Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2013 00:01 Sigurður Ragnar Eyjólfsson ræðir við íslensku landsliðsstelpurnar. Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmenn kvennalandsliðsins eða íslensks félagsliðs beita sér fyrir því að þjálfari hætti störfum eins og sést á tveimur dæmum neðst í umfjölluninni. Tæpri sjö ára vertíð Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar sem landsliðsþjálfara kvenna er nýlokið. Stelpurnar okkar komust í átta liða úrslit á Evrópumótinu í Svíþjóð í júlí og í kjölfarið rann samningurinn við Sigurð út. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti að veita framkvæmdastjóranum, Þóri Hákonarsyni, umboð til þess að semja við Sigurð á nýjan leik. Eftir tíu daga umhugsunartíma afþakkaði hann boðið. Hávær orðrómur hefur verið um óánægju meðal leikmanna landsliðsins með störf Sigurðar Ragnars í töluverðan tíma. Hvorki þjálfari né leikmenn liðsins höfðu þó gefið orðróminum byr undir báða vængi í samtali við fjölmiðla. Það breyttist þó í vikunni. Þórir staðfesti þá, aðspurður í viðtali við útvarpsþáttinn Reitarboltann, að hann hefði heyrt af bréfi frá ósáttum landsliðskonum til Sigurðar Ragnars. Í sama þætti svaraði Sigurður Ragnar því til að fjórir leikmenn hefðu sent sér bréf. „Að þessu sinni voru einhverjir leikmenn sem fengu lítið að spila í lokakeppninni óánægðir. Ein þeirra fékk ekkert að spila. Þetta eru reynslumiklir leikmenn sem eru vanir því að vera lykilmenn í sínu liði,“ sagði Sigurður. Á meðan bréfritararnir fjórir voru ónafngreindir lágu fleiri landsliðsmenn undir grun. Sumir voru alls ekki sammála því að bréf skyldi sent og eru ósáttir við að vera bendlaðir við það. Áður en nöfn viðkomandi voru birt var þeim gefinn kostur á að segja sína hlið á málinu. Voru leikmennirnir, líkt og landsliðsþjálfarinn, á þeirri skoðun að frekari umfjöllun um málið í fjölmiðlum yrði landsliðinu ekki til góðs. Gáfu þau því ekki kost á viðtali. Þóra Björg Helgadóttir eftir landsleik Íslands og Búlgaríu árið 2010. Ástæða bréfaskrifa ókunn Enginn leikmaður í íslenska landsliðinu sem blaðamaður ræddi við í vikunni vildi koma fram undir nafni. Meirihluti þeirra sem verið hafa í eldlínunni í tíð Sigurðar virðist þó hafa verið sammála því að tími hafi verið kominn á Sigurð Ragnar eftir langan tíma í starfi. Þó var það alls ekki þannig að allir leikmenn landsliðsins væru tilbúnir að setja nafn sitt á blað skoðun sinni til stuðnings. Einn reynslumikill leikmaður hafði á orði að þrátt fyrir að henni fyndist kominn tími á breytingar væri það ekki í hennar verkahring að hafa áhrif á það. Leikmenn væru valdir í landsliðið hverju sinni og hlutverk annarra að velja skipstjóra í brúna. Óánægja leikmanna í félagsliðum, landsliðum og á almennum vinnustöðum er daglegt brauð. Öðru máli gildir þegar „starfsmenn“ senda „yfirmanni“ sínum bréf og reyna að hafa áhrif á framtíð hans í starfi. Ekki liggur hins vegar fullkomlega ljóst fyrir hvers vegna bréfskrif urðu ofan á. „Knattspyrnusambandinu fannst ekki nóg að fá símtöl og báðu um eitthvað svona. Það ætti því kannski að hringja í Þóri framkvæmdastjóra og spyrja hann,“ sagði Edda Garðarsdóttir í viðtali við Vísi í vikunni. Landsliðskonan þrautreynda var nokkuð óvænt ekki í lokahópnum fyrir Evrópumótið í Svíþjóð. Framkvæmdastjóri KSÍ er í vikufríi en formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, fullyrti í samtali við Fréttablaðið að framkvæmdastjórinn hefði ekki beðið um bréf, hvorki til knattspyrnusambandsins né þjálfarans. Þar stendur því orð gegn orði. Katrín Ómarsdóttir á æfingu með íslenska landsliðinu. Lítill spiltími hjá þremur Ljóst er að óánægja leikmannanna fjögurra beindist ekki aðeins að litlum leiktíma eins og Sigurður Ragnar sagði í áðurnefndu viðtali. Sif Atladóttir spilaði afar stórt hlutverk í lokakeppninni og hefur alltaf gert í landsliðinu. Ljóst er að óánægja hennar beinist að öðru. Hinar þrjár spiluðu hins vegar minna en reiknað var með. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir var óvænt ekki í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum gegn Noregi. Þau vonbrigði bættust því við áfallið þegar sambýliskona hennar, Edda Garðarsdóttir, var ekki valin í lokahópinn tveimur vikum fyrr. Pirringur Ólínu eftir umræddan jafnteflisleik fór ekki fram hjá íslenskum fjölmiðlamönnum. Á meðan aðrir leikmenn landsliðsins veittu viðtöl með bros á vör, eftir að fyrsta stig íslensks A-landsliðs á stórmóti var í höfn, strunsaði Ólína fram hjá blaðamönnum. Gaf hún ekki kost á viðtölum fyrr en eftir annan leik liðsins. Katrín Ómarsdóttir var sömuleiðis ekki í byrjunarliðinu í fyrstu tveimur leikjum Íslands. Miðjumaðurinn kom inn á í hálfleik í öðrum leiknum gegn Þjóðverjum en meiddist um miðjan hálfleikinn. Þurfti Sigurður Ragnar að nota sína síðustu skiptingu til að bregðast við meiðslum hennar. Var greinilegt að þjálfarinn var allt annað en sáttur. Katrín yfirgaf Svíþjóð í kjölfarið vegna meiðsla sinna og hélt til Englands þar sem hún leikur með kvennaliði Liverpool. Þóra Björg hefur verið fyrsti kostur í stöðu markvarðar stærstan hluta síns ferils. Vegna meiðsla sem hún varð fyrir aftan í læri í aðdraganda mótsins kom það í hlut Guðbjargar Gunnarsdóttur að standa vaktina. Gerði hún það með slíkri prýði að engin ástæða var til að skipta um markvörð þótt Þóra teldi sig klára í slaginn. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir hitar upp fyrir landsleik Íslands og Svíþjóðar á EM í sumar.Fréttablaðið/Daníel Hvar liggja mörkin? Að ofansögðu er ljóst að þrír af fjórum bréfariturum höfðu ástæðu til þess að vera svekktir með hve lítinn þátt þeir tóku á EM. Jafnljóst er að lítill spiltími einn og sér á stórmótinu var ekki ástæðan fyrir því að þessi tími var valinn til að tjá skoðun sína formlega. Sú ákvörðun Sigurðar Ragnars að gefa sér tíma og velta fyrir sér hvort hann ætti að halda áfram í starfi sínu sem landsliðsþjálfari, spilaði þar inn í. Leikmenn landsliðsins, sem og margir aðrir, reiknuðu með að þjálfarinn myndi láta af störfum eftir mótið. Samningurinn var úti og tími hans í starfi hafði verið langur á mælikvarða landsliðsþjálfara, auk þess sem árangurinn í Svíþjóð var vonum framar. Nú var möguleiki á að Sigurður yrði áfram með liðið. Leikmennirnir þurftu því að koma skoðunum sínum á framfæri áður en skrifað yrði undir nýjan samning. Sigurður wsagði þó, í áðurnefndu viðtali við Reitarboltann, að bréfið hefði ekki haft áhrif á ákvörðun sína. Leikmennirnir fjórir, sem samanlagt eiga 266 A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd, eru gríðarlega metnaðarfullir. Þær, líkt og félagar þeirra í landsliðinu, hafa fórnað ýmsu fyrir þjóð sína, verið henni til sóma og gert hana stolta í fjölmörg ár. Landsliðskonur hafa hætt námi, verið í fjarsambandi við unnusta eða frestað barneignum til að spila með sterkum liðum erlendis og þannig styrkja landslið Íslands. Að spila með landsliðinu er þeirra hápunktur. Þeirra heimur er annarra en fulltrúa Íslands í karlalandsliðinu, sem þéna flestir hverjir milljónir á mánuði hjá félagsliðum sínum. Spurningin sem eftir stendur er samt sem áður þessi. Hversu mikil áhrif eiga landsliðsmenn að hafa á hver þjálfi landsliðið? Að koma skoðunum á framfæri er eitt, gott og gilt. Að beita sér fyrir því að þjálfari hætti störfum er annað. Dæmin í íslenskri kvennaknattspyrnu eru fleiri en þetta, eins og kemur fram efst á síðunni. Hvar liggja mörkin? Eiga leikmenn að vera hafðir með í ráðum við val á næsta þjálfara? Sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Sif Atladóttir mundar langt innkast í leik gegn Ungverjum. Ákveðin tegund mannfólks Langflestum leikmönnum landsliðsins til hróss sveif gleði og léttleiki yfir vötnum í Svíþjóð þrátt fyrir erfitt gengi og dapurt andrúmsloft í herbúðum liðsins í aðdraganda mótsins. „Við tókum liðsfund fyrir mótið og ákváðum að vera rosalega jákvæðar og skemmta okkur. Við vissum að það myndi skipta máli,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir í viðtali við Fréttablaðið að mótinu loknu. Árangurinn lét ekki á sér standa og markmið liðsins náðist. Fyrir fólkið sem mætir á völlinn og styður stelpurnar okkar er það nefnilega árangurinn á vellinum sem skiptir máli. Fróðlegt verður að sjá hver tekur við landsliðinu af Sigurði Ragnari, landsliði sem undanfarinn áratug hefur verið flaggskip íslenskrar knattspyrnu og látið kollega sína í karlaliðinu líta illa út í samanburði. Ein þeirra sem kemur sterklega til greina er Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í Svíþjóð. Elísabet hefur mikla reynslu af þjálfun kvennaliða og ræddi um vandamál við þjálfun kvennaliða, í tengslum við meintan orðróm um gjá á milli leikmanna og þjálfara kvennalandsliðsins, í viðtali við Fótbolta.net í aðdraganda Evrópumótsins. „Það er ekki auðvelt. Við erum ákveðin tegund mannfólks sem búum til svolítið drama og það er erfitt að þjálfa hóp af stelpum. Þegar þessi þreyta kemur upp kemur hún upp á milli starfsliðs og leikmanna. Þá þarf maður að vera klókur ef maður ætlar að halda áfram í lengri tíma.“ Góð ráð fyrir næsta landsliðsþjálfara Íslands. Byrjunarlið Íslands í umspilsleiknum gegn Úkraínu síðastliðið haust. Þegar tíu leikmenn ráku landsliðsþjálfarann Þann 7. mars árið 2000 hætti Þórður Lárusson störfum sem landsliðsþjálfari kvenna eftir rúmt ár í starfi. Þórður hafði stýrt liðinu í þremur leikjum, gert jafntefli gegn Ítalíu og Úkraínu en tapað gegn Þýskalandi. Í fjölmiðlum var greint frá því að tíu landsliðskonur hefðu neitað að leika með liðinu á meðan Þórður stýrði því. Eftir fund Þórðar og Eggerts Magnússonar, þáverandi formanns KSÍ, var ákveðið að hann léti af störfum. „Það var eitthvað hópefli sem fór af stað og Edda Garðarsdóttir stóð framarlega í því þrátt fyrir ungan aldur,“ segir Þórður í samtali við Fréttablaðið. Ummæli Eddu um Sigurð Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfara í vikunni, hafi því ekki komið honum á óvart. Þóra Helgadóttir var einnig á meðal þeirra sem vildu hann burt að sögn landsliðsþjálfarans fyrrverandi. Sjá einnig: Þóra segir Þórð hafa boðið leikmönnum upp á herbergi Þórður hefur til þessa ekki tjáð sig opinberlega um málið. Honum var ráðlagt að gera það ekki af Eggerti Magnússyni og Atla Eðvaldssyni, þáverandi landsliðsþjálfara. „Þeir sögðu að ég gæti aldrei átt síðasta orðið gegn konum í knattspyrnu.“ Landsliðsnefnd kvenna var á þessum tíma eingöngu skipuð konum. Þórður hafði ætlað að endurnýja í landsliðinu og borið málin undir kvennanefndina á trúnaðarfundi. „Ég var ekki fyrr kominn heim af þesum fundi en hringt var í mig frá Morgunblaðinu og spurt hvort það væri mikil óánægja hjá leikmönnum kvennalandsliðsins. Atburðarásin sem fór í gang var með ólíkindum," segir Þórður. Umfjöllun um málið á sínum tíma má sjá bæði í DV og Morgunblaðinu. Edda Garðasdóttir á æfingu með íslenska landsliðinu.Mynd/Stefán Taplausi þjálfarinn sem þurfti að hætta Haustið 2005 stóð Breiðablik uppi sem Íslands- og bikarmeistara í meistaraflokki kvenna. Þrátt fyrir það átti þáverandi þjálfari liðsins, Úlfar Hinriksson, ekki kost á að halda áfram í starfi. Úlfar, sem í dag er aðstoðarþjálfari karlaliðs Breiðabliks, missti samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins tökin á hópnum snemma. Ósætti tveggja leikmanna hver ætti að vera fyrirliði reyndist erfitt að meðhöndla. Fyrir mótið fékk liðið landsliðsmennina Eddu Garðarsdóttur og Guðlaugu Jónsdóttur frá KR, Þóru Helgadóttur frá Kolbotn í Noregi auk erlendra leikmanna sem reyndust vel. Fyrir var liðið ágætlega mannað. Þrátt fyrir það var liðinu aðeins spáð 3. sæti í deildinni. Beðið var með þá erfiðu ákvörðun að tilkynna hvor ætti að vera fyrirliði, Edda eða Þóra, þar til rétt fyrir fyrsta leik. Báðar höfðu gegnt fyrirliða- eða varafyrirliðastöðum hjá félagsliðum og yngri landsliðum. Tveir augljósir kostir en aðeins eitt fyrirliðaband. Edda varð fyrir valinu sem Þóra tók afar stinnt upp. Þegar Edda var rekin af velli í leik gegn Stjörnunni, fyrir svívirðingar í garð leikmanns Stjörnunnar, vandaðist málið enn frekar. Þóra gerði kröfu til fyrirliðabandsins sem hún að lokum fékk í gegn. Í bæði skiptin sem nýr fyrirliði var tilkynntur fékk þjálfarinn, þá óreyndi, hluta leikmanna upp á móti sér. Um mitt mót var stærstur hluti leikmanna á móti Úlfari og vildu hann burt. Liðið var hins vegar ósigrandi og erfitt fyrir stjórnina að bregðast við gagnrýni leikmanna. Því var beðið með það þar til að mótinu loknu. Breiðablik hefur ekki unnið titil í kvennaknattspyrnu síðan sumarið 2005. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Edda: Gott fyrir alla að Siggi snúi sér að öðru KSÍ leitar nú að eftirmanni Sigurðar Ragnars Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfara, en hann hætti með landsliðið á föstudaginn. Sigurður hafði verið með liðið í tæplega sjö ár og komið íslenska kvennalandsliðinu í tvígang á stórmót. 19. ágúst 2013 14:39 Ósáttir reynsluboltar vildu losna við Sigurð Ragnar Fjórir reynslumiklir leikmenn í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu sendu landsliðsþjálfaranum, Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, bréf á dögunum. Þar tjáðu þær honum þá skoðun sína að hann ætti ekki að halda áfram í starfi sínu. 19. ágúst 2013 12:04 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmenn kvennalandsliðsins eða íslensks félagsliðs beita sér fyrir því að þjálfari hætti störfum eins og sést á tveimur dæmum neðst í umfjölluninni. Tæpri sjö ára vertíð Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar sem landsliðsþjálfara kvenna er nýlokið. Stelpurnar okkar komust í átta liða úrslit á Evrópumótinu í Svíþjóð í júlí og í kjölfarið rann samningurinn við Sigurð út. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti að veita framkvæmdastjóranum, Þóri Hákonarsyni, umboð til þess að semja við Sigurð á nýjan leik. Eftir tíu daga umhugsunartíma afþakkaði hann boðið. Hávær orðrómur hefur verið um óánægju meðal leikmanna landsliðsins með störf Sigurðar Ragnars í töluverðan tíma. Hvorki þjálfari né leikmenn liðsins höfðu þó gefið orðróminum byr undir báða vængi í samtali við fjölmiðla. Það breyttist þó í vikunni. Þórir staðfesti þá, aðspurður í viðtali við útvarpsþáttinn Reitarboltann, að hann hefði heyrt af bréfi frá ósáttum landsliðskonum til Sigurðar Ragnars. Í sama þætti svaraði Sigurður Ragnar því til að fjórir leikmenn hefðu sent sér bréf. „Að þessu sinni voru einhverjir leikmenn sem fengu lítið að spila í lokakeppninni óánægðir. Ein þeirra fékk ekkert að spila. Þetta eru reynslumiklir leikmenn sem eru vanir því að vera lykilmenn í sínu liði,“ sagði Sigurður. Á meðan bréfritararnir fjórir voru ónafngreindir lágu fleiri landsliðsmenn undir grun. Sumir voru alls ekki sammála því að bréf skyldi sent og eru ósáttir við að vera bendlaðir við það. Áður en nöfn viðkomandi voru birt var þeim gefinn kostur á að segja sína hlið á málinu. Voru leikmennirnir, líkt og landsliðsþjálfarinn, á þeirri skoðun að frekari umfjöllun um málið í fjölmiðlum yrði landsliðinu ekki til góðs. Gáfu þau því ekki kost á viðtali. Þóra Björg Helgadóttir eftir landsleik Íslands og Búlgaríu árið 2010. Ástæða bréfaskrifa ókunn Enginn leikmaður í íslenska landsliðinu sem blaðamaður ræddi við í vikunni vildi koma fram undir nafni. Meirihluti þeirra sem verið hafa í eldlínunni í tíð Sigurðar virðist þó hafa verið sammála því að tími hafi verið kominn á Sigurð Ragnar eftir langan tíma í starfi. Þó var það alls ekki þannig að allir leikmenn landsliðsins væru tilbúnir að setja nafn sitt á blað skoðun sinni til stuðnings. Einn reynslumikill leikmaður hafði á orði að þrátt fyrir að henni fyndist kominn tími á breytingar væri það ekki í hennar verkahring að hafa áhrif á það. Leikmenn væru valdir í landsliðið hverju sinni og hlutverk annarra að velja skipstjóra í brúna. Óánægja leikmanna í félagsliðum, landsliðum og á almennum vinnustöðum er daglegt brauð. Öðru máli gildir þegar „starfsmenn“ senda „yfirmanni“ sínum bréf og reyna að hafa áhrif á framtíð hans í starfi. Ekki liggur hins vegar fullkomlega ljóst fyrir hvers vegna bréfskrif urðu ofan á. „Knattspyrnusambandinu fannst ekki nóg að fá símtöl og báðu um eitthvað svona. Það ætti því kannski að hringja í Þóri framkvæmdastjóra og spyrja hann,“ sagði Edda Garðarsdóttir í viðtali við Vísi í vikunni. Landsliðskonan þrautreynda var nokkuð óvænt ekki í lokahópnum fyrir Evrópumótið í Svíþjóð. Framkvæmdastjóri KSÍ er í vikufríi en formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, fullyrti í samtali við Fréttablaðið að framkvæmdastjórinn hefði ekki beðið um bréf, hvorki til knattspyrnusambandsins né þjálfarans. Þar stendur því orð gegn orði. Katrín Ómarsdóttir á æfingu með íslenska landsliðinu. Lítill spiltími hjá þremur Ljóst er að óánægja leikmannanna fjögurra beindist ekki aðeins að litlum leiktíma eins og Sigurður Ragnar sagði í áðurnefndu viðtali. Sif Atladóttir spilaði afar stórt hlutverk í lokakeppninni og hefur alltaf gert í landsliðinu. Ljóst er að óánægja hennar beinist að öðru. Hinar þrjár spiluðu hins vegar minna en reiknað var með. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir var óvænt ekki í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum gegn Noregi. Þau vonbrigði bættust því við áfallið þegar sambýliskona hennar, Edda Garðarsdóttir, var ekki valin í lokahópinn tveimur vikum fyrr. Pirringur Ólínu eftir umræddan jafnteflisleik fór ekki fram hjá íslenskum fjölmiðlamönnum. Á meðan aðrir leikmenn landsliðsins veittu viðtöl með bros á vör, eftir að fyrsta stig íslensks A-landsliðs á stórmóti var í höfn, strunsaði Ólína fram hjá blaðamönnum. Gaf hún ekki kost á viðtölum fyrr en eftir annan leik liðsins. Katrín Ómarsdóttir var sömuleiðis ekki í byrjunarliðinu í fyrstu tveimur leikjum Íslands. Miðjumaðurinn kom inn á í hálfleik í öðrum leiknum gegn Þjóðverjum en meiddist um miðjan hálfleikinn. Þurfti Sigurður Ragnar að nota sína síðustu skiptingu til að bregðast við meiðslum hennar. Var greinilegt að þjálfarinn var allt annað en sáttur. Katrín yfirgaf Svíþjóð í kjölfarið vegna meiðsla sinna og hélt til Englands þar sem hún leikur með kvennaliði Liverpool. Þóra Björg hefur verið fyrsti kostur í stöðu markvarðar stærstan hluta síns ferils. Vegna meiðsla sem hún varð fyrir aftan í læri í aðdraganda mótsins kom það í hlut Guðbjargar Gunnarsdóttur að standa vaktina. Gerði hún það með slíkri prýði að engin ástæða var til að skipta um markvörð þótt Þóra teldi sig klára í slaginn. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir hitar upp fyrir landsleik Íslands og Svíþjóðar á EM í sumar.Fréttablaðið/Daníel Hvar liggja mörkin? Að ofansögðu er ljóst að þrír af fjórum bréfariturum höfðu ástæðu til þess að vera svekktir með hve lítinn þátt þeir tóku á EM. Jafnljóst er að lítill spiltími einn og sér á stórmótinu var ekki ástæðan fyrir því að þessi tími var valinn til að tjá skoðun sína formlega. Sú ákvörðun Sigurðar Ragnars að gefa sér tíma og velta fyrir sér hvort hann ætti að halda áfram í starfi sínu sem landsliðsþjálfari, spilaði þar inn í. Leikmenn landsliðsins, sem og margir aðrir, reiknuðu með að þjálfarinn myndi láta af störfum eftir mótið. Samningurinn var úti og tími hans í starfi hafði verið langur á mælikvarða landsliðsþjálfara, auk þess sem árangurinn í Svíþjóð var vonum framar. Nú var möguleiki á að Sigurður yrði áfram með liðið. Leikmennirnir þurftu því að koma skoðunum sínum á framfæri áður en skrifað yrði undir nýjan samning. Sigurður wsagði þó, í áðurnefndu viðtali við Reitarboltann, að bréfið hefði ekki haft áhrif á ákvörðun sína. Leikmennirnir fjórir, sem samanlagt eiga 266 A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd, eru gríðarlega metnaðarfullir. Þær, líkt og félagar þeirra í landsliðinu, hafa fórnað ýmsu fyrir þjóð sína, verið henni til sóma og gert hana stolta í fjölmörg ár. Landsliðskonur hafa hætt námi, verið í fjarsambandi við unnusta eða frestað barneignum til að spila með sterkum liðum erlendis og þannig styrkja landslið Íslands. Að spila með landsliðinu er þeirra hápunktur. Þeirra heimur er annarra en fulltrúa Íslands í karlalandsliðinu, sem þéna flestir hverjir milljónir á mánuði hjá félagsliðum sínum. Spurningin sem eftir stendur er samt sem áður þessi. Hversu mikil áhrif eiga landsliðsmenn að hafa á hver þjálfi landsliðið? Að koma skoðunum á framfæri er eitt, gott og gilt. Að beita sér fyrir því að þjálfari hætti störfum er annað. Dæmin í íslenskri kvennaknattspyrnu eru fleiri en þetta, eins og kemur fram efst á síðunni. Hvar liggja mörkin? Eiga leikmenn að vera hafðir með í ráðum við val á næsta þjálfara? Sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Sif Atladóttir mundar langt innkast í leik gegn Ungverjum. Ákveðin tegund mannfólks Langflestum leikmönnum landsliðsins til hróss sveif gleði og léttleiki yfir vötnum í Svíþjóð þrátt fyrir erfitt gengi og dapurt andrúmsloft í herbúðum liðsins í aðdraganda mótsins. „Við tókum liðsfund fyrir mótið og ákváðum að vera rosalega jákvæðar og skemmta okkur. Við vissum að það myndi skipta máli,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir í viðtali við Fréttablaðið að mótinu loknu. Árangurinn lét ekki á sér standa og markmið liðsins náðist. Fyrir fólkið sem mætir á völlinn og styður stelpurnar okkar er það nefnilega árangurinn á vellinum sem skiptir máli. Fróðlegt verður að sjá hver tekur við landsliðinu af Sigurði Ragnari, landsliði sem undanfarinn áratug hefur verið flaggskip íslenskrar knattspyrnu og látið kollega sína í karlaliðinu líta illa út í samanburði. Ein þeirra sem kemur sterklega til greina er Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í Svíþjóð. Elísabet hefur mikla reynslu af þjálfun kvennaliða og ræddi um vandamál við þjálfun kvennaliða, í tengslum við meintan orðróm um gjá á milli leikmanna og þjálfara kvennalandsliðsins, í viðtali við Fótbolta.net í aðdraganda Evrópumótsins. „Það er ekki auðvelt. Við erum ákveðin tegund mannfólks sem búum til svolítið drama og það er erfitt að þjálfa hóp af stelpum. Þegar þessi þreyta kemur upp kemur hún upp á milli starfsliðs og leikmanna. Þá þarf maður að vera klókur ef maður ætlar að halda áfram í lengri tíma.“ Góð ráð fyrir næsta landsliðsþjálfara Íslands. Byrjunarlið Íslands í umspilsleiknum gegn Úkraínu síðastliðið haust. Þegar tíu leikmenn ráku landsliðsþjálfarann Þann 7. mars árið 2000 hætti Þórður Lárusson störfum sem landsliðsþjálfari kvenna eftir rúmt ár í starfi. Þórður hafði stýrt liðinu í þremur leikjum, gert jafntefli gegn Ítalíu og Úkraínu en tapað gegn Þýskalandi. Í fjölmiðlum var greint frá því að tíu landsliðskonur hefðu neitað að leika með liðinu á meðan Þórður stýrði því. Eftir fund Þórðar og Eggerts Magnússonar, þáverandi formanns KSÍ, var ákveðið að hann léti af störfum. „Það var eitthvað hópefli sem fór af stað og Edda Garðarsdóttir stóð framarlega í því þrátt fyrir ungan aldur,“ segir Þórður í samtali við Fréttablaðið. Ummæli Eddu um Sigurð Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfara í vikunni, hafi því ekki komið honum á óvart. Þóra Helgadóttir var einnig á meðal þeirra sem vildu hann burt að sögn landsliðsþjálfarans fyrrverandi. Sjá einnig: Þóra segir Þórð hafa boðið leikmönnum upp á herbergi Þórður hefur til þessa ekki tjáð sig opinberlega um málið. Honum var ráðlagt að gera það ekki af Eggerti Magnússyni og Atla Eðvaldssyni, þáverandi landsliðsþjálfara. „Þeir sögðu að ég gæti aldrei átt síðasta orðið gegn konum í knattspyrnu.“ Landsliðsnefnd kvenna var á þessum tíma eingöngu skipuð konum. Þórður hafði ætlað að endurnýja í landsliðinu og borið málin undir kvennanefndina á trúnaðarfundi. „Ég var ekki fyrr kominn heim af þesum fundi en hringt var í mig frá Morgunblaðinu og spurt hvort það væri mikil óánægja hjá leikmönnum kvennalandsliðsins. Atburðarásin sem fór í gang var með ólíkindum," segir Þórður. Umfjöllun um málið á sínum tíma má sjá bæði í DV og Morgunblaðinu. Edda Garðasdóttir á æfingu með íslenska landsliðinu.Mynd/Stefán Taplausi þjálfarinn sem þurfti að hætta Haustið 2005 stóð Breiðablik uppi sem Íslands- og bikarmeistara í meistaraflokki kvenna. Þrátt fyrir það átti þáverandi þjálfari liðsins, Úlfar Hinriksson, ekki kost á að halda áfram í starfi. Úlfar, sem í dag er aðstoðarþjálfari karlaliðs Breiðabliks, missti samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins tökin á hópnum snemma. Ósætti tveggja leikmanna hver ætti að vera fyrirliði reyndist erfitt að meðhöndla. Fyrir mótið fékk liðið landsliðsmennina Eddu Garðarsdóttur og Guðlaugu Jónsdóttur frá KR, Þóru Helgadóttur frá Kolbotn í Noregi auk erlendra leikmanna sem reyndust vel. Fyrir var liðið ágætlega mannað. Þrátt fyrir það var liðinu aðeins spáð 3. sæti í deildinni. Beðið var með þá erfiðu ákvörðun að tilkynna hvor ætti að vera fyrirliði, Edda eða Þóra, þar til rétt fyrir fyrsta leik. Báðar höfðu gegnt fyrirliða- eða varafyrirliðastöðum hjá félagsliðum og yngri landsliðum. Tveir augljósir kostir en aðeins eitt fyrirliðaband. Edda varð fyrir valinu sem Þóra tók afar stinnt upp. Þegar Edda var rekin af velli í leik gegn Stjörnunni, fyrir svívirðingar í garð leikmanns Stjörnunnar, vandaðist málið enn frekar. Þóra gerði kröfu til fyrirliðabandsins sem hún að lokum fékk í gegn. Í bæði skiptin sem nýr fyrirliði var tilkynntur fékk þjálfarinn, þá óreyndi, hluta leikmanna upp á móti sér. Um mitt mót var stærstur hluti leikmanna á móti Úlfari og vildu hann burt. Liðið var hins vegar ósigrandi og erfitt fyrir stjórnina að bregðast við gagnrýni leikmanna. Því var beðið með það þar til að mótinu loknu. Breiðablik hefur ekki unnið titil í kvennaknattspyrnu síðan sumarið 2005.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Edda: Gott fyrir alla að Siggi snúi sér að öðru KSÍ leitar nú að eftirmanni Sigurðar Ragnars Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfara, en hann hætti með landsliðið á föstudaginn. Sigurður hafði verið með liðið í tæplega sjö ár og komið íslenska kvennalandsliðinu í tvígang á stórmót. 19. ágúst 2013 14:39 Ósáttir reynsluboltar vildu losna við Sigurð Ragnar Fjórir reynslumiklir leikmenn í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu sendu landsliðsþjálfaranum, Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, bréf á dögunum. Þar tjáðu þær honum þá skoðun sína að hann ætti ekki að halda áfram í starfi sínu. 19. ágúst 2013 12:04 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Edda: Gott fyrir alla að Siggi snúi sér að öðru KSÍ leitar nú að eftirmanni Sigurðar Ragnars Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfara, en hann hætti með landsliðið á föstudaginn. Sigurður hafði verið með liðið í tæplega sjö ár og komið íslenska kvennalandsliðinu í tvígang á stórmót. 19. ágúst 2013 14:39
Ósáttir reynsluboltar vildu losna við Sigurð Ragnar Fjórir reynslumiklir leikmenn í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu sendu landsliðsþjálfaranum, Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, bréf á dögunum. Þar tjáðu þær honum þá skoðun sína að hann ætti ekki að halda áfram í starfi sínu. 19. ágúst 2013 12:04