Undirbúningurinn stendur sem hæst Sara McMahon skrifar 2. september 2013 15:00 Egill Tómasson, Grímur Atlason og Kamilla Ingibergsdóttir standa í ströngu við skipulagningu tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Fréttablaðið/arnþór „Þessa dagana erum við að vinna í dagskránni. Við erum tiltölulega nýbúin að tilkynna alla listamennina sem koma fram á hátíðinni í ár. Auk þess erum við að vinna í tónleikastöðunum, samningum, skipulagningu, „off-venue“-dagskrá, veggspjöldum og alls konar smærri verkefnum. Það er nóg að gera,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir, kynningarstjóri. Undirbúningur undir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves stendur sem hæst um þessar mundir, enda í mörg horn að líta þegar skipuleggja á svo stóra hátíð.Undirbúningur fyrir hátíðina hófst um leið og síðustu hátíð lauk í nóvember í fyrra og hafa aðstandendur hátíðarinnar meðal annars unnið ötult kynningarstarf í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Þrír vinna á skrifstofu Iceland Airwaves allan ársins hring: Grímur Atlason framkvæmdastjóri, sem kemur meðal annars að bókunum og samningagerð, Kamilla, sem sér um almannatengsl, og Egill Tómasson, sem kemur að framleiðslu og bókunum á íslenskum hljómsveitum. „Mánuðina fyrir hátíð erum við fleiri. Núna erum við til dæmis með þrjá starfsnema frá Bandaríkjunum og Danmörku sem eru ómetanleg aðstoð. Auk þess ráðum við fólk í verkefnavinnu til að sjá um að bóka flug fyrir erlenda listamenn, sjá um baksviðið, veitingar, gæslu, ljósmyndun og margt fleira,“ útskýrir Kamilla. „Vinnudagarnir lengjast alltaf töluvert á þessum tíma. Við finnum mikinn mun strax eftir verslunarmannahelgi, þá fer allt á fullt og magn tölvupósts fer yfir öll mörk. Yfir hátíðina sjálfa vinnum við nánast allan sólarhringinn. Það er síðan alltaf jafn merkilegt að hafa allan þennan frítíma eftir hátíðina, maður veit ekkert hvað maður á að gera við sjálfan sig.“ Nánari upplýsingar dagskrá hátíðarinnar má finna hér.Kraftwerk Þýska raftónlistarsveitin Kraftwerk kemur fram á hátíðinni í ár. Nordicphotos/gettynordicphotos/getty Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þessa dagana erum við að vinna í dagskránni. Við erum tiltölulega nýbúin að tilkynna alla listamennina sem koma fram á hátíðinni í ár. Auk þess erum við að vinna í tónleikastöðunum, samningum, skipulagningu, „off-venue“-dagskrá, veggspjöldum og alls konar smærri verkefnum. Það er nóg að gera,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir, kynningarstjóri. Undirbúningur undir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves stendur sem hæst um þessar mundir, enda í mörg horn að líta þegar skipuleggja á svo stóra hátíð.Undirbúningur fyrir hátíðina hófst um leið og síðustu hátíð lauk í nóvember í fyrra og hafa aðstandendur hátíðarinnar meðal annars unnið ötult kynningarstarf í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Þrír vinna á skrifstofu Iceland Airwaves allan ársins hring: Grímur Atlason framkvæmdastjóri, sem kemur meðal annars að bókunum og samningagerð, Kamilla, sem sér um almannatengsl, og Egill Tómasson, sem kemur að framleiðslu og bókunum á íslenskum hljómsveitum. „Mánuðina fyrir hátíð erum við fleiri. Núna erum við til dæmis með þrjá starfsnema frá Bandaríkjunum og Danmörku sem eru ómetanleg aðstoð. Auk þess ráðum við fólk í verkefnavinnu til að sjá um að bóka flug fyrir erlenda listamenn, sjá um baksviðið, veitingar, gæslu, ljósmyndun og margt fleira,“ útskýrir Kamilla. „Vinnudagarnir lengjast alltaf töluvert á þessum tíma. Við finnum mikinn mun strax eftir verslunarmannahelgi, þá fer allt á fullt og magn tölvupósts fer yfir öll mörk. Yfir hátíðina sjálfa vinnum við nánast allan sólarhringinn. Það er síðan alltaf jafn merkilegt að hafa allan þennan frítíma eftir hátíðina, maður veit ekkert hvað maður á að gera við sjálfan sig.“ Nánari upplýsingar dagskrá hátíðarinnar má finna hér.Kraftwerk Þýska raftónlistarsveitin Kraftwerk kemur fram á hátíðinni í ár. Nordicphotos/gettynordicphotos/getty
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira