Helgarmaturinn - Kjúklingaréttur með sólþurrkuðum tómötum Marín Manda skrifar 30. ágúst 2013 16:45 Þórhildur Ýr Arnardóttir Þórhildur Ýr Arnardóttir starfar á vökudeild Landspítalans og er að vinna að lokaritgerð sinni í félagsfræði. Hún er einnig tveggja barna móðir og hefur mikinn áhuga á eldamennsku og deilir hér girnilegum kjúklingarétti með sólþurrkuðum tómötum. 4 kjúklingabringur 1 laukur 8 sveppir 2 gulrætur 6 sólþurrkaðir tómatar 1 kjötkraftur ½ dós af rjómaosti með sólþurrkuðum tómötum ½ dós af rjómaosti með pipar matreiðslurjómi Kjúklingabringurnar eru kryddaðar með salti og svörtum pipar og steiktar upp úr olíu af sólþurrkuðum tómötum. Þær eru svo settar í eldfast mót. Annað er skorið niður og steikt á pönnu. Svo bæti ég við kjötkraftinum, rjómaostinum með sólþurrkuðum tómötunum, rjómaostinum með piparnum og matreiðslurjóma (u.þ.b. hálfri fernu) og læt þetta malla í smástund. Eftir það er þessu öllu hellt yfir bringurnar í eldfasta mótinu og svo er það sett inn í ofn á 200°C í um 30 mínútur. Ómissandi er að hafa gott salat með, t.d. kál, rauða papriku, avókadó, jarðarber og fetaost. Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Þórhildur Ýr Arnardóttir starfar á vökudeild Landspítalans og er að vinna að lokaritgerð sinni í félagsfræði. Hún er einnig tveggja barna móðir og hefur mikinn áhuga á eldamennsku og deilir hér girnilegum kjúklingarétti með sólþurrkuðum tómötum. 4 kjúklingabringur 1 laukur 8 sveppir 2 gulrætur 6 sólþurrkaðir tómatar 1 kjötkraftur ½ dós af rjómaosti með sólþurrkuðum tómötum ½ dós af rjómaosti með pipar matreiðslurjómi Kjúklingabringurnar eru kryddaðar með salti og svörtum pipar og steiktar upp úr olíu af sólþurrkuðum tómötum. Þær eru svo settar í eldfast mót. Annað er skorið niður og steikt á pönnu. Svo bæti ég við kjötkraftinum, rjómaostinum með sólþurrkuðum tómötunum, rjómaostinum með piparnum og matreiðslurjóma (u.þ.b. hálfri fernu) og læt þetta malla í smástund. Eftir það er þessu öllu hellt yfir bringurnar í eldfasta mótinu og svo er það sett inn í ofn á 200°C í um 30 mínútur. Ómissandi er að hafa gott salat með, t.d. kál, rauða papriku, avókadó, jarðarber og fetaost.
Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira