Reynir að verjast árásum annarra keppenda Sara McMahon skrifar 29. ágúst 2013 08:00 Helga Guðmundsdóttir, meistaranemi í tölvunarfræði við HR, er eina stúlkan sem tekur þátt í Hakkarakeppni HR á morgun. Fréttablaðið/Daníel „Ég er ein af níu keppendum í úrslitum og eina stúlkan í hópnum. Það var eins í fyrra, þá var ég eina stelpan í fimm manna hópi,“ segir Helga Guðmundsdóttir, meistaranemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og keppandi í Hakkarakeppni HR sem fram fer á morgun. Að sögn Helgu er hakkarakeppni sem þessi hörkuspennandi áhorfs. „Keppendur sitja uppi á sviði og reyna að brjótast inn í tölvuna hjá hver öðrum og verjast árásum hinna um leið. Það er stigatafla á staðnum sem áhorfendur fylgjast með og svo er keppninni lýst á mannamáli. Þetta er eins og hörkuspennandi fótboltaleikur,“ segir hún og hlær.Strembin keppni Keppnin er haldin í tengslum við ráðstefnuna Nordic Security Conference sem fer fram hér á landi um þessar mundir. Á meðal ráðstefnugesta er Katie Moussouris, yfirmaður öryggismála hjá Microsoft. „Þetta verður mjög strembin keppni. Það eru til dæmis tveir erlendir hakkarar sem fljúga að utan til að taka þátt. Maður á það til að verða stressaður í svona aðstæðum og hugsa ekki jafn skýrt og alla jafna, en þetta er samt ofsalega gaman.“ Helga lauk grunnnámi í tölvunarfræði við HR síðasta vor. Lokaverkefni sitt vann hún í starfsnámi við hina virtu Fraunhofer-stofnun í Maryland í Bandaríkjunum og var verkefnið ætlað bandarísku geimferðastofnuninni, NASA. „Ég sinnti rannsóknum sem notaðar eru til að prófa notendaviðmót fyrir kerfi sem NASA notar til að stjórna gervihnöttum. Það er mjög mikilvægt að það séu ekki villur í þeim kerfum,“ útskýrir hún.Nýta kunnáttuna ekki til ills Það krefst mikillar vinnu að verða fær hakkari og segist Helga hafa lært tökin á námskeiði í tölvuöryggi sem kennt er við HR. „Hver sem er getur lært að hakka ef hann nennir að leggja tíma og vinnu í það. Ég lærði að hakka á námskeiði í tölvuöryggi, hugsunin er sú að til þess að verjast þarf maður fyrst að læra að ráðast inn. En það er ætlast til þess að fólk nýti þessa kunnáttu ekki til ills.“ Keppnin fer fram í HR klukkan 19.30 og er öllum opin. Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Menning Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira
„Ég er ein af níu keppendum í úrslitum og eina stúlkan í hópnum. Það var eins í fyrra, þá var ég eina stelpan í fimm manna hópi,“ segir Helga Guðmundsdóttir, meistaranemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og keppandi í Hakkarakeppni HR sem fram fer á morgun. Að sögn Helgu er hakkarakeppni sem þessi hörkuspennandi áhorfs. „Keppendur sitja uppi á sviði og reyna að brjótast inn í tölvuna hjá hver öðrum og verjast árásum hinna um leið. Það er stigatafla á staðnum sem áhorfendur fylgjast með og svo er keppninni lýst á mannamáli. Þetta er eins og hörkuspennandi fótboltaleikur,“ segir hún og hlær.Strembin keppni Keppnin er haldin í tengslum við ráðstefnuna Nordic Security Conference sem fer fram hér á landi um þessar mundir. Á meðal ráðstefnugesta er Katie Moussouris, yfirmaður öryggismála hjá Microsoft. „Þetta verður mjög strembin keppni. Það eru til dæmis tveir erlendir hakkarar sem fljúga að utan til að taka þátt. Maður á það til að verða stressaður í svona aðstæðum og hugsa ekki jafn skýrt og alla jafna, en þetta er samt ofsalega gaman.“ Helga lauk grunnnámi í tölvunarfræði við HR síðasta vor. Lokaverkefni sitt vann hún í starfsnámi við hina virtu Fraunhofer-stofnun í Maryland í Bandaríkjunum og var verkefnið ætlað bandarísku geimferðastofnuninni, NASA. „Ég sinnti rannsóknum sem notaðar eru til að prófa notendaviðmót fyrir kerfi sem NASA notar til að stjórna gervihnöttum. Það er mjög mikilvægt að það séu ekki villur í þeim kerfum,“ útskýrir hún.Nýta kunnáttuna ekki til ills Það krefst mikillar vinnu að verða fær hakkari og segist Helga hafa lært tökin á námskeiði í tölvuöryggi sem kennt er við HR. „Hver sem er getur lært að hakka ef hann nennir að leggja tíma og vinnu í það. Ég lærði að hakka á námskeiði í tölvuöryggi, hugsunin er sú að til þess að verjast þarf maður fyrst að læra að ráðast inn. En það er ætlast til þess að fólk nýti þessa kunnáttu ekki til ills.“ Keppnin fer fram í HR klukkan 19.30 og er öllum opin.
Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Menning Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira