrildi sem leiddi til þess að Stephanie skarst illa á fótum.

Söngvarinn segir aftur á móti að konan sín sé illa haldin af þunglyndi og hafi til að mynda reynt að fremja sjálfsmorð fyrir framan dóttur þeirra. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hjónin lenda í deilum og hefur Stephanie margoft farið í áfengismeðferð án árangurs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.