Menning

Það bráðvantar fleiri listagallerí

Ása Ottesen skrifar
Helga Óskarsdóttir og Helen Aspelund opna saman Týsgallerí
Helga Óskarsdóttir og Helen Aspelund opna saman Týsgallerí Fréttablaðið/Daníel
„Við erum á fullu að mála og undirbúa rýmið fyrir opnunina,“ segir myndlistarkonan Helga Óskarsdóttir, sem ásamt Helenu Hansdóttir Aspelund stefnir að því að opna nýtt listagallerí í byrjun október.



Galleríið, sem hefur fengið nafnið Týsgallerí, verður með fjölbreytta og líflega starfsemi og segir Helga að það bráðvanti myndlistargallerí í Reykjavík. „Við höfum verið að brasa ýmislegt gegnum tíðina og okkur langar að tvinna saman myndlistargallerí og aðra starfsemi.

Ég er núna að vinna að vefsíðugerð fyrir myndlistarmenn og Helena rekur einnig ferðaþjónustuna Helena Travel Iceland, þar sem hún býður upp á ferðir til staða eins og Gullfoss og Geysis.“



Aðspurð segir Helga að aðaláherslan verði þó lögð á sýningarrýmið þar sem þær ætla að velja þá myndlistarmenn sem þær vilja að sýni í galleríinu. “Við viljum vera með í að breiða út það fagnaðarerindi að góð myndlist er gulli betri. Við erum nokkuð vissar um að sýnendurnir hjá okkur falla í þann flokk.„

Að sögn Helgu eru listamennirnir blanda af starfandi listamönnum með mikla reynslu og listamönnum sem eru óþekktari. „Við erum líka á því að þó að góð myndlist kosti sitt þá er hún langt frá því bara fyrir milljónamæringa.

Fólk með miðlungsinnkomu á alveg að geta keypt sér myndlist ef það hefur áhuga á henni,“ segir Helga að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×