Innlent

Jón Baldvin kennir í Háskóla Íslands

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Hér tekur Jón Baldvin Hannibalsson við árþúsundsorðu úr hendi Vygaudas Usackas, þáverandi utanríkisráðherra Litháens, árið 2009.
Hér tekur Jón Baldvin Hannibalsson við árþúsundsorðu úr hendi Vygaudas Usackas, þáverandi utanríkisráðherra Litháens, árið 2009.
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, mun nú í haust kenna á námskeiði við Háskóla Íslands um smáþjóðir og hvernig þeim farnast í alþjóðakerfinu.

Námskeiðið fer fram á ensku enda margir stúdentanna erlendis frá.

Síðastliðið vor kenndi Jón Baldvin sambærilegt námskeið við Alþjóðamálastofnun háskólans í Vilníus í Litháen.

Tildrögin voru þau að síðastliðið haust var hann heiðursgestur á þingi Eystrasaltsþjóða og flutti þar stefnuræðu um hina alþjóðlegu fjármálakreppu og kreppuna á evrusvæðinu sérstaklega.

„Þar færði ég rök fyrir því að hið alþjóðlega fjármálakerfi væri fársjúkt,“ segir Jón Baldvin. „Eftirlitslausar fjárglæfrastofnanir væru að kafsigla hvert þjóðríkið á fætur öðru. Ef ekkert yrði að gert myndu tíðar fjármálakreppur tröllríða alþjóðahagkerfinu í náinni framtíð með ófyrirsjáanlega hörmulegum afleiðingum. Afleiðingarnar blasa nú þegar við. Þær birtast í sívaxandi misskiptingu auðs og tekna innan einstakra þjóðfélaga.“

Í framhaldi af erindinu var Jón Baldvin beðinn um að útfæra þessar kenningar nánar á námskeiði við háskólann í Vilníus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×