Íslandspistill á CNN "nánast hrein steypa“ Þorgils Jónsson skrifar 13. ágúst 2013 07:00 Hagfræðingurinn Gylfi Magnússon segir fátt standast í stóryrtum pistli á viðskiptavef CNN í gær. Þar er því meðal annars gert skóna að annað hrun hér á landi geti haft alvarleg áhrif á evrópskt efnahagslíf. „Mér finnst þetta vera nánast hrein steypa,“ segir Gylfi Magnússon, hagfræðingur og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, um grein eina sem birtist á viðskiptavef CNN í gær. Hann segir skrif sem þessi kalla á skýrari skilaboð um stöðuna hér á landi. Í greininni sem skrifuð er af Cyrus Sanati, sem er pistlahöfundur fyrir marga virtustu viðskiptafjölmiðla Bandaríkjanna er Íslandi líkt við tifandi tímasprengju sem gæti haft mikil áhrif á efnahagslíf í Evrópu. Sanati segir að þrátt fyrir að margt gefi til kynna að íslenskt efnahagslíf sé að styrkjast, hafi fátt eitt unnist í stærri málum, til dæmis varðandi gjaldeyrishöftin. Einblínt hafi verið á að seinka sársaukanum frekar en að lækna sjúkdóminn og það eigi sér nokkra hliðstæðu víða á meginlandi Evrópu. Gylfi segir að margt í greininni byggi á röngum forsendum. Höfundur fari til dæmis rangt með flestar hagtölur sem hann vísar í. „Svo gerir hann engan greinarmun á gömlu bönkunum og þeim nýju og virðist ekki vita hvernig í þessu liggur,“ segir Gylfi. Sanati segir stöðu íslensku bankana viðkvæma og kallar þá „Zombie“-banka Gylfi segir að slíkt eigi ekki einu sinni við um gömlu bankana. „Þeir eru bara fyrirtæki sem verið er að vinda ofan af og á að leggja niður, og nýju bankarnir eru ekki í nokkrum skilningi Zombie-bankar. Þannig að mér fannst þetta vera stórfurðuleg grein og með því skrítnara sem birt hefur verið um Ísland á svo virtum vefmiðli nýlega.“ Gylfi segir aðspurður að lítið sé hægt að gera við skrifum sem þessum. „Kannski segir þetta okkur að það þurfi að koma skýrari skilaboðum um stöðu Íslands á framfæri við umheiminn svo að svona rugl birtist ekki hvað eftir annað.“ Gylfi segir að á vettvangi hagfræðinnar séu fáir að velta Íslandi mikið fyrir sér, en þeir sem hafi kynnt sér stöðuna séu þeirrar skoðunar að Ísland hafi náð þokkalegum árangri og sé á réttri leið í endurreisn sinni. Hvað varðar möguleg áhrif á efnahagslíf Evrópu ef annað hrun dynur yfir Ísland segir Gylfi að Sanati dragi ályktanir á röngum forsendum. „Það verður stórtjón hjá þeim sem lánuðu gömlu bönkunum og þeir munu fá minna en helming til baka af því. Það eru hins vegar ekki nýjar fréttir og ég get því ekki séð að það muni hafa nokkur sérstök áhrif á stöðu mála í Evrópu á einn eða annan veg.“Ekki bein tengsl við Evrópu Katrín Ólafsdóttir, lektor við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík, segir að í grein Sanatis sé dregin upp frekar dökk mynd af ástandinu hér á landi. Hvað varðar möguleg áhrif annars hruns á Íslandi á efnahagslíf Evrópu telur Katrín að sú hætta sé ofmetin. „Ég sé ekki að það séu bein tengsl þarna á milli, því að við erum svo lítill hluti af heildinni. Það gæti haft óbein smitáhrif á væntingar en beinu áhrifin held ég að verði afskaplega lítil og spurning hvort þetta muni hafa nokkur hræðsluáhrif út fyrir Ísland.“ Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira
„Mér finnst þetta vera nánast hrein steypa,“ segir Gylfi Magnússon, hagfræðingur og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, um grein eina sem birtist á viðskiptavef CNN í gær. Hann segir skrif sem þessi kalla á skýrari skilaboð um stöðuna hér á landi. Í greininni sem skrifuð er af Cyrus Sanati, sem er pistlahöfundur fyrir marga virtustu viðskiptafjölmiðla Bandaríkjanna er Íslandi líkt við tifandi tímasprengju sem gæti haft mikil áhrif á efnahagslíf í Evrópu. Sanati segir að þrátt fyrir að margt gefi til kynna að íslenskt efnahagslíf sé að styrkjast, hafi fátt eitt unnist í stærri málum, til dæmis varðandi gjaldeyrishöftin. Einblínt hafi verið á að seinka sársaukanum frekar en að lækna sjúkdóminn og það eigi sér nokkra hliðstæðu víða á meginlandi Evrópu. Gylfi segir að margt í greininni byggi á röngum forsendum. Höfundur fari til dæmis rangt með flestar hagtölur sem hann vísar í. „Svo gerir hann engan greinarmun á gömlu bönkunum og þeim nýju og virðist ekki vita hvernig í þessu liggur,“ segir Gylfi. Sanati segir stöðu íslensku bankana viðkvæma og kallar þá „Zombie“-banka Gylfi segir að slíkt eigi ekki einu sinni við um gömlu bankana. „Þeir eru bara fyrirtæki sem verið er að vinda ofan af og á að leggja niður, og nýju bankarnir eru ekki í nokkrum skilningi Zombie-bankar. Þannig að mér fannst þetta vera stórfurðuleg grein og með því skrítnara sem birt hefur verið um Ísland á svo virtum vefmiðli nýlega.“ Gylfi segir aðspurður að lítið sé hægt að gera við skrifum sem þessum. „Kannski segir þetta okkur að það þurfi að koma skýrari skilaboðum um stöðu Íslands á framfæri við umheiminn svo að svona rugl birtist ekki hvað eftir annað.“ Gylfi segir að á vettvangi hagfræðinnar séu fáir að velta Íslandi mikið fyrir sér, en þeir sem hafi kynnt sér stöðuna séu þeirrar skoðunar að Ísland hafi náð þokkalegum árangri og sé á réttri leið í endurreisn sinni. Hvað varðar möguleg áhrif á efnahagslíf Evrópu ef annað hrun dynur yfir Ísland segir Gylfi að Sanati dragi ályktanir á röngum forsendum. „Það verður stórtjón hjá þeim sem lánuðu gömlu bönkunum og þeir munu fá minna en helming til baka af því. Það eru hins vegar ekki nýjar fréttir og ég get því ekki séð að það muni hafa nokkur sérstök áhrif á stöðu mála í Evrópu á einn eða annan veg.“Ekki bein tengsl við Evrópu Katrín Ólafsdóttir, lektor við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík, segir að í grein Sanatis sé dregin upp frekar dökk mynd af ástandinu hér á landi. Hvað varðar möguleg áhrif annars hruns á Íslandi á efnahagslíf Evrópu telur Katrín að sú hætta sé ofmetin. „Ég sé ekki að það séu bein tengsl þarna á milli, því að við erum svo lítill hluti af heildinni. Það gæti haft óbein smitáhrif á væntingar en beinu áhrifin held ég að verði afskaplega lítil og spurning hvort þetta muni hafa nokkur hræðsluáhrif út fyrir Ísland.“
Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira