Innlent

Vilborg kemst á tindinn í dag eða á morgun

Sara McMahon skrifar
Hér má sjá gönguhópinn í veðurblíðunni í Rússlandi.
Hér má sjá gönguhópinn í veðurblíðunni í Rússlandi.
Vilborg Arna Gissurardóttir hóf göngu sína á Elbrus, hæsta fjall Evrópu, á laugardag. Fjallið er sunnarlega í Rússlandi og tilheyrir Kákasusfjallgarðinum. Vilborg Arna hyggst klífa hæstu fjallstinda hverrar heimsálfu á einu ári.

Sex íslenskir fjallgöngugarpar ganga með Vilborgu Örnu á tindinn. Tveir tindar eru á fjallinu og hyggst hópurinn ganga á þann vestari, sem stendur hæst í 5.642 metrum yfir sjávarmáli. Vilborg Arna hefur haldið úti vefdagbók þar sem hægt er að fylgjast með ferðum hópsins. Síðasta færsla var rituð á föstudag, daginn fyrir gönguna, og þar segir Vilborg Arna að hópurinn hafi átt ?magnaðan dag í hlíðum Cheget-fjalls?. Alls hefur hópurinn lagt að baki 45,5 kílómetra frá upphafi ferðalagsins fram til gærdagsins.

Áður en haldið var af stað á tindinn dvaldi hópurinn í Baskadalnum og gekk á nærliggjandi fjöll í þeim tilgangi að aðlagast hæðinni fyrir komandi átök. Stefnt er að því að hópurinn komist á tindinn í dag eða á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×