Vill helst ekki vera í sama húsi og Graham Valur Grettisson skrifar 29. ágúst 2013 09:00 Sverrir Agnarsson, formaður félags múslíma á Íslandi segist virða málfrelsi en ekki kæra sig mikið um félagsskap Franklins Graham. „Það eru mikil vonbrigði að hún hafi ákveðið þetta,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna "78, um ákvörðun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, um að halda erindi á Hátíð vonar sem verður haldin í Laugardalshöll í lok september. Aðalræðumaður hátíðarinnar er predikarinn Franklin Graham en sá er afar umdeildur, bæði vegna ummæla sinna um múslima sem og afstöðu hans til samkynhneigðra. Biskupsstofa baðst afsökunar á því að hafa auglýst hátíðina á vef sínum, kirkjan.is, skömmu fyrir Hinsegin daga sem fram fóru í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Meðal annars sagði í tilkynningu frá embættinu: „Það var ekki ætlunin með birtingu hennar að varpa neinum skugga á Hinsegin daga eða taka undir orð Franklins Graham um samkynhneigða og hjónaband þeirra. Við biðjumst afsökunar á þessu.“ Anna Pála segir ákvörðun biskups vonbrigði, ekki síst í ljósi þess að hún staldraði við og íhugaði málið, „og það réttilega,“ bætir Anna Pála við og segir að það sé eitt að taka þátt í samkomu án þess að vita um samhengi hennar eða hver stjarna hátíðarinnar er, og annað að taka ákvörðun um að ávarpa fund vitandi að þar sé maður sem miðli neikvæðum boðskap um samkynhneigða. „Mér finnst rökstuðningurinn sem hún færir fyrir þessari ákvörðun, að hún taki samstarf með kristnum söfnuðum fram yfir það að taka skýra afstöðu gegn hatursorðræðu ofsótts minnihlutahóps, lýsa allt öðru en kristilegum kærleika,“ segir Anna Pála. Hún segir samtökin hafa fengið gríðarlega sterk viðbrögð vegna viðburðarins og að það komi vel til greina að mótmæla hátíðinni með einhverju móti þegar nær dregur. Franklin er ekki aðeins umdeildur vegna sjónarmiða sinna gagnvart samkynhneigðum, heldur hefur hann talað harkalega gegn múslimum. Meðal annars hefur hann sagt íslam „ill og andstyggileg trúarbrögð“. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslíma á Íslandi, segir Franklin hluta af iðnvæddri íslamfóbíu, en hann virði þó sjónarmið allra, þótt hann sé ekki sammála þeim. „Ég er mikill stuðningsmaður málfrelsis og vil helst ekki skipta mér af því sem biskup Íslands gerir, en persónulega myndi ég ekki vilja vera í sama húsi og þessi maður,“ segir Sverrir um málflutning Franklins Graham.Vildi standa við loforðið„Það var nú aðallega það að ég var búin að lofa þessu og vildi standa við loforðið, eins og ég er alin upp við,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup, spurð um hvað réði úrslitum þegar hún ákvað að taka þátt í Hátíð vonar eftir að hafa tekið sér góðan umhugsunarfrest.Hún segist hafa reynt að koma því skýrt til skila að kirkjan standi heilshugar með réttindabaráttu hinsegin fólks og muni hvergi hvika frá því.„Vissulega getur það verið viss yfirlýsing að mæta ekki, en að mæta er líka yfirlýsing því þá fær maður tækifæri til að tala um hlutina og segja hug sinn.“ Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Sjá meira
„Það eru mikil vonbrigði að hún hafi ákveðið þetta,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna "78, um ákvörðun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, um að halda erindi á Hátíð vonar sem verður haldin í Laugardalshöll í lok september. Aðalræðumaður hátíðarinnar er predikarinn Franklin Graham en sá er afar umdeildur, bæði vegna ummæla sinna um múslima sem og afstöðu hans til samkynhneigðra. Biskupsstofa baðst afsökunar á því að hafa auglýst hátíðina á vef sínum, kirkjan.is, skömmu fyrir Hinsegin daga sem fram fóru í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Meðal annars sagði í tilkynningu frá embættinu: „Það var ekki ætlunin með birtingu hennar að varpa neinum skugga á Hinsegin daga eða taka undir orð Franklins Graham um samkynhneigða og hjónaband þeirra. Við biðjumst afsökunar á þessu.“ Anna Pála segir ákvörðun biskups vonbrigði, ekki síst í ljósi þess að hún staldraði við og íhugaði málið, „og það réttilega,“ bætir Anna Pála við og segir að það sé eitt að taka þátt í samkomu án þess að vita um samhengi hennar eða hver stjarna hátíðarinnar er, og annað að taka ákvörðun um að ávarpa fund vitandi að þar sé maður sem miðli neikvæðum boðskap um samkynhneigða. „Mér finnst rökstuðningurinn sem hún færir fyrir þessari ákvörðun, að hún taki samstarf með kristnum söfnuðum fram yfir það að taka skýra afstöðu gegn hatursorðræðu ofsótts minnihlutahóps, lýsa allt öðru en kristilegum kærleika,“ segir Anna Pála. Hún segir samtökin hafa fengið gríðarlega sterk viðbrögð vegna viðburðarins og að það komi vel til greina að mótmæla hátíðinni með einhverju móti þegar nær dregur. Franklin er ekki aðeins umdeildur vegna sjónarmiða sinna gagnvart samkynhneigðum, heldur hefur hann talað harkalega gegn múslimum. Meðal annars hefur hann sagt íslam „ill og andstyggileg trúarbrögð“. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslíma á Íslandi, segir Franklin hluta af iðnvæddri íslamfóbíu, en hann virði þó sjónarmið allra, þótt hann sé ekki sammála þeim. „Ég er mikill stuðningsmaður málfrelsis og vil helst ekki skipta mér af því sem biskup Íslands gerir, en persónulega myndi ég ekki vilja vera í sama húsi og þessi maður,“ segir Sverrir um málflutning Franklins Graham.Vildi standa við loforðið„Það var nú aðallega það að ég var búin að lofa þessu og vildi standa við loforðið, eins og ég er alin upp við,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup, spurð um hvað réði úrslitum þegar hún ákvað að taka þátt í Hátíð vonar eftir að hafa tekið sér góðan umhugsunarfrest.Hún segist hafa reynt að koma því skýrt til skila að kirkjan standi heilshugar með réttindabaráttu hinsegin fólks og muni hvergi hvika frá því.„Vissulega getur það verið viss yfirlýsing að mæta ekki, en að mæta er líka yfirlýsing því þá fær maður tækifæri til að tala um hlutina og segja hug sinn.“
Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent