Stjórnar fótboltaliði í gegnum síma frá Íslandi Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. ágúst 2013 23:00 Fótboltamaðurinn og leikarinn Vinnie Jones er staddur hér á landi við tökur á kvikmynd. Nordicphotos/getty Leikarinn, knattspyrnumaðurinn og harðjaxlinn Vinne Jones er staddur á Íslandi við tökur á kvikmyndinni Calculator, í framleiðslu Unified Media Group. Vinnie hefur lengi langað að koma til Íslands og finnst hann heppinn að fá að taka upp bíómynd hér á landi. Æskuvinur Vinnies varð fimmtugur á dögunum, og hann gat ekki hugsað sér betri leið til að fagna stóráfanganum en með veiðiferð á Íslandi. „Ísland er mjög fallegt land. Ferðin frá Keflavíkurflugvelli leið mjög fljótt því það var svo margt að sjá. Það kom mér á óvart. Ég er ekki mikið fyrir fossa en það fyrsta sem ég tek eftir þegar ég ferðast eru veiðivötn og golfvellir. Ég fékk æskuvin minn í heimsókn um helgina og við fögnuðum fimmtugsafmæli hans með því að fara að veiða,“ segir Vinnie.Í Hollywood snýst allt um stórstjörnurnar Aðspurður segist Vinnie hafa tekið að sér hlutverk í þessari mynd því honum fannst handritið spennandi og leikstjórinn frábær. „Sigurgeir Þórðarson hjá Sagafilm er mjög reyndur framleiðandi og tökuliðið er ástríðufullt. Ég miðla líka reynslu minni til þeirra og allir hér bera mikla virðingu fyrir verkefninu,“ segir Vinnie. „Í Hollywood ertu bara númer í svona stórum myndum og það snýst allt um stórstjörnurnar. Mér finnst skemmtilegra að leika í myndum eins og Calculator þar sem maður myndar persónulega tengingu við alla í tökuliðinu. Ég leik líka nær eingöngu í hasarmyndum og þessi mynd er svoleiðis. Ég fíla það,“ bætir Vinnie við.Stjórnar heilu fótboltaliði í gegnum síma Vinnie Jones er eigandi fótboltaliðsins Hollywood All-Stars, en liðið vann deildina í Bandaríkjunum um daginn. „Ég stjórnaði liðinu í gegnum síma frá Íslandi og býst ég við að símreikningurinn verði himinhár. Fótboltamenn í dag eru rokkstjörnur – ekki bara fótboltamenn. En leikurinn er mun skipulagðari og faglegri en þegar ég spilaði. Það heyrir fortíðinni til að vinna leik á laugardegi og fara strax á barinn að fá sér bjór.“ Vinnie segist þó vera farin að snúa sér meira að golfi, heldur en fótbolta um þessar mundir. „Ég horfi ekki mikið á fótbolta í dag – ég horfi frekar á golf. Þegar ég var að spila var ég mjög ástríðufullur og fannst heimurinn snúast um boltann. Ég hélt að fótbolti væri heimurinn en þegar maður hættir í honum þá kemst maður að því að svo er ekki,“ útskýrir Vinnie.Getur verið lýjandi starf Vinnie Jones hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum. Fyrsta hlutverk hans var í kvikmynd Guy Ritchie, Lock, Stock and Two Smoking Barrels, og svo stuttu síðar í mynd sama leikstjóra, Snatch við hlið Brad Pitt. Hann segir þó líf leikarans enginn dans á rósum. „Mér líður oft eins og farandsölumanni því ég lifi stundum í ferðatösku. Þetta líf er ekki eins heillandi og fólk heldur. Oft hef ég bara tíma til að koma heim til mín, taka upp úr töskunni, setja hrein föt í töskuna og fara svo aftur upp í flugvél. Það getur verið lýjandi stundum,“ segir Vinnie að lokum.úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar í MAí 1988. Vinnie Jones fagnar 4-0 sigri Wimbledon á Liverpool. NordicPhotos/GettyFrægur fyrir gróf brot Vinnie gerði garðinn frægan sem knattspyrnumaður og lék með Wimbledon, Leeds United og Chelsea, svo eitthvað sé nefnt. Hann er umdeildur maður og gaf meðal annars út Soccer‘s Hard Men; myndband þar sem hann kenndi áhorfendum að spila grófan fótbolta og ýmis fantabrögð sem fara fram hjá dómurum. Hann hlaut mikla gagnrýni fyrir vikið, sekt frá Enska knattspyrnusambandinu og stjórnarmaður Wimbledon lýsti Vinnie opinberlega sem „moskító-heila“. Nokkrum árum síðar sneri hann sér alfarið að leiklistinni. Hann þreytti frumraun sína á hvíta tjaldinu árið 1998 í kvikmyndinni Lock, Stock and Two Smoking Barrels og hefur síðan þá slegið í gegn í myndum á borð við Gone in 60 Seconds, Snatch og X-Men: The Last Stand. Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikarinn, knattspyrnumaðurinn og harðjaxlinn Vinne Jones er staddur á Íslandi við tökur á kvikmyndinni Calculator, í framleiðslu Unified Media Group. Vinnie hefur lengi langað að koma til Íslands og finnst hann heppinn að fá að taka upp bíómynd hér á landi. Æskuvinur Vinnies varð fimmtugur á dögunum, og hann gat ekki hugsað sér betri leið til að fagna stóráfanganum en með veiðiferð á Íslandi. „Ísland er mjög fallegt land. Ferðin frá Keflavíkurflugvelli leið mjög fljótt því það var svo margt að sjá. Það kom mér á óvart. Ég er ekki mikið fyrir fossa en það fyrsta sem ég tek eftir þegar ég ferðast eru veiðivötn og golfvellir. Ég fékk æskuvin minn í heimsókn um helgina og við fögnuðum fimmtugsafmæli hans með því að fara að veiða,“ segir Vinnie.Í Hollywood snýst allt um stórstjörnurnar Aðspurður segist Vinnie hafa tekið að sér hlutverk í þessari mynd því honum fannst handritið spennandi og leikstjórinn frábær. „Sigurgeir Þórðarson hjá Sagafilm er mjög reyndur framleiðandi og tökuliðið er ástríðufullt. Ég miðla líka reynslu minni til þeirra og allir hér bera mikla virðingu fyrir verkefninu,“ segir Vinnie. „Í Hollywood ertu bara númer í svona stórum myndum og það snýst allt um stórstjörnurnar. Mér finnst skemmtilegra að leika í myndum eins og Calculator þar sem maður myndar persónulega tengingu við alla í tökuliðinu. Ég leik líka nær eingöngu í hasarmyndum og þessi mynd er svoleiðis. Ég fíla það,“ bætir Vinnie við.Stjórnar heilu fótboltaliði í gegnum síma Vinnie Jones er eigandi fótboltaliðsins Hollywood All-Stars, en liðið vann deildina í Bandaríkjunum um daginn. „Ég stjórnaði liðinu í gegnum síma frá Íslandi og býst ég við að símreikningurinn verði himinhár. Fótboltamenn í dag eru rokkstjörnur – ekki bara fótboltamenn. En leikurinn er mun skipulagðari og faglegri en þegar ég spilaði. Það heyrir fortíðinni til að vinna leik á laugardegi og fara strax á barinn að fá sér bjór.“ Vinnie segist þó vera farin að snúa sér meira að golfi, heldur en fótbolta um þessar mundir. „Ég horfi ekki mikið á fótbolta í dag – ég horfi frekar á golf. Þegar ég var að spila var ég mjög ástríðufullur og fannst heimurinn snúast um boltann. Ég hélt að fótbolti væri heimurinn en þegar maður hættir í honum þá kemst maður að því að svo er ekki,“ útskýrir Vinnie.Getur verið lýjandi starf Vinnie Jones hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum. Fyrsta hlutverk hans var í kvikmynd Guy Ritchie, Lock, Stock and Two Smoking Barrels, og svo stuttu síðar í mynd sama leikstjóra, Snatch við hlið Brad Pitt. Hann segir þó líf leikarans enginn dans á rósum. „Mér líður oft eins og farandsölumanni því ég lifi stundum í ferðatösku. Þetta líf er ekki eins heillandi og fólk heldur. Oft hef ég bara tíma til að koma heim til mín, taka upp úr töskunni, setja hrein föt í töskuna og fara svo aftur upp í flugvél. Það getur verið lýjandi stundum,“ segir Vinnie að lokum.úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar í MAí 1988. Vinnie Jones fagnar 4-0 sigri Wimbledon á Liverpool. NordicPhotos/GettyFrægur fyrir gróf brot Vinnie gerði garðinn frægan sem knattspyrnumaður og lék með Wimbledon, Leeds United og Chelsea, svo eitthvað sé nefnt. Hann er umdeildur maður og gaf meðal annars út Soccer‘s Hard Men; myndband þar sem hann kenndi áhorfendum að spila grófan fótbolta og ýmis fantabrögð sem fara fram hjá dómurum. Hann hlaut mikla gagnrýni fyrir vikið, sekt frá Enska knattspyrnusambandinu og stjórnarmaður Wimbledon lýsti Vinnie opinberlega sem „moskító-heila“. Nokkrum árum síðar sneri hann sér alfarið að leiklistinni. Hann þreytti frumraun sína á hvíta tjaldinu árið 1998 í kvikmyndinni Lock, Stock and Two Smoking Barrels og hefur síðan þá slegið í gegn í myndum á borð við Gone in 60 Seconds, Snatch og X-Men: The Last Stand.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira