Fer sínar eigin leiðir í tónlistinni Freyr Bjarnason skrifar 13. september 2013 09:00 Trúbadorinn Halli Reynis gaf á dögunum út safnplötuna Skuggar. Hún hefur að geyma tuttugu lög frá tuttugu ára ferli hans. Flest lögin eru tekin af sjö sólóplötum hans en einnig eru þar þrjú áður óútgefin lög og önnur sem hafa ekki komið út á plötu með honum. „Ég held að mér hafi tekist ágætlega að koma þessu til skila. Samt finnst mér að það hefðu alveg getað verið tuttugu lög í viðbót en ég er mjög sáttur við þetta,“ segir Halli Reynis um plötuna. Tvö lög af henni tóku þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins, Ef ég hefði vængi og Vinátta, sem tók þátt síðastliðið vor. „Það er rosalega gaman að taka þátt í Eurovision, bara gleði.“ Halli hefur alla tíð sungið sín eigin lög og texta og gefið plöturnar sínar út sjálfur. Hann segist hafa orðið tónlistarmaður einhvern veginn af sjálfu sér. „Draumurinn var ekki að verða frægur heldur bara að hafa gaman af því að spila tónlist,“ segir hann. „Það má segja að ég sé ánægðastur með það eftir tuttugu ár að mér finnst ég hafa staðið með sjálfum mér. Ég hef ekki selt mig heldur staðið í lappirnar og farið eftir þeim leiðum sem mér hefur þótt henta mér. Það leiðinlegasta sem mér finnst oft við bransann er að „hæpa“ upp eitthvað sem er innistæðulaust.“ Halli hefur lítið spilað undanfarið en ætlar að vera sjáanlegri í vetur. Tónleikar á Rósenberg eru fyrirhugaðir um miðjan október. Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Trúbadorinn Halli Reynis gaf á dögunum út safnplötuna Skuggar. Hún hefur að geyma tuttugu lög frá tuttugu ára ferli hans. Flest lögin eru tekin af sjö sólóplötum hans en einnig eru þar þrjú áður óútgefin lög og önnur sem hafa ekki komið út á plötu með honum. „Ég held að mér hafi tekist ágætlega að koma þessu til skila. Samt finnst mér að það hefðu alveg getað verið tuttugu lög í viðbót en ég er mjög sáttur við þetta,“ segir Halli Reynis um plötuna. Tvö lög af henni tóku þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins, Ef ég hefði vængi og Vinátta, sem tók þátt síðastliðið vor. „Það er rosalega gaman að taka þátt í Eurovision, bara gleði.“ Halli hefur alla tíð sungið sín eigin lög og texta og gefið plöturnar sínar út sjálfur. Hann segist hafa orðið tónlistarmaður einhvern veginn af sjálfu sér. „Draumurinn var ekki að verða frægur heldur bara að hafa gaman af því að spila tónlist,“ segir hann. „Það má segja að ég sé ánægðastur með það eftir tuttugu ár að mér finnst ég hafa staðið með sjálfum mér. Ég hef ekki selt mig heldur staðið í lappirnar og farið eftir þeim leiðum sem mér hefur þótt henta mér. Það leiðinlegasta sem mér finnst oft við bransann er að „hæpa“ upp eitthvað sem er innistæðulaust.“ Halli hefur lítið spilað undanfarið en ætlar að vera sjáanlegri í vetur. Tónleikar á Rósenberg eru fyrirhugaðir um miðjan október.
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira