Lífið

Það verður allt vitlaust

Ása Ottesen skrifar
Forsprakkar Hercules and Love Affair eru væntanlegir til landsins og lofar Natalie Gunnarsdóttir brjáluðu partíi.
Forsprakkar Hercules and Love Affair eru væntanlegir til landsins og lofar Natalie Gunnarsdóttir brjáluðu partíi.
„Í tilefni af Gay pride-hátíðinni sem haldin verður um næstu helgi ætlum við Óli Hjörtur Ólafsson skemmtanastjóri að halda tryllt lokapartí á Dolly næstkomandi sunnudag. Þetta er fjórða árið í röð sem við höldum Club Soda-lokapartí á Gay pride.

Við fengum höfuðpaur hljómsveitarinnar Hercules and Love Affair, Andy Butler, til þess að koma og spila.“ Butler, sem kemur úr New York partí-senunni, er þekktur fyrir að gera allt vitlaust þegar hann kemur fram.

Aðspurð segir Natalie að hljómsveitin sé mjög litrík og er önnur söngkonan kynskiptingur og hin lesbía. „Það er mikill heiður að fá þau til þess að koma og spila. Þegar ég talaði við Butler var hann mjög spenntur að koma til landsins,“ segir Natalie Gunnarsdóttir að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.