Smíðar Flying V fyrir Rokkjötna Freyr Bjarnason skrifar 12. september 2013 09:15 Gunnar Örn Sigurðsson er að smíða svokallaðan Flying V-gítar sem verður boðinn upp á Rokkjötnum. fréttablaðið/stefán „Það er heiður að fá að taka þátt í þessu og gaman að láta gott af sér leiða,“ segir Gunnar Örn Sigurðsson. Hann er að smíða svokallaðan Flying V-gítar sem verður boðinn upp á tónlistarhátíðinni Rokkjötnar í Kaplakrika 5. október. Allur ágóði rennur til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna. Aðspurður segir Gunnar Örn að gítarinn taki mið af þeim sem Addi í Sólstöfum notar á tónleikum. „Ég ætla að reyna að hafa þetta í svipuðum dúr. Hendrix spilaði á svona held ég á einhverjum tímapunkti. Fleiri voru með þetta á sínum tíma eins og Albert King blúsari.“ Gunnar Örn þarf að ljúka við gítarinn um næstu mánaðamót. „Ég er um það bil hálfnaður og þarf aldeilis að halda rétt á spöðunum til að geta klárað hann í tæka tíð,“ segir hann og viðurkennir að gítarinn sé ekki auðveldur í smíðum. „Þetta er gítar sem er gerður úr mahóní. Hálsinn er límdur í vasa, ólíkt Fender-gíturum, og hann þarf að halla út frá endanum á búknum um tvær gráður, þannig að þetta krefst nákvæmni.“ Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Það er heiður að fá að taka þátt í þessu og gaman að láta gott af sér leiða,“ segir Gunnar Örn Sigurðsson. Hann er að smíða svokallaðan Flying V-gítar sem verður boðinn upp á tónlistarhátíðinni Rokkjötnar í Kaplakrika 5. október. Allur ágóði rennur til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna. Aðspurður segir Gunnar Örn að gítarinn taki mið af þeim sem Addi í Sólstöfum notar á tónleikum. „Ég ætla að reyna að hafa þetta í svipuðum dúr. Hendrix spilaði á svona held ég á einhverjum tímapunkti. Fleiri voru með þetta á sínum tíma eins og Albert King blúsari.“ Gunnar Örn þarf að ljúka við gítarinn um næstu mánaðamót. „Ég er um það bil hálfnaður og þarf aldeilis að halda rétt á spöðunum til að geta klárað hann í tæka tíð,“ segir hann og viðurkennir að gítarinn sé ekki auðveldur í smíðum. „Þetta er gítar sem er gerður úr mahóní. Hálsinn er límdur í vasa, ólíkt Fender-gíturum, og hann þarf að halla út frá endanum á búknum um tvær gráður, þannig að þetta krefst nákvæmni.“
Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira