Bíó og sjónvarp

Með hlutverk í Shakespeare-mynd

Ásgerður Ottesen skrifar
Milla Jovovich leikur í mynd sem byggð er á verki eftir Shakespeare.
Milla Jovovich leikur í mynd sem byggð er á verki eftir Shakespeare. Nordicphotos/getty
Staðfest hefur verið að leikkonan og fyrirsætan Milla Jovovich muni leika í nýjustu mynd leikstjórans Michaels Almereyda, sem er byggð á klassísku leikriti eftir Shakespeare og nefnist Cymbeline. Nú þegar hefur verið staðfest að stórleikararnir Ed Harris og Ethan Hawke ásamt Penn Badgley muni einnig fara með hlutverk í myndinni. Cymbeline er frekar hefðbundin Shakespeare-mynd þar sem svik, prettir og rómantík fléttast saman á einstakan hátt.

Drottningin sem Jovovich leikur er illgjörn og lævís karakter. Ed Harris fer með hlutverk kóngsins Hapless og Penn Badgley fer með hlutverk munaðarleysingjans Posthumus. Ekki er enn vitað hvert hlutverk hjartaknúsarans Ethans Hawke verður í myndinni. Þetta er í annað sinn sem leikstjórinn Almereyda leikstýrir kvikmynd sem byggð er á leikriti eftir Shakespeare, en flestir muna vafalaust eftir myndinni Hamlet, sem kom út árið 2000. Áætlað er að tökur hefjist 19. ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.