Lífið

Snyrtibuddan „Ég blanda tveimur möskurum saman“

Alexandra Sif Nikulásdóttir heldur einnig úti bloggsíðunni www.alesif.blogspot.com.
Alexandra Sif Nikulásdóttir heldur einnig úti bloggsíðunni www.alesif.blogspot.com.
„Ég er algjör snyrtivörugúrú og elska að prufa mig áfram enda komin með ágætt safn af snyrtivörum. Svona dagsdaglega finnst mér langbest að vera náttúrulega förðuð og svo leika mér aðeins meira þegar ég fer eitthvert. Hreinsivörurnar mínar eru frá Dr. Hauscka en þær kaupi ég í Lifandi markaði.

Það sem er í buddunni minni þessa dagana er hyljarinn Cover all mix frá Make Up store, sem er besti hyljari sem ég hef prufað. Ég nota Reflex Cover frá Make Up Store ef ég vil fá smá ljóma undir augun eins og Kim Kardashian. Sem grunn nota ég Kanebo glow í bland við Bare Minerals matt steinefnapúður. Hvort tveggja er mjög létt og gefur fallega og náttúrulega áferð á húðina. Sólarpúðrið frá Make Up Store gerir mann mjög frísklegan og svo er smá svona sólarkeimur af því. Uppáhaldskinnaliturinn minn heitir Must have frá Make up store, en mér finnst algjört „must“ að hafa smá roða í kinnunum.

Maskararnir í uppáhaldi eru báðir frá Maybelline og heita Colossal og Falsies. Ég blanda þeim yfirleitt saman eftir því hvernig útliti ég sækist eftir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×