Kúbverskur saltfiskréttur Tómasar vakti lukku Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. ágúst 2013 11:00 Birkir Blær, starfsmaður á Hótel Eddu að Laugum í Sælingsdal. Margir af fremstu tónlistarmönnum landsins hafa að undanförnu lagt leið sína á Hótel Eddu að Laugum í Sælingsdal og spilað fyrir gesti hótelsins og heimamenn. Segja má að hótelið hafi markað sér nokkra sérstöðu að þessu leyti og má upphafið rekja til þess að Tómas R. Einarsson, sem á rætur sínar að rekja til Dalasýslu, flutti verk sitt Streng í Gyllta salnum á hótelinu, en verkið tileinkar hann æskustöðvunum. Auk þess að spila koma tónlistarmennirnir gjarnan með uppáhalds uppskriftina sína sem matreiðslumaðurinn á hótelinu eldar. Tónleikagestir geta síðan gætt sér á herlegheitunum á meðan á tónleikunum stendur „Til dæmis bauð Tómas upp á kúbverskan saltfiskrétt sem vakti mikla lukku,“ segir Birkir Blær, starfsmaður á hótelinu. Auk Tómasar hafa listamennirnir Ellen Kristjánsdóttir, Eyþór Gunnarsson, Ife Tolentino og bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir leikið fyrir gesti hótelsins. Í þessari viku spiluðu Skúli Mennski og einnig komu Steindór Andersen og Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós og kváðu rímur.Tómas R. Einarsson Tómas er kontrabassaleikari og tónskáld sem hefur ferðast víða um lönd og álfur, meðal annars til þess að flytja og semja tónlist. Hann hefur gefið út hátt á annan tug diska og hlotið fjölda viðurkenninga og lof gagnrýnenda fyrir.Hótelið er einnig eftirtektarvert fyrir þær sakir að stór hluti starfsfólksins er tónlistarfólk. Það kemur því fyrir að starfsmennirnir slá upp tónleikum eða stíga á stokk ásamt listamönnunum sem heimsækja hótelið. „Ætli þetta sé ekki menningarlegasta hótelið,“ segir Birkir Blær. „Mér finnst frekar skemmtileg pæling að reka hótel og manna stöður með tónlistarfólki. Það vekur alltaf lukku þegar starfsmaður sem er kannski nýbúinn að skúra gólfin vippar sér úr þjónagallanum, tekur upp t.d. harmonikku og flytur nokkur lög,“ segir Birkir Blær að lokum. Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Margir af fremstu tónlistarmönnum landsins hafa að undanförnu lagt leið sína á Hótel Eddu að Laugum í Sælingsdal og spilað fyrir gesti hótelsins og heimamenn. Segja má að hótelið hafi markað sér nokkra sérstöðu að þessu leyti og má upphafið rekja til þess að Tómas R. Einarsson, sem á rætur sínar að rekja til Dalasýslu, flutti verk sitt Streng í Gyllta salnum á hótelinu, en verkið tileinkar hann æskustöðvunum. Auk þess að spila koma tónlistarmennirnir gjarnan með uppáhalds uppskriftina sína sem matreiðslumaðurinn á hótelinu eldar. Tónleikagestir geta síðan gætt sér á herlegheitunum á meðan á tónleikunum stendur „Til dæmis bauð Tómas upp á kúbverskan saltfiskrétt sem vakti mikla lukku,“ segir Birkir Blær, starfsmaður á hótelinu. Auk Tómasar hafa listamennirnir Ellen Kristjánsdóttir, Eyþór Gunnarsson, Ife Tolentino og bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir leikið fyrir gesti hótelsins. Í þessari viku spiluðu Skúli Mennski og einnig komu Steindór Andersen og Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós og kváðu rímur.Tómas R. Einarsson Tómas er kontrabassaleikari og tónskáld sem hefur ferðast víða um lönd og álfur, meðal annars til þess að flytja og semja tónlist. Hann hefur gefið út hátt á annan tug diska og hlotið fjölda viðurkenninga og lof gagnrýnenda fyrir.Hótelið er einnig eftirtektarvert fyrir þær sakir að stór hluti starfsfólksins er tónlistarfólk. Það kemur því fyrir að starfsmennirnir slá upp tónleikum eða stíga á stokk ásamt listamönnunum sem heimsækja hótelið. „Ætli þetta sé ekki menningarlegasta hótelið,“ segir Birkir Blær. „Mér finnst frekar skemmtileg pæling að reka hótel og manna stöður með tónlistarfólki. Það vekur alltaf lukku þegar starfsmaður sem er kannski nýbúinn að skúra gólfin vippar sér úr þjónagallanum, tekur upp t.d. harmonikku og flytur nokkur lög,“ segir Birkir Blær að lokum.
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira