Tónlist

Um mann sem er að drukkna

Freyr Bjarnason skrifar
Hljómsveitin Lockerbie hefur gefið út lagið Heim og er það komið í útvarpsspilun.

„Við frumfluttum lagið á X-inu á miðvikudaginn og settum það á netið í kjölfarið,“ segir Þórður Páll Pálsson úr Lockerbie. „Við erum nokkuð sáttir við það. Þetta er fyrsta lagið af nýju plötunni okkar sem við erum að vinna í að klára og vonum að geti komið út í október.“

Aðspurður segist hann ekki vita nákvæmlega um hvað lagið er, enda samdi hann ekki textann. „Það hefur tekið mjög miklum hamskiptum. Það hét fyrst Eiturlyf en það var eitthvað djók á hljómsveitaræfingum. Núna er það um mann sem er að drukkna, held ég.“

Fyrsta plata Lockerbie, Ólgusjór, kom út í Japan og öllum þýskumælandi löndum og er mikill áhugi á að fá nýju plötuna inn á sömu markaði. Til að fylgja henni eftir spilaði sveitin í Evrópu á sínum tíma og stendur til að gera það sama til að fylgja eftir nýju plötunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×