Íslenskt rapp í nýjum búningi Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. september 2013 09:00 Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur og Agent Fresco koma fram í Hörpu í október. fréttablaðið/stefán Rapparinn Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur og hljómsveitin Agent Fresco koma fram á tónleikum sem haldnir verða í Kaldalóni í Hörpu 18. október. Agent Fresco verður í hlutverki húshljómsveitar og mun sjá um undirleik fyrir bæði Gauta og Úlf Úlf. „Það má gera ráð fyrir því að sum laganna verði sett í nýjan búning með tilkomu Agent Fresco. Hugmyndin um að hafa lifandi hljómsveit í stað plötusnúða tíðkast víða erlendis og mér þótti spennandi hugmyndin að fá lifandi sveit með Gauta og Úlfi Úlfi,“ segir Friðrik Salvar Bjarnason, skipuleggjandi tónleikanna. Hann segir hugmyndina að þeim hafa sprottið upp snemma á þessu ári og í kjölfarið hafi hann sótt um styrk. „Við fengum styrk frá Ýli, sem er tónlistarsjóður Hörpu og styrkir unga listamenn í framkvæmdahug, og hefðum við ekki getað framkvæmt þetta án þess að fá styrk.“ Friðrik lofar glæsilegum tónleikum, enda er það ekki á hverjum degi sem þessir ólíku en hæfileikaríku menn troða upp saman. Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Rapparinn Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur og hljómsveitin Agent Fresco koma fram á tónleikum sem haldnir verða í Kaldalóni í Hörpu 18. október. Agent Fresco verður í hlutverki húshljómsveitar og mun sjá um undirleik fyrir bæði Gauta og Úlf Úlf. „Það má gera ráð fyrir því að sum laganna verði sett í nýjan búning með tilkomu Agent Fresco. Hugmyndin um að hafa lifandi hljómsveit í stað plötusnúða tíðkast víða erlendis og mér þótti spennandi hugmyndin að fá lifandi sveit með Gauta og Úlfi Úlfi,“ segir Friðrik Salvar Bjarnason, skipuleggjandi tónleikanna. Hann segir hugmyndina að þeim hafa sprottið upp snemma á þessu ári og í kjölfarið hafi hann sótt um styrk. „Við fengum styrk frá Ýli, sem er tónlistarsjóður Hörpu og styrkir unga listamenn í framkvæmdahug, og hefðum við ekki getað framkvæmt þetta án þess að fá styrk.“ Friðrik lofar glæsilegum tónleikum, enda er það ekki á hverjum degi sem þessir ólíku en hæfileikaríku menn troða upp saman.
Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira