Hatur og hugmyndir sem falla ekki í kramið – 1984? Herdís Þorgeirsdóttir skrifar 15. ágúst 2013 07:00 Vegna komu bandarísks predikara á trúarsamkomu þar sem biskup Íslands verður meðal ræðumanna hafa blossað upp deilur. Rúmast afstaða klerksins, sem telur samkynhneigð guði ekki þóknanlega, innan marka tjáningarfrelsis eða fellur hún undir hatursáróður? Svarið er ekki einhlítt.Tjáningarfrelsi og áróður í garð samkynhneigðra Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann dóm 2012 að sænsk stjórnvöld hefðu ekki brotið á tjáningarfrelsi ungra manna sem dæmdir voru fyrir brot á hegningarlögum vegna áróðurs gegn samkynhneigðum. Þeir höfðu dreift pésum í hólf nemenda í menntaskóla með þeim skilaboðum að samfélagið hampaði samkynhneigð, sem væri afbrigðileg, hún hefði slæm áhrif á siðferðið í samfélaginu og að lauslæti homma væri orsök útbreiðslu alnæmis. Hæstiréttur Svíþjóðar mildaði dóm undirréttar, sem hafði dæmt mennina í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi auk greiðslu fjársekta.Mannréttindadómstóll Evrópu – í takt við tíðarandann? Mennirnir kærðu sænsk stjórnvöld fyrir að hafa brotið á réttindum þeirra fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Dómstóllinn taldi að þótt hin umþrættu ummæli féllu ekki beint í flokk hatursárása væru á ferðinni alvarlegir fordómar, sem gætu hreiðrað um sig og leitt til ofbeldis í garð samkynhneigðra. Sænsk stjórnvöld hefðu ekki gengið of langt í að skerða tjáningarfrelsi mannanna; móttakendum áróðurspésanna hefði ekki verið gert kleift að afþakka þá og mennirnir hefðu fengið væga refsingu. Spyrja má hvort Mannréttindadómstóllinn hafi þarna í sínu fyrsta máli sem laut að áróðri gegn samkynhneigð látið undan pólitískri rétthugsun í takt við upplýstan tíðaranda – í þeim ríkjum sem hafa veitt samkynhneigðum sama rétt og gagnkynhneigðum – á kostnað tjáningarfrelsis, sem dómstóllinn segir sjálfur að verndi ekki eingöngu hugmyndir sem eru viðteknar heldur einnig þær sem hneyksla og valda uppnámi. Dómstóllinn lét hjá líða að minnast á fælingaráhrif refsingar á opna umræðu.Bandaríkin – haturs- áróður í þágu opinnar umræðu Hæstiréttur Bandaríkjanna tók þveröfugan pól í hæðina 2011 þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að meðlimir kirkjusafnaðar sem berst gegn samkynhneigð mættu mótmæla við útför hermanns á grundvelli tjáningarfrelsisins. Mótmælendur gerðu lögreglunni viðvart áður og stóðu þögulir með spjöld fyrir utan kirkjuna sem á stóð „Guði sé lof fyrir látna hermenn – Þið farið til helvítis – Guð hatar homma og Bandaríkin – Guði sé lof fyrir 11. september“. Hæstiréttur ýtti út af borðinu dómi undirréttar, sem hafði dæmt föður hins látna hermanns 5 milljónir dala í miskabætur. Á þeirri forsendu að stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi megi ekki skerða sagði dómstóllinn málfrelsið vera vald í sjálfu sér. Með því væri unnt að valda öðrum miklum sársauka. Bandaríska þjóðin hefði þó valið þá leið að standa vörð um alla orðræðu, sem innlegg í opinbera umræðu, jafnvel þótt framlagið væri ómerkilegt.Rússland – bann við áróðri fyrir samkynhneigð Nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með lögum (Feneyjanefnd) samþykkti í mars síðastliðnum álit á nýju lagafrumvarpi í Rússlandi, sem bannar áróður fyrir samkynhneigð meðal barna undir lögaldri, sem rússnesk stjórnvöld segja taka mið af þroska þeirra. Feneyjanefndin benti á ríkjandi tilhneigingu í mörgum ríkjum Mið- og Austur-Evrópu til að banna áróður fyrir samkynhneigð en sagði að bannið stæðist ekki alþjóðleg viðmið eða ákvæði Mannréttindasáttmála um tjáningarfrelsi, fundarfrelsi og bann við mismunun. Enda virtist markmið laganna ekki vera að efla hefðbundin fjölskyldugildi heldur skerða rétt þeirra sem væru öðruvísi.Bretland – bann við áróðri fyrir sinnaskiptum Hæstiréttur í Bretlandi komst að þeirri niðurstöðu sl. vor að ákvörðun stjórnar strætisvagna London um að banna auglýsingaborða á strætó sem hvöttu samkynhneigða til sinnaskipta væri lögmæt. Á auglýsingaborðunum átti að standa „Ekki hommi – fyrrverandi hommi – stoltur og sættu þig við það“. Þetta var umorðun á frægum slagorðum í Stonewall-mótmælum samkynhneigðra á sjöunda áratug í Bandaríkjunum: „Sumir eru hommar. Sættu þig við það!“ Rökin fyrir því að banna auglýsingarnar voru að ungt samkynhneigt fólk ætti margt erfitt uppdráttar, sætti einelti í skólum og yrði fyrir hatursárásum. Áróður fyrir afhommun myndi ýta undir fordóma.Vitundarvakning og pólitísk rétthugsun Barátta samkynhneigðra hefur eins og önnur mannréttindabarátta kostað blóð, svita og tár. Nú er samkynhneigð varin af friðhelgi einkalífs samkvæmt dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins en lögsaga hans nær til 47 ríkja Evrópuráðsins. Enginn á að gjalda fyrir það hvern hann elskar. Lög heimila skerðingu á tjáningarfrelsi vegna réttinda eða mannorðs annarra. Þar sem þetta er grundvallarréttur og lífæð lýðræðislegs samfélags er varasamt að setja tjáningu þröngar skorður. Tjáningarfrelsið verndar ekki aðeins upplýsingar og hugmyndir sem falla í kramið heldur einnig þær sem valda uppnámi, særa, hneyksla og koma róti á hugann. Aðalsmerki lýðræðisins er fjölhyggja, umburðarlyndi og víðsýni. Vitundarvakning verður vegna umræðu en ekki vegna þess að þaggað er niður í henni. Baráttan fyrir frelsi krefst stöðugrar árvekni. George Orwell varaði í bókinni 1984 við „Newspeak“, þeirri áráttu valdhafa að afmarka svigrúm orðræðunnar. Tjáningarfrelsið er meginvörn lýðræðisins og árveknin felst í stöðugri gagnrýni, endurnýjun á viðteknum hugmyndum og öflugum andmælum við tilhneigingu ráðandi afla til að njörva niður kerfi rétthugsunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Vegna komu bandarísks predikara á trúarsamkomu þar sem biskup Íslands verður meðal ræðumanna hafa blossað upp deilur. Rúmast afstaða klerksins, sem telur samkynhneigð guði ekki þóknanlega, innan marka tjáningarfrelsis eða fellur hún undir hatursáróður? Svarið er ekki einhlítt.Tjáningarfrelsi og áróður í garð samkynhneigðra Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann dóm 2012 að sænsk stjórnvöld hefðu ekki brotið á tjáningarfrelsi ungra manna sem dæmdir voru fyrir brot á hegningarlögum vegna áróðurs gegn samkynhneigðum. Þeir höfðu dreift pésum í hólf nemenda í menntaskóla með þeim skilaboðum að samfélagið hampaði samkynhneigð, sem væri afbrigðileg, hún hefði slæm áhrif á siðferðið í samfélaginu og að lauslæti homma væri orsök útbreiðslu alnæmis. Hæstiréttur Svíþjóðar mildaði dóm undirréttar, sem hafði dæmt mennina í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi auk greiðslu fjársekta.Mannréttindadómstóll Evrópu – í takt við tíðarandann? Mennirnir kærðu sænsk stjórnvöld fyrir að hafa brotið á réttindum þeirra fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Dómstóllinn taldi að þótt hin umþrættu ummæli féllu ekki beint í flokk hatursárása væru á ferðinni alvarlegir fordómar, sem gætu hreiðrað um sig og leitt til ofbeldis í garð samkynhneigðra. Sænsk stjórnvöld hefðu ekki gengið of langt í að skerða tjáningarfrelsi mannanna; móttakendum áróðurspésanna hefði ekki verið gert kleift að afþakka þá og mennirnir hefðu fengið væga refsingu. Spyrja má hvort Mannréttindadómstóllinn hafi þarna í sínu fyrsta máli sem laut að áróðri gegn samkynhneigð látið undan pólitískri rétthugsun í takt við upplýstan tíðaranda – í þeim ríkjum sem hafa veitt samkynhneigðum sama rétt og gagnkynhneigðum – á kostnað tjáningarfrelsis, sem dómstóllinn segir sjálfur að verndi ekki eingöngu hugmyndir sem eru viðteknar heldur einnig þær sem hneyksla og valda uppnámi. Dómstóllinn lét hjá líða að minnast á fælingaráhrif refsingar á opna umræðu.Bandaríkin – haturs- áróður í þágu opinnar umræðu Hæstiréttur Bandaríkjanna tók þveröfugan pól í hæðina 2011 þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að meðlimir kirkjusafnaðar sem berst gegn samkynhneigð mættu mótmæla við útför hermanns á grundvelli tjáningarfrelsisins. Mótmælendur gerðu lögreglunni viðvart áður og stóðu þögulir með spjöld fyrir utan kirkjuna sem á stóð „Guði sé lof fyrir látna hermenn – Þið farið til helvítis – Guð hatar homma og Bandaríkin – Guði sé lof fyrir 11. september“. Hæstiréttur ýtti út af borðinu dómi undirréttar, sem hafði dæmt föður hins látna hermanns 5 milljónir dala í miskabætur. Á þeirri forsendu að stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi megi ekki skerða sagði dómstóllinn málfrelsið vera vald í sjálfu sér. Með því væri unnt að valda öðrum miklum sársauka. Bandaríska þjóðin hefði þó valið þá leið að standa vörð um alla orðræðu, sem innlegg í opinbera umræðu, jafnvel þótt framlagið væri ómerkilegt.Rússland – bann við áróðri fyrir samkynhneigð Nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með lögum (Feneyjanefnd) samþykkti í mars síðastliðnum álit á nýju lagafrumvarpi í Rússlandi, sem bannar áróður fyrir samkynhneigð meðal barna undir lögaldri, sem rússnesk stjórnvöld segja taka mið af þroska þeirra. Feneyjanefndin benti á ríkjandi tilhneigingu í mörgum ríkjum Mið- og Austur-Evrópu til að banna áróður fyrir samkynhneigð en sagði að bannið stæðist ekki alþjóðleg viðmið eða ákvæði Mannréttindasáttmála um tjáningarfrelsi, fundarfrelsi og bann við mismunun. Enda virtist markmið laganna ekki vera að efla hefðbundin fjölskyldugildi heldur skerða rétt þeirra sem væru öðruvísi.Bretland – bann við áróðri fyrir sinnaskiptum Hæstiréttur í Bretlandi komst að þeirri niðurstöðu sl. vor að ákvörðun stjórnar strætisvagna London um að banna auglýsingaborða á strætó sem hvöttu samkynhneigða til sinnaskipta væri lögmæt. Á auglýsingaborðunum átti að standa „Ekki hommi – fyrrverandi hommi – stoltur og sættu þig við það“. Þetta var umorðun á frægum slagorðum í Stonewall-mótmælum samkynhneigðra á sjöunda áratug í Bandaríkjunum: „Sumir eru hommar. Sættu þig við það!“ Rökin fyrir því að banna auglýsingarnar voru að ungt samkynhneigt fólk ætti margt erfitt uppdráttar, sætti einelti í skólum og yrði fyrir hatursárásum. Áróður fyrir afhommun myndi ýta undir fordóma.Vitundarvakning og pólitísk rétthugsun Barátta samkynhneigðra hefur eins og önnur mannréttindabarátta kostað blóð, svita og tár. Nú er samkynhneigð varin af friðhelgi einkalífs samkvæmt dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins en lögsaga hans nær til 47 ríkja Evrópuráðsins. Enginn á að gjalda fyrir það hvern hann elskar. Lög heimila skerðingu á tjáningarfrelsi vegna réttinda eða mannorðs annarra. Þar sem þetta er grundvallarréttur og lífæð lýðræðislegs samfélags er varasamt að setja tjáningu þröngar skorður. Tjáningarfrelsið verndar ekki aðeins upplýsingar og hugmyndir sem falla í kramið heldur einnig þær sem valda uppnámi, særa, hneyksla og koma róti á hugann. Aðalsmerki lýðræðisins er fjölhyggja, umburðarlyndi og víðsýni. Vitundarvakning verður vegna umræðu en ekki vegna þess að þaggað er niður í henni. Baráttan fyrir frelsi krefst stöðugrar árvekni. George Orwell varaði í bókinni 1984 við „Newspeak“, þeirri áráttu valdhafa að afmarka svigrúm orðræðunnar. Tjáningarfrelsið er meginvörn lýðræðisins og árveknin felst í stöðugri gagnrýni, endurnýjun á viðteknum hugmyndum og öflugum andmælum við tilhneigingu ráðandi afla til að njörva niður kerfi rétthugsunar.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun