Ytra fullveldi Bjarni Már Magnússon skrifar 19. ágúst 2013 07:00 Algengt er þessi misserin að vísa í hugtakið fullveldi máli sínu til stuðnings þegar rætt er um samskipti við erlend ríki og alþjóðastofnanir. Oft vill þó gleymast að í hugtakinu felst vald til að gera samninga við önnur ríki og gerast aðili að alþjóðastofnunum. Fyrir níutíu árum, þann 17. ágúst 1923, tæpum fimm árum eftir að Ísland varð fullvalda, kvað Fasti alþjóðadómstóllinn, fyrirrennari Alþjóðadómstólsins í Haag, upp dóm í hinu svonefnda S.S. Wimbledon-máli. Umfjöllun dómsins um fullveldishugtakið er fyrir löngu orðin sígild og oft á tíðum vísað til hennar í fræðaskrifum sem og af alþjóðlegum dómstólum. Í málinu þurfti dómstóllinn að taka afstöðu til spurningarinnar hvernig ríki gæti verið fullvalda og á sama tíma skuldbundið alþjóðalögum með samningum við önnur ríki. Í stuttu máli, komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ríki sem tekur á sig skuldbindingar með þjóðréttarsamningi væri ekki að skerða fullveldi sitt, heldur að nota það. Legið fyrir í 90 ár Dómstóllinn tók skýrt fram að hann hafnaði, yfirhöfuð, að líta bæri á þjóðréttarlegar samningskuldbindingar ríkis um ákveðnar athafnir eða athafnaleysi sem skerðingu á fullveldi þess. Vissulega legðu samningsskuldbindingar kvaðir á framkvæmd fullveldisréttar ríkis, í þeim skilningi að þær skuldbinda ríki til að framkvæma þær með ákveðnum hætti. Aftur á móti væri rétturinn til að taka á sig alþjóðlegar skuldbindingar einn af eiginleikum fullveldis ríkja. Nú hefur sá skilningur legið fyrir í níutíu ár að þegar ríki tekur á sig skuldbindingar af þjóðréttarlegum toga sé ríkið að nota fullveldið en ekki afsala sér því. Af einhverjum sökum virðist þessu ekki mikið flaggað þrátt fyrir vinsældir hugtaksins í íslenskri þjóðmálaumræðu. Vonandi að einhver breyting verði þar á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Algengt er þessi misserin að vísa í hugtakið fullveldi máli sínu til stuðnings þegar rætt er um samskipti við erlend ríki og alþjóðastofnanir. Oft vill þó gleymast að í hugtakinu felst vald til að gera samninga við önnur ríki og gerast aðili að alþjóðastofnunum. Fyrir níutíu árum, þann 17. ágúst 1923, tæpum fimm árum eftir að Ísland varð fullvalda, kvað Fasti alþjóðadómstóllinn, fyrirrennari Alþjóðadómstólsins í Haag, upp dóm í hinu svonefnda S.S. Wimbledon-máli. Umfjöllun dómsins um fullveldishugtakið er fyrir löngu orðin sígild og oft á tíðum vísað til hennar í fræðaskrifum sem og af alþjóðlegum dómstólum. Í málinu þurfti dómstóllinn að taka afstöðu til spurningarinnar hvernig ríki gæti verið fullvalda og á sama tíma skuldbundið alþjóðalögum með samningum við önnur ríki. Í stuttu máli, komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ríki sem tekur á sig skuldbindingar með þjóðréttarsamningi væri ekki að skerða fullveldi sitt, heldur að nota það. Legið fyrir í 90 ár Dómstóllinn tók skýrt fram að hann hafnaði, yfirhöfuð, að líta bæri á þjóðréttarlegar samningskuldbindingar ríkis um ákveðnar athafnir eða athafnaleysi sem skerðingu á fullveldi þess. Vissulega legðu samningsskuldbindingar kvaðir á framkvæmd fullveldisréttar ríkis, í þeim skilningi að þær skuldbinda ríki til að framkvæma þær með ákveðnum hætti. Aftur á móti væri rétturinn til að taka á sig alþjóðlegar skuldbindingar einn af eiginleikum fullveldis ríkja. Nú hefur sá skilningur legið fyrir í níutíu ár að þegar ríki tekur á sig skuldbindingar af þjóðréttarlegum toga sé ríkið að nota fullveldið en ekki afsala sér því. Af einhverjum sökum virðist þessu ekki mikið flaggað þrátt fyrir vinsældir hugtaksins í íslenskri þjóðmálaumræðu. Vonandi að einhver breyting verði þar á.
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar