Íslandspistill á CNN "nánast hrein steypa“ Þorgils Jónsson skrifar 13. ágúst 2013 07:00 Hagfræðingurinn Gylfi Magnússon segir fátt standast í stóryrtum pistli á viðskiptavef CNN í gær. Þar er því meðal annars gert skóna að annað hrun hér á landi geti haft alvarleg áhrif á evrópskt efnahagslíf. „Mér finnst þetta vera nánast hrein steypa,“ segir Gylfi Magnússon, hagfræðingur og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, um grein eina sem birtist á viðskiptavef CNN í gær. Hann segir skrif sem þessi kalla á skýrari skilaboð um stöðuna hér á landi. Í greininni sem skrifuð er af Cyrus Sanati, sem er pistlahöfundur fyrir marga virtustu viðskiptafjölmiðla Bandaríkjanna er Íslandi líkt við tifandi tímasprengju sem gæti haft mikil áhrif á efnahagslíf í Evrópu. Sanati segir að þrátt fyrir að margt gefi til kynna að íslenskt efnahagslíf sé að styrkjast, hafi fátt eitt unnist í stærri málum, til dæmis varðandi gjaldeyrishöftin. Einblínt hafi verið á að seinka sársaukanum frekar en að lækna sjúkdóminn og það eigi sér nokkra hliðstæðu víða á meginlandi Evrópu. Gylfi segir að margt í greininni byggi á röngum forsendum. Höfundur fari til dæmis rangt með flestar hagtölur sem hann vísar í. „Svo gerir hann engan greinarmun á gömlu bönkunum og þeim nýju og virðist ekki vita hvernig í þessu liggur,“ segir Gylfi. Sanati segir stöðu íslensku bankana viðkvæma og kallar þá „Zombie“-banka Gylfi segir að slíkt eigi ekki einu sinni við um gömlu bankana. „Þeir eru bara fyrirtæki sem verið er að vinda ofan af og á að leggja niður, og nýju bankarnir eru ekki í nokkrum skilningi Zombie-bankar. Þannig að mér fannst þetta vera stórfurðuleg grein og með því skrítnara sem birt hefur verið um Ísland á svo virtum vefmiðli nýlega.“ Gylfi segir aðspurður að lítið sé hægt að gera við skrifum sem þessum. „Kannski segir þetta okkur að það þurfi að koma skýrari skilaboðum um stöðu Íslands á framfæri við umheiminn svo að svona rugl birtist ekki hvað eftir annað.“ Gylfi segir að á vettvangi hagfræðinnar séu fáir að velta Íslandi mikið fyrir sér, en þeir sem hafi kynnt sér stöðuna séu þeirrar skoðunar að Ísland hafi náð þokkalegum árangri og sé á réttri leið í endurreisn sinni. Hvað varðar möguleg áhrif á efnahagslíf Evrópu ef annað hrun dynur yfir Ísland segir Gylfi að Sanati dragi ályktanir á röngum forsendum. „Það verður stórtjón hjá þeim sem lánuðu gömlu bönkunum og þeir munu fá minna en helming til baka af því. Það eru hins vegar ekki nýjar fréttir og ég get því ekki séð að það muni hafa nokkur sérstök áhrif á stöðu mála í Evrópu á einn eða annan veg.“Ekki bein tengsl við Evrópu Katrín Ólafsdóttir, lektor við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík, segir að í grein Sanatis sé dregin upp frekar dökk mynd af ástandinu hér á landi. Hvað varðar möguleg áhrif annars hruns á Íslandi á efnahagslíf Evrópu telur Katrín að sú hætta sé ofmetin. „Ég sé ekki að það séu bein tengsl þarna á milli, því að við erum svo lítill hluti af heildinni. Það gæti haft óbein smitáhrif á væntingar en beinu áhrifin held ég að verði afskaplega lítil og spurning hvort þetta muni hafa nokkur hræðsluáhrif út fyrir Ísland.“ Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Mér finnst þetta vera nánast hrein steypa,“ segir Gylfi Magnússon, hagfræðingur og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, um grein eina sem birtist á viðskiptavef CNN í gær. Hann segir skrif sem þessi kalla á skýrari skilaboð um stöðuna hér á landi. Í greininni sem skrifuð er af Cyrus Sanati, sem er pistlahöfundur fyrir marga virtustu viðskiptafjölmiðla Bandaríkjanna er Íslandi líkt við tifandi tímasprengju sem gæti haft mikil áhrif á efnahagslíf í Evrópu. Sanati segir að þrátt fyrir að margt gefi til kynna að íslenskt efnahagslíf sé að styrkjast, hafi fátt eitt unnist í stærri málum, til dæmis varðandi gjaldeyrishöftin. Einblínt hafi verið á að seinka sársaukanum frekar en að lækna sjúkdóminn og það eigi sér nokkra hliðstæðu víða á meginlandi Evrópu. Gylfi segir að margt í greininni byggi á röngum forsendum. Höfundur fari til dæmis rangt með flestar hagtölur sem hann vísar í. „Svo gerir hann engan greinarmun á gömlu bönkunum og þeim nýju og virðist ekki vita hvernig í þessu liggur,“ segir Gylfi. Sanati segir stöðu íslensku bankana viðkvæma og kallar þá „Zombie“-banka Gylfi segir að slíkt eigi ekki einu sinni við um gömlu bankana. „Þeir eru bara fyrirtæki sem verið er að vinda ofan af og á að leggja niður, og nýju bankarnir eru ekki í nokkrum skilningi Zombie-bankar. Þannig að mér fannst þetta vera stórfurðuleg grein og með því skrítnara sem birt hefur verið um Ísland á svo virtum vefmiðli nýlega.“ Gylfi segir aðspurður að lítið sé hægt að gera við skrifum sem þessum. „Kannski segir þetta okkur að það þurfi að koma skýrari skilaboðum um stöðu Íslands á framfæri við umheiminn svo að svona rugl birtist ekki hvað eftir annað.“ Gylfi segir að á vettvangi hagfræðinnar séu fáir að velta Íslandi mikið fyrir sér, en þeir sem hafi kynnt sér stöðuna séu þeirrar skoðunar að Ísland hafi náð þokkalegum árangri og sé á réttri leið í endurreisn sinni. Hvað varðar möguleg áhrif á efnahagslíf Evrópu ef annað hrun dynur yfir Ísland segir Gylfi að Sanati dragi ályktanir á röngum forsendum. „Það verður stórtjón hjá þeim sem lánuðu gömlu bönkunum og þeir munu fá minna en helming til baka af því. Það eru hins vegar ekki nýjar fréttir og ég get því ekki séð að það muni hafa nokkur sérstök áhrif á stöðu mála í Evrópu á einn eða annan veg.“Ekki bein tengsl við Evrópu Katrín Ólafsdóttir, lektor við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík, segir að í grein Sanatis sé dregin upp frekar dökk mynd af ástandinu hér á landi. Hvað varðar möguleg áhrif annars hruns á Íslandi á efnahagslíf Evrópu telur Katrín að sú hætta sé ofmetin. „Ég sé ekki að það séu bein tengsl þarna á milli, því að við erum svo lítill hluti af heildinni. Það gæti haft óbein smitáhrif á væntingar en beinu áhrifin held ég að verði afskaplega lítil og spurning hvort þetta muni hafa nokkur hræðsluáhrif út fyrir Ísland.“
Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira