Annþór og Börkur treysta ekki íslenskum matsmönnum 10. september 2013 07:00 Annþór og Börkur afplána nú sjö og sex ára fangelsisdóma fyrir hrottalegar líkamsárásir. Þeir hafa áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Þar hefur málið ekki verið tekið fyrir.Fréttablaðið/anton Verjendur Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar treysta því ekki að íslenskir sérfræðingar gæti hlutlægni í í máli þar sem tvímenningarnir eru sakaðir um líkamsárás á Litla-Hrauni sem leiddi til dauða. Þeir hafa þess vegna farið fram á yfir- og endurmat erlendra sérfræðinga á rannsóknarniðurstöðum þeirra íslensku. Annþór og Börkur sæta ákæru fyrir að hafa ráðist á samfanga sinn, Sigurð Hólm Sigurðsson, á Litla-Hrauni í maí í fyrra með þeim afleiðingum að milta hans rofnaði og hann lést í kjölfarið. Þeir neita sök. Við síðustu fyrirtöku málsins lögðu verjendurnir fram þríþætta kröfu: Í fyrsta lagi vilja þeir fá aðgang að öllum málsskjölum, líka þeim sem lögregla telur að hafi ekki þýðingu í málinu. Í öðru lagi krefjast þeir þess að þýskur réttarmeinafræðingur sem þeir hafa sett sig í samband við vinni endurmat á niðurstöðum Þóru Steffensen, íslensks réttarmeinafræðings sem er búsettur í Bandaríkjunum. Hún var fengin að málinu til að skerpa á niðurstöðum annars þýsks réttarmeinafræðings sem fyrstur rannsakaði lík Sigurðar. Í þriðja lagi krefjast þeir að erlendur sálfræðingur verði fenginn til að vinna svokallað yfirmat á sálfræðimati Gísla Guðjónssonar og Jóns Friðriks Sigurðssonar, sem rýndu í atferli og samskipti fanga á upptökum úr öryggismyndavélum. „Við verjendurnir teljum að það sé ekki hægt að tryggja hundrað prósent hlutleysi innlendra sérfræðinga og því sé algjörlega nauðsynlegt að erlendir sérfræðingar verði fengnir til að gera matsskýrslur sem á að byggja á í málinu,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs. Svo illa þokkaðir séu sakborningarnir í íslensku samfélagi. „Þeir eru það vel þekktir á Íslandi og hafa nú ekki almenningsálitið með sér, blessaðir.“ Með þessu séu þeir ekki að draga fagmennsku íslensku sérfræðinganna í efa. „En okkur þykir tryggilegra að þarna komi að erlendir aðilar sem hafi ekki grænan grun um þá sem slíka.“ Saksóknarinn Helgi Magnús Gunnarsson mun í dag taka afstöðu til krafnanna. Mál Annþórs og Barkar Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Sjá meira
Verjendur Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar treysta því ekki að íslenskir sérfræðingar gæti hlutlægni í í máli þar sem tvímenningarnir eru sakaðir um líkamsárás á Litla-Hrauni sem leiddi til dauða. Þeir hafa þess vegna farið fram á yfir- og endurmat erlendra sérfræðinga á rannsóknarniðurstöðum þeirra íslensku. Annþór og Börkur sæta ákæru fyrir að hafa ráðist á samfanga sinn, Sigurð Hólm Sigurðsson, á Litla-Hrauni í maí í fyrra með þeim afleiðingum að milta hans rofnaði og hann lést í kjölfarið. Þeir neita sök. Við síðustu fyrirtöku málsins lögðu verjendurnir fram þríþætta kröfu: Í fyrsta lagi vilja þeir fá aðgang að öllum málsskjölum, líka þeim sem lögregla telur að hafi ekki þýðingu í málinu. Í öðru lagi krefjast þeir þess að þýskur réttarmeinafræðingur sem þeir hafa sett sig í samband við vinni endurmat á niðurstöðum Þóru Steffensen, íslensks réttarmeinafræðings sem er búsettur í Bandaríkjunum. Hún var fengin að málinu til að skerpa á niðurstöðum annars þýsks réttarmeinafræðings sem fyrstur rannsakaði lík Sigurðar. Í þriðja lagi krefjast þeir að erlendur sálfræðingur verði fenginn til að vinna svokallað yfirmat á sálfræðimati Gísla Guðjónssonar og Jóns Friðriks Sigurðssonar, sem rýndu í atferli og samskipti fanga á upptökum úr öryggismyndavélum. „Við verjendurnir teljum að það sé ekki hægt að tryggja hundrað prósent hlutleysi innlendra sérfræðinga og því sé algjörlega nauðsynlegt að erlendir sérfræðingar verði fengnir til að gera matsskýrslur sem á að byggja á í málinu,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs. Svo illa þokkaðir séu sakborningarnir í íslensku samfélagi. „Þeir eru það vel þekktir á Íslandi og hafa nú ekki almenningsálitið með sér, blessaðir.“ Með þessu séu þeir ekki að draga fagmennsku íslensku sérfræðinganna í efa. „En okkur þykir tryggilegra að þarna komi að erlendir aðilar sem hafi ekki grænan grun um þá sem slíka.“ Saksóknarinn Helgi Magnús Gunnarsson mun í dag taka afstöðu til krafnanna.
Mál Annþórs og Barkar Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Sjá meira