Spila bestu lög Dire Straits í Hörpu Freyr Bjarnason skrifar 5. september 2013 09:30 „Þetta verða frábærir tónleikar,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson. Hljómsveitin The Straits, sem er skipuð tveimur fyrrverandi meðlimum hinnar heimsfrægu Dire Straits, spilar í Eldborgarsal Hörpu 25. nóvember. Í hljómsveitinni eru Alan Clark, fyrrverandi hljómborðsleikari Dire Straits, og saxófónleikarinn Chris White, sem spilaði með sveitinni á tónleikum í tíu ár. Terence Reis stendur vaktina í staðinn fyrir söngvarann og gítarleikarann Mark Knopfler, sem lagði hljómsveitina niður árið 1995 og ákvað að einbeita sér að sólóferli sínum. „Rödd stráksins er ótrúlega lík rödd Marks Knopfler, þú heyrir varla mun,“ segir Guðbjartur. Einnig eru í The Straits þeir Steve Ferrone, sem hefur spilað með Tom Petty, Mickey Féat, Adam Philips og Jamie Squire. Saman flytja þeir öll bestu lög Dire Straits á borð við Sultans of Swing, Romeo and Juliet, Brothers in Arms og Money For Nothing. The Straits spilaði fyrst opinberlega í Royal Albert Hall í London fyrir um tveimur árum. „Ég er búinn að kíkja á umsagnir fólks á hljómleikum sem þeir hafa verið að halda og fólk bara tárast yfir því hvað þetta er flott hjá þeim,“ segir Guðbjartur. Miðasala á tónleikana hefst á miðvikudaginn í næstu viku. Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta verða frábærir tónleikar,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson. Hljómsveitin The Straits, sem er skipuð tveimur fyrrverandi meðlimum hinnar heimsfrægu Dire Straits, spilar í Eldborgarsal Hörpu 25. nóvember. Í hljómsveitinni eru Alan Clark, fyrrverandi hljómborðsleikari Dire Straits, og saxófónleikarinn Chris White, sem spilaði með sveitinni á tónleikum í tíu ár. Terence Reis stendur vaktina í staðinn fyrir söngvarann og gítarleikarann Mark Knopfler, sem lagði hljómsveitina niður árið 1995 og ákvað að einbeita sér að sólóferli sínum. „Rödd stráksins er ótrúlega lík rödd Marks Knopfler, þú heyrir varla mun,“ segir Guðbjartur. Einnig eru í The Straits þeir Steve Ferrone, sem hefur spilað með Tom Petty, Mickey Féat, Adam Philips og Jamie Squire. Saman flytja þeir öll bestu lög Dire Straits á borð við Sultans of Swing, Romeo and Juliet, Brothers in Arms og Money For Nothing. The Straits spilaði fyrst opinberlega í Royal Albert Hall í London fyrir um tveimur árum. „Ég er búinn að kíkja á umsagnir fólks á hljómleikum sem þeir hafa verið að halda og fólk bara tárast yfir því hvað þetta er flott hjá þeim,“ segir Guðbjartur. Miðasala á tónleikana hefst á miðvikudaginn í næstu viku.
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira