Útlendingar kaupa íslenskt indí Freyr Bjarnason skrifar 5. september 2013 10:30 Vinsælasta platan hér á landi í sumar var This Is Icelandic Indie Music. Hún hefur setið í efsta sæti Tónlistans undanfarnar vikur og hefur, að sögn útgefandans Haralds Leví Haraldssonar hjá Record Records, selst í um þrjú þúsund eintökum. Aðspurður segir Haraldur að erlendir ferðamenn hafi helst keypt plötuna en margir Íslendingar hafi þó einnig fengið sér eintak. „Ég vissi að þetta gæti svínvirkað en bjóst ekki við því að hún yrði mest selda platan yfir allt sumarið,“ segir hann. Eins og oft vill verða seljast „gamlar“ plötur vel yfir sumartímann vegna allra ferðamannanna sem hingað koma. Þar má nefna plötur með Of Monsters and Men, Retro Stefson og Hjaltalín, sem allar komu út í fyrra. Mest hefur samt Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta selst, eða í um tvö þúsund eintökum, samkvæmt útgefandanum Senu. Á þessu ári hefur hún selst í um fjögur þúsund eintökum. Samanlagt hefur hún selst í rétt innan við þrjátíu þúsund eintökum síðan hún kom út fyrir um ári síðan. Vinsælustu plöturnar í sumar sem komu út á þessu ári hafa verið Kveikur með Sigur Rós og Samaris með rafpoppsveitinni Samaris, auk safnplötunnar Tíminn flýgur áfram. Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Vinsælasta platan hér á landi í sumar var This Is Icelandic Indie Music. Hún hefur setið í efsta sæti Tónlistans undanfarnar vikur og hefur, að sögn útgefandans Haralds Leví Haraldssonar hjá Record Records, selst í um þrjú þúsund eintökum. Aðspurður segir Haraldur að erlendir ferðamenn hafi helst keypt plötuna en margir Íslendingar hafi þó einnig fengið sér eintak. „Ég vissi að þetta gæti svínvirkað en bjóst ekki við því að hún yrði mest selda platan yfir allt sumarið,“ segir hann. Eins og oft vill verða seljast „gamlar“ plötur vel yfir sumartímann vegna allra ferðamannanna sem hingað koma. Þar má nefna plötur með Of Monsters and Men, Retro Stefson og Hjaltalín, sem allar komu út í fyrra. Mest hefur samt Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta selst, eða í um tvö þúsund eintökum, samkvæmt útgefandanum Senu. Á þessu ári hefur hún selst í um fjögur þúsund eintökum. Samanlagt hefur hún selst í rétt innan við þrjátíu þúsund eintökum síðan hún kom út fyrir um ári síðan. Vinsælustu plöturnar í sumar sem komu út á þessu ári hafa verið Kveikur með Sigur Rós og Samaris með rafpoppsveitinni Samaris, auk safnplötunnar Tíminn flýgur áfram.
Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira