Verða með pissuflöskur í rútunni Freyr Bjarnason skrifar 4. september 2013 10:00 Rokkararnir í Skálmöld leggja af stað í sex vikna tónleikaferðalag um Evrópu á fimmtudaginn. Finnska hljómsveitin Finntroll verður aðalnúmerið á tónleikaferðinni en Skálmöld og hin færeyska Týr hita upp. „Við erum að teika Finntroll. Þeir voru að gefa út plötu fyrir tæplega hálfu ári og þetta er útgáfutúr fyrir þá,“ segir Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld. „Þeir voru á Heidenfest-túrnum sem við spiluðum á 2011 og þá varð okkur mjög vel til vina. Þeir hringdu í okkur og báðu okkur að koma með, sem var náttúrulega geðveikt.“ Finntroll og Týr verða saman í lúxusrútu með klósetti á ferðalaginu en Skálmöld verður í annarri rútu, án klósetts. „Það er búið að fara í apótekið og kaupa hlandflöskur, þannig að þetta er allt í lagi. Þegar allt klikkar þá leggst maður bara á hliðina og pissar,“ segir Snæbjörn og er fúlasta alvara. Þetta verður fyrsta stóra tónleikaferð Skálmaldar um Evrópu í tæp tvö ár. „Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir. Það verður gaman að spila fyrir nýja áhorfendur og stækka aðdáendahópinn.“ Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Rokkararnir í Skálmöld leggja af stað í sex vikna tónleikaferðalag um Evrópu á fimmtudaginn. Finnska hljómsveitin Finntroll verður aðalnúmerið á tónleikaferðinni en Skálmöld og hin færeyska Týr hita upp. „Við erum að teika Finntroll. Þeir voru að gefa út plötu fyrir tæplega hálfu ári og þetta er útgáfutúr fyrir þá,“ segir Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld. „Þeir voru á Heidenfest-túrnum sem við spiluðum á 2011 og þá varð okkur mjög vel til vina. Þeir hringdu í okkur og báðu okkur að koma með, sem var náttúrulega geðveikt.“ Finntroll og Týr verða saman í lúxusrútu með klósetti á ferðalaginu en Skálmöld verður í annarri rútu, án klósetts. „Það er búið að fara í apótekið og kaupa hlandflöskur, þannig að þetta er allt í lagi. Þegar allt klikkar þá leggst maður bara á hliðina og pissar,“ segir Snæbjörn og er fúlasta alvara. Þetta verður fyrsta stóra tónleikaferð Skálmaldar um Evrópu í tæp tvö ár. „Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir. Það verður gaman að spila fyrir nýja áhorfendur og stækka aðdáendahópinn.“
Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira