Stjórnin útilokar ekki Eurovision Gunnar Lárus Pálsson skrifar 16. september 2013 09:15 „Við vildum ná öllum mannskapnum saman í tilefni afmælisins,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona Stjórnarinnar. Á afmælistónleikum í Háskólabíói í október koma margir fyrrverandi Stjórnarmeðlimir fram en liðskipan sveitarinnar hefur verið breytileg á milli tímabila. „Þetta verður í fyrsta skipti sem gamla Stjórnin kemur saman síðan árið 1991, Stjórnin sem vann Landslagið árið 1989 með laginu Við eigum samleið og fór í Eurovision árið 1990 með lagið Eitt lag enn,“ segir Sigríður um tónleikana. Stjórnin hefur gefið út sjö plötur og geisladiska á ferlinum. „Fyrsta platan okkar, Eitt lag enn, kom út um vorið 1990, rétt eftir Eurovision. Það þótti ekki gáfulegt að gefa út plötu að vori, því jólin höfðu alltaf verið besti tíminn í plötuútgáfu og -sölu. Salan gekk samt mjög vel og varð hún ein af söluhæstu plötum ársins,“ segir Sigríður um fyrstu plötuna. Stjórnin hefur tvisvar farið fyrir hönd Íslands í Eurovision, árið 1991 og 1992. „Það er aldrei að vita hvað gerist,“ svarar Sigríður þegar spurt er hvort Stjórnin fari aftur í Eurovision. „Við erum að vinna í nýju lagi sem mun líta dagsins ljós fljótlega. Þetta er ekta stuðlag, eftir Grétar Örvarsson og Friðrik Karlsson,“ bætir Sigríður við. Óhætt er að segja að mikið stuð verði í Háskólabíói 25. október, þar sem saga Stjórnarinnar verður rakin og öll vinsælustu lögin verða leikin. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Við vildum ná öllum mannskapnum saman í tilefni afmælisins,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona Stjórnarinnar. Á afmælistónleikum í Háskólabíói í október koma margir fyrrverandi Stjórnarmeðlimir fram en liðskipan sveitarinnar hefur verið breytileg á milli tímabila. „Þetta verður í fyrsta skipti sem gamla Stjórnin kemur saman síðan árið 1991, Stjórnin sem vann Landslagið árið 1989 með laginu Við eigum samleið og fór í Eurovision árið 1990 með lagið Eitt lag enn,“ segir Sigríður um tónleikana. Stjórnin hefur gefið út sjö plötur og geisladiska á ferlinum. „Fyrsta platan okkar, Eitt lag enn, kom út um vorið 1990, rétt eftir Eurovision. Það þótti ekki gáfulegt að gefa út plötu að vori, því jólin höfðu alltaf verið besti tíminn í plötuútgáfu og -sölu. Salan gekk samt mjög vel og varð hún ein af söluhæstu plötum ársins,“ segir Sigríður um fyrstu plötuna. Stjórnin hefur tvisvar farið fyrir hönd Íslands í Eurovision, árið 1991 og 1992. „Það er aldrei að vita hvað gerist,“ svarar Sigríður þegar spurt er hvort Stjórnin fari aftur í Eurovision. „Við erum að vinna í nýju lagi sem mun líta dagsins ljós fljótlega. Þetta er ekta stuðlag, eftir Grétar Örvarsson og Friðrik Karlsson,“ bætir Sigríður við. Óhætt er að segja að mikið stuð verði í Háskólabíói 25. október, þar sem saga Stjórnarinnar verður rakin og öll vinsælustu lögin verða leikin.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira