Dramað er sykurinn í lífinu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 10. ágúst 2013 12:00 "Það er svo merkilegt að maður fær alltaf það sem maður vill um leið og mann hættir að langa í það." Fréttablaðið/Stefán Það er hægara sagt en gert að ná Ólafi í viðtal, dagskráin er þétt og unnið fram á nætur. Það tekst þó loks einn sólríkan eftirmiðdag í vikunni, enda hefur hann gefið nokkurra daga frí frá tökum „til að fólk geti aðeins andað“, eins og hann orðar það. „Þetta er eins og hver önnur vertíð,“ segir hann. „Gífurlegt álag, en góður mórall, enda góður og samhentur hópur.“ Borgríki II – „Blóð hraustra manna“ er sjálfstætt framhald Borgríkis og sami hópur sem stendur að gerð hennar. „Fyrri myndin var gerð samkvæmt gömlu kaupfélagshugsjóninni og fólk vann þar mjög svo undirlaunað, margir gáfu jafnvel vinnu sína. Það voru bara allir að verða brjálaðir á þessu eilífa hruntali þannig að við gerðum svona pínu fokkjú við heiminn, lokuðum okkur inni í þrjá mánuði og gerðum bíó saman. Nú er fólk hins vegar að fá laun en það er líka meira álag á mannskapnum.“Borgríki er í endurgerðarferli í Bandaríkjunum, þar sem sögusviðið verður Chicago og Ólafur kemur að gerð hennar sem ráðgjafi. „Það er verið að skrifa handritið og þetta lítur bara vel út. Góður leikstjóri, James Mangold sem gerði meðal annars Walk the Line og Wolverine, og góðir framleiðendur. Mér líst mjög vel á þetta en maður þorir aldrei að treysta neinu í þessum bransa fyrr en tökur eru hafnar.“ Stórskotalið íslenskra leikara fer með hlutverkin í Borgríki II, þeir sömu og í Borgríki; Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Sigurjónsson, Zlatko Krickic, og Darri Ingólfsson leikur nýjan karakter. Ólafur segir skemmtilegustu vinnuna fólgna í því að vinna með þeim við sköpun karakteranna. „Það eru persónurnar og sagan sem skipta öllu máli. Því tæknivæddari og flinkari sem við verðum í kvikmyndagerð þá verður enn meira áberandi að eini gjaldmiðillinn sem eftir er gagnvart áhorfendunum er hvort þeir tengja við persónurnar eða ekki. Ég tengi við þessar persónur að því leyti að þetta er fólk sem kann ekki að elska og setur endalausar hindranir í veg fyrir sjálft sig eins og við gerum allan daginn til að fá eitthvert drama í lífið og finna fyrir tilveru okkar. Mér finnst líka svo fallegt að skoða það óhreina í mannlegu eðli. Við erum svo frumstæð þegar betur er skoðað.“Þetta svar býður upp á persónulega spurningu. Þú talar um fólk sem kann ekki að elska, ert þú einn af þeim? „Já, ég held við séum það flest að einhverju leyti. Maður sér bara sjálfan sig svo illa að maður þarf að setja hitamælinn í fólkið í kringum sig til að skoða þetta. Ég skauta almennt voðalega mikið yfir lífið og finnst óþægilegt ef ég festist einhvers staðar. Hef alltaf verið haldinn höfnunarótta, eins og allir, og spilað mig sjálfsöruggan út á við. Það er ákveðin fötlun í því. Heimurinn er nefnilega alltaf að segja þér það sama, hvert sem þú lítur: Haltu kjafti og opnaðu hjarta þitt hundrað prósent. Mér finnst áhugavert að skoða hvers vegna okkur tekst það svona sjaldan. Dramað er nokkurs konar sykur í lífinu og við erum flest sykursjúk.“ Ólafur ólst upp í Búðardal til fimmtán ára aldurs og verður sárhneykslaður þegar hann er spurður hvernig áhuginn á kvikmyndum hafi kviknað, hvort það sé einu sinni bíóhús í Búðardal. „Þetta er afar móðgandi spurning, auðvitað er bíóhús í Búðardal, en ég er reyndar af vhs-kynslóðinni og lá yfir vídeóinu öllum stundum. Ég átti bara svona týpíska, frábæra íslenska æsku í algjöru frelsi í sveitinni. Var alltaf góði strákurinn og stóð mig vel í skóla og svona, en hætti því svo og fór að gera eitthvað annað. Um tvítugt lagðist ég í mikið þunglyndi, heimurinn var virkilega að farast mörgum sinnum á dag. þá sá ég í sjónvarpinu útsendingu frá freestyle-danskeppni í Tónabæ þar sem stelpan sem vann var spurð hver væri uppskriftin að sigrinum. Hún svaraði með þessari gömlu klisju um að maður þyrfti bara að hlusta á hjarta sitt og vera maður sjálfur og ég greip þetta á lofti og ákvað að fylgja bara þessu ráði. Svo breyttist lífið mikið þegar pabbi dó. Þá var ég 25 ára að byrja í kvikmyndagerð og dauði hans mótíveraði mig mikið. Sársaukinn dýpkar mann þannig að maður kemst nær því að vita hvað mann virkilega langar til að gera. Maður fattar að lífið er stutt og svona áföll skerpa á þorstanum eftir því að lifa til fulls. Ég ákvað að taka enga fanga og fara þessa kvikmyndaleið af fullri alvöru, sem ég hef gert síðan. Kannski hef ég meira að segja verið of afkastamikill. Hins vegar getur maður ekkert einn og þetta snýst um að finna rétta fólkið til að vinna með, fólk sem stendur með þér alla leið. Mér hefur tekist það og á núna mjög góða vinnufjölskyldu.“En þú ert ekki fjölskyldumaður? „Nei, það var innifalið í þessu með að taka enga fanga. Þegar maður var yngri stóð manni til boða að fara þá leið, en var bara of óþroskaður. Egódýrið inni í manni sagði að maður yrði að velja annað hvort vinnu eða fjölskyldu, en eftir á fattar maður að það er alveg hægt að gera hvort tveggja. Maður fattar samt að það skiptir kannski ekki máli hvor vegurinn er tekinn, lífsfyrirbærið hefur sitt lag við að láta mann læra lexíurnar sama hvað.Borgríki II verður frumsýnd 2014, er eitthvað fleira í kortunum? „Ég er ekki kominn með neina aðra mynd í kollinn, nei. En út af endurgerðinni á Borgríki þá fékk ég umboðsmann og teymi í Bandaríkjunum og hef verið að fara þangað annað slagið að skoða handrit, mæta á meik-leikfundi og svona, sem er mjög gaman. Það er búið að tengja mig við nokkrar myndir, en svo er allt annað mál hvort þær verða nokkurn tíma gerðar, þannig að ég hef mikinn fyrirvara á því og hugsa ekki mikið um það.“Er það samt draumurinn að meika það í Hollywood? „Það var draumurinn fyrir tíu árum en ekki lengur. Það er svo merkilegt að maður fær alltaf það sem maður vill um leið og mann hættir að langa í það. Sem er mjög gott. Ef maður hefur mikla löngun í eitthvað setur maður sig í undirstöðu sem krumpar mann gagnvart því. Um leið og þú tekur löngunina út úr jöfnunni þá verðurðu þúsund prósent hæfari til að framkvæma verkið. Hollywood er líka svo skrítinn staður. Þú finnur myglulyktina af draumum fólks sem staðurinn hefur haldið í gíslingu árum saman. Fólk sem er heltekið af draumnum um frama og heldur alltaf að stóra tækifærið birtist á morgun. En þetta er líka ofsalega skemmtilegur staður, kreisí orka, færasta kvikmyndagerðarfólk í heimi og spennandi tækifæri, þannig að ég hefði ekkert á móti því að vinna þar einhvern tíma.“Þegar þú ert að gera myndirnar þínar hugsarðu þær þá fyrir alþjóðlegan markað eða miðarðu við íslenska áhorfendur? „Það er ekkert hægt að vera að einblína á það. Maður er bara að reyna að segja sögur sem höfða til fólks, hlusta á hjarta sitt og vera einlægur. Reyna sitt besta en vera um leið svolítið villidýr. Það fer mikil vinna í að koma sér frá hugsunum um framleiðsluna og einbeita sér að því að finna orku hverrar senu og skila henni. Það er mikil áskorun. Ekki það að kvikmyndagerð sé endilega eitthvað merkilegri vinna en hvað annað, en það er gaman á þessari vertíð og þegar árangurinn er góður er það virkilega góð tilfinning.“ Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Það er hægara sagt en gert að ná Ólafi í viðtal, dagskráin er þétt og unnið fram á nætur. Það tekst þó loks einn sólríkan eftirmiðdag í vikunni, enda hefur hann gefið nokkurra daga frí frá tökum „til að fólk geti aðeins andað“, eins og hann orðar það. „Þetta er eins og hver önnur vertíð,“ segir hann. „Gífurlegt álag, en góður mórall, enda góður og samhentur hópur.“ Borgríki II – „Blóð hraustra manna“ er sjálfstætt framhald Borgríkis og sami hópur sem stendur að gerð hennar. „Fyrri myndin var gerð samkvæmt gömlu kaupfélagshugsjóninni og fólk vann þar mjög svo undirlaunað, margir gáfu jafnvel vinnu sína. Það voru bara allir að verða brjálaðir á þessu eilífa hruntali þannig að við gerðum svona pínu fokkjú við heiminn, lokuðum okkur inni í þrjá mánuði og gerðum bíó saman. Nú er fólk hins vegar að fá laun en það er líka meira álag á mannskapnum.“Borgríki er í endurgerðarferli í Bandaríkjunum, þar sem sögusviðið verður Chicago og Ólafur kemur að gerð hennar sem ráðgjafi. „Það er verið að skrifa handritið og þetta lítur bara vel út. Góður leikstjóri, James Mangold sem gerði meðal annars Walk the Line og Wolverine, og góðir framleiðendur. Mér líst mjög vel á þetta en maður þorir aldrei að treysta neinu í þessum bransa fyrr en tökur eru hafnar.“ Stórskotalið íslenskra leikara fer með hlutverkin í Borgríki II, þeir sömu og í Borgríki; Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Sigurjónsson, Zlatko Krickic, og Darri Ingólfsson leikur nýjan karakter. Ólafur segir skemmtilegustu vinnuna fólgna í því að vinna með þeim við sköpun karakteranna. „Það eru persónurnar og sagan sem skipta öllu máli. Því tæknivæddari og flinkari sem við verðum í kvikmyndagerð þá verður enn meira áberandi að eini gjaldmiðillinn sem eftir er gagnvart áhorfendunum er hvort þeir tengja við persónurnar eða ekki. Ég tengi við þessar persónur að því leyti að þetta er fólk sem kann ekki að elska og setur endalausar hindranir í veg fyrir sjálft sig eins og við gerum allan daginn til að fá eitthvert drama í lífið og finna fyrir tilveru okkar. Mér finnst líka svo fallegt að skoða það óhreina í mannlegu eðli. Við erum svo frumstæð þegar betur er skoðað.“Þetta svar býður upp á persónulega spurningu. Þú talar um fólk sem kann ekki að elska, ert þú einn af þeim? „Já, ég held við séum það flest að einhverju leyti. Maður sér bara sjálfan sig svo illa að maður þarf að setja hitamælinn í fólkið í kringum sig til að skoða þetta. Ég skauta almennt voðalega mikið yfir lífið og finnst óþægilegt ef ég festist einhvers staðar. Hef alltaf verið haldinn höfnunarótta, eins og allir, og spilað mig sjálfsöruggan út á við. Það er ákveðin fötlun í því. Heimurinn er nefnilega alltaf að segja þér það sama, hvert sem þú lítur: Haltu kjafti og opnaðu hjarta þitt hundrað prósent. Mér finnst áhugavert að skoða hvers vegna okkur tekst það svona sjaldan. Dramað er nokkurs konar sykur í lífinu og við erum flest sykursjúk.“ Ólafur ólst upp í Búðardal til fimmtán ára aldurs og verður sárhneykslaður þegar hann er spurður hvernig áhuginn á kvikmyndum hafi kviknað, hvort það sé einu sinni bíóhús í Búðardal. „Þetta er afar móðgandi spurning, auðvitað er bíóhús í Búðardal, en ég er reyndar af vhs-kynslóðinni og lá yfir vídeóinu öllum stundum. Ég átti bara svona týpíska, frábæra íslenska æsku í algjöru frelsi í sveitinni. Var alltaf góði strákurinn og stóð mig vel í skóla og svona, en hætti því svo og fór að gera eitthvað annað. Um tvítugt lagðist ég í mikið þunglyndi, heimurinn var virkilega að farast mörgum sinnum á dag. þá sá ég í sjónvarpinu útsendingu frá freestyle-danskeppni í Tónabæ þar sem stelpan sem vann var spurð hver væri uppskriftin að sigrinum. Hún svaraði með þessari gömlu klisju um að maður þyrfti bara að hlusta á hjarta sitt og vera maður sjálfur og ég greip þetta á lofti og ákvað að fylgja bara þessu ráði. Svo breyttist lífið mikið þegar pabbi dó. Þá var ég 25 ára að byrja í kvikmyndagerð og dauði hans mótíveraði mig mikið. Sársaukinn dýpkar mann þannig að maður kemst nær því að vita hvað mann virkilega langar til að gera. Maður fattar að lífið er stutt og svona áföll skerpa á þorstanum eftir því að lifa til fulls. Ég ákvað að taka enga fanga og fara þessa kvikmyndaleið af fullri alvöru, sem ég hef gert síðan. Kannski hef ég meira að segja verið of afkastamikill. Hins vegar getur maður ekkert einn og þetta snýst um að finna rétta fólkið til að vinna með, fólk sem stendur með þér alla leið. Mér hefur tekist það og á núna mjög góða vinnufjölskyldu.“En þú ert ekki fjölskyldumaður? „Nei, það var innifalið í þessu með að taka enga fanga. Þegar maður var yngri stóð manni til boða að fara þá leið, en var bara of óþroskaður. Egódýrið inni í manni sagði að maður yrði að velja annað hvort vinnu eða fjölskyldu, en eftir á fattar maður að það er alveg hægt að gera hvort tveggja. Maður fattar samt að það skiptir kannski ekki máli hvor vegurinn er tekinn, lífsfyrirbærið hefur sitt lag við að láta mann læra lexíurnar sama hvað.Borgríki II verður frumsýnd 2014, er eitthvað fleira í kortunum? „Ég er ekki kominn með neina aðra mynd í kollinn, nei. En út af endurgerðinni á Borgríki þá fékk ég umboðsmann og teymi í Bandaríkjunum og hef verið að fara þangað annað slagið að skoða handrit, mæta á meik-leikfundi og svona, sem er mjög gaman. Það er búið að tengja mig við nokkrar myndir, en svo er allt annað mál hvort þær verða nokkurn tíma gerðar, þannig að ég hef mikinn fyrirvara á því og hugsa ekki mikið um það.“Er það samt draumurinn að meika það í Hollywood? „Það var draumurinn fyrir tíu árum en ekki lengur. Það er svo merkilegt að maður fær alltaf það sem maður vill um leið og mann hættir að langa í það. Sem er mjög gott. Ef maður hefur mikla löngun í eitthvað setur maður sig í undirstöðu sem krumpar mann gagnvart því. Um leið og þú tekur löngunina út úr jöfnunni þá verðurðu þúsund prósent hæfari til að framkvæma verkið. Hollywood er líka svo skrítinn staður. Þú finnur myglulyktina af draumum fólks sem staðurinn hefur haldið í gíslingu árum saman. Fólk sem er heltekið af draumnum um frama og heldur alltaf að stóra tækifærið birtist á morgun. En þetta er líka ofsalega skemmtilegur staður, kreisí orka, færasta kvikmyndagerðarfólk í heimi og spennandi tækifæri, þannig að ég hefði ekkert á móti því að vinna þar einhvern tíma.“Þegar þú ert að gera myndirnar þínar hugsarðu þær þá fyrir alþjóðlegan markað eða miðarðu við íslenska áhorfendur? „Það er ekkert hægt að vera að einblína á það. Maður er bara að reyna að segja sögur sem höfða til fólks, hlusta á hjarta sitt og vera einlægur. Reyna sitt besta en vera um leið svolítið villidýr. Það fer mikil vinna í að koma sér frá hugsunum um framleiðsluna og einbeita sér að því að finna orku hverrar senu og skila henni. Það er mikil áskorun. Ekki það að kvikmyndagerð sé endilega eitthvað merkilegri vinna en hvað annað, en það er gaman á þessari vertíð og þegar árangurinn er góður er það virkilega góð tilfinning.“
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira