Stjórnar fótboltaliði í gegnum síma frá Íslandi Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. ágúst 2013 23:00 Fótboltamaðurinn og leikarinn Vinnie Jones er staddur hér á landi við tökur á kvikmynd. Nordicphotos/getty Leikarinn, knattspyrnumaðurinn og harðjaxlinn Vinne Jones er staddur á Íslandi við tökur á kvikmyndinni Calculator, í framleiðslu Unified Media Group. Vinnie hefur lengi langað að koma til Íslands og finnst hann heppinn að fá að taka upp bíómynd hér á landi. Æskuvinur Vinnies varð fimmtugur á dögunum, og hann gat ekki hugsað sér betri leið til að fagna stóráfanganum en með veiðiferð á Íslandi. „Ísland er mjög fallegt land. Ferðin frá Keflavíkurflugvelli leið mjög fljótt því það var svo margt að sjá. Það kom mér á óvart. Ég er ekki mikið fyrir fossa en það fyrsta sem ég tek eftir þegar ég ferðast eru veiðivötn og golfvellir. Ég fékk æskuvin minn í heimsókn um helgina og við fögnuðum fimmtugsafmæli hans með því að fara að veiða,“ segir Vinnie.Í Hollywood snýst allt um stórstjörnurnar Aðspurður segist Vinnie hafa tekið að sér hlutverk í þessari mynd því honum fannst handritið spennandi og leikstjórinn frábær. „Sigurgeir Þórðarson hjá Sagafilm er mjög reyndur framleiðandi og tökuliðið er ástríðufullt. Ég miðla líka reynslu minni til þeirra og allir hér bera mikla virðingu fyrir verkefninu,“ segir Vinnie. „Í Hollywood ertu bara númer í svona stórum myndum og það snýst allt um stórstjörnurnar. Mér finnst skemmtilegra að leika í myndum eins og Calculator þar sem maður myndar persónulega tengingu við alla í tökuliðinu. Ég leik líka nær eingöngu í hasarmyndum og þessi mynd er svoleiðis. Ég fíla það,“ bætir Vinnie við.Stjórnar heilu fótboltaliði í gegnum síma Vinnie Jones er eigandi fótboltaliðsins Hollywood All-Stars, en liðið vann deildina í Bandaríkjunum um daginn. „Ég stjórnaði liðinu í gegnum síma frá Íslandi og býst ég við að símreikningurinn verði himinhár. Fótboltamenn í dag eru rokkstjörnur – ekki bara fótboltamenn. En leikurinn er mun skipulagðari og faglegri en þegar ég spilaði. Það heyrir fortíðinni til að vinna leik á laugardegi og fara strax á barinn að fá sér bjór.“ Vinnie segist þó vera farin að snúa sér meira að golfi, heldur en fótbolta um þessar mundir. „Ég horfi ekki mikið á fótbolta í dag – ég horfi frekar á golf. Þegar ég var að spila var ég mjög ástríðufullur og fannst heimurinn snúast um boltann. Ég hélt að fótbolti væri heimurinn en þegar maður hættir í honum þá kemst maður að því að svo er ekki,“ útskýrir Vinnie.Getur verið lýjandi starf Vinnie Jones hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum. Fyrsta hlutverk hans var í kvikmynd Guy Ritchie, Lock, Stock and Two Smoking Barrels, og svo stuttu síðar í mynd sama leikstjóra, Snatch við hlið Brad Pitt. Hann segir þó líf leikarans enginn dans á rósum. „Mér líður oft eins og farandsölumanni því ég lifi stundum í ferðatösku. Þetta líf er ekki eins heillandi og fólk heldur. Oft hef ég bara tíma til að koma heim til mín, taka upp úr töskunni, setja hrein föt í töskuna og fara svo aftur upp í flugvél. Það getur verið lýjandi stundum,“ segir Vinnie að lokum.úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar í MAí 1988. Vinnie Jones fagnar 4-0 sigri Wimbledon á Liverpool. NordicPhotos/GettyFrægur fyrir gróf brot Vinnie gerði garðinn frægan sem knattspyrnumaður og lék með Wimbledon, Leeds United og Chelsea, svo eitthvað sé nefnt. Hann er umdeildur maður og gaf meðal annars út Soccer‘s Hard Men; myndband þar sem hann kenndi áhorfendum að spila grófan fótbolta og ýmis fantabrögð sem fara fram hjá dómurum. Hann hlaut mikla gagnrýni fyrir vikið, sekt frá Enska knattspyrnusambandinu og stjórnarmaður Wimbledon lýsti Vinnie opinberlega sem „moskító-heila“. Nokkrum árum síðar sneri hann sér alfarið að leiklistinni. Hann þreytti frumraun sína á hvíta tjaldinu árið 1998 í kvikmyndinni Lock, Stock and Two Smoking Barrels og hefur síðan þá slegið í gegn í myndum á borð við Gone in 60 Seconds, Snatch og X-Men: The Last Stand. Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Leikarinn, knattspyrnumaðurinn og harðjaxlinn Vinne Jones er staddur á Íslandi við tökur á kvikmyndinni Calculator, í framleiðslu Unified Media Group. Vinnie hefur lengi langað að koma til Íslands og finnst hann heppinn að fá að taka upp bíómynd hér á landi. Æskuvinur Vinnies varð fimmtugur á dögunum, og hann gat ekki hugsað sér betri leið til að fagna stóráfanganum en með veiðiferð á Íslandi. „Ísland er mjög fallegt land. Ferðin frá Keflavíkurflugvelli leið mjög fljótt því það var svo margt að sjá. Það kom mér á óvart. Ég er ekki mikið fyrir fossa en það fyrsta sem ég tek eftir þegar ég ferðast eru veiðivötn og golfvellir. Ég fékk æskuvin minn í heimsókn um helgina og við fögnuðum fimmtugsafmæli hans með því að fara að veiða,“ segir Vinnie.Í Hollywood snýst allt um stórstjörnurnar Aðspurður segist Vinnie hafa tekið að sér hlutverk í þessari mynd því honum fannst handritið spennandi og leikstjórinn frábær. „Sigurgeir Þórðarson hjá Sagafilm er mjög reyndur framleiðandi og tökuliðið er ástríðufullt. Ég miðla líka reynslu minni til þeirra og allir hér bera mikla virðingu fyrir verkefninu,“ segir Vinnie. „Í Hollywood ertu bara númer í svona stórum myndum og það snýst allt um stórstjörnurnar. Mér finnst skemmtilegra að leika í myndum eins og Calculator þar sem maður myndar persónulega tengingu við alla í tökuliðinu. Ég leik líka nær eingöngu í hasarmyndum og þessi mynd er svoleiðis. Ég fíla það,“ bætir Vinnie við.Stjórnar heilu fótboltaliði í gegnum síma Vinnie Jones er eigandi fótboltaliðsins Hollywood All-Stars, en liðið vann deildina í Bandaríkjunum um daginn. „Ég stjórnaði liðinu í gegnum síma frá Íslandi og býst ég við að símreikningurinn verði himinhár. Fótboltamenn í dag eru rokkstjörnur – ekki bara fótboltamenn. En leikurinn er mun skipulagðari og faglegri en þegar ég spilaði. Það heyrir fortíðinni til að vinna leik á laugardegi og fara strax á barinn að fá sér bjór.“ Vinnie segist þó vera farin að snúa sér meira að golfi, heldur en fótbolta um þessar mundir. „Ég horfi ekki mikið á fótbolta í dag – ég horfi frekar á golf. Þegar ég var að spila var ég mjög ástríðufullur og fannst heimurinn snúast um boltann. Ég hélt að fótbolti væri heimurinn en þegar maður hættir í honum þá kemst maður að því að svo er ekki,“ útskýrir Vinnie.Getur verið lýjandi starf Vinnie Jones hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum. Fyrsta hlutverk hans var í kvikmynd Guy Ritchie, Lock, Stock and Two Smoking Barrels, og svo stuttu síðar í mynd sama leikstjóra, Snatch við hlið Brad Pitt. Hann segir þó líf leikarans enginn dans á rósum. „Mér líður oft eins og farandsölumanni því ég lifi stundum í ferðatösku. Þetta líf er ekki eins heillandi og fólk heldur. Oft hef ég bara tíma til að koma heim til mín, taka upp úr töskunni, setja hrein föt í töskuna og fara svo aftur upp í flugvél. Það getur verið lýjandi stundum,“ segir Vinnie að lokum.úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar í MAí 1988. Vinnie Jones fagnar 4-0 sigri Wimbledon á Liverpool. NordicPhotos/GettyFrægur fyrir gróf brot Vinnie gerði garðinn frægan sem knattspyrnumaður og lék með Wimbledon, Leeds United og Chelsea, svo eitthvað sé nefnt. Hann er umdeildur maður og gaf meðal annars út Soccer‘s Hard Men; myndband þar sem hann kenndi áhorfendum að spila grófan fótbolta og ýmis fantabrögð sem fara fram hjá dómurum. Hann hlaut mikla gagnrýni fyrir vikið, sekt frá Enska knattspyrnusambandinu og stjórnarmaður Wimbledon lýsti Vinnie opinberlega sem „moskító-heila“. Nokkrum árum síðar sneri hann sér alfarið að leiklistinni. Hann þreytti frumraun sína á hvíta tjaldinu árið 1998 í kvikmyndinni Lock, Stock and Two Smoking Barrels og hefur síðan þá slegið í gegn í myndum á borð við Gone in 60 Seconds, Snatch og X-Men: The Last Stand.
Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira