Tvær hliðar á sama eða sitthvorum peningnum? Frosti Ólafsson skrifar 19. september 2013 10:24 Umræða um forsendubrest á húsnæðislánamarkaði, möguleika á skuldaniðurfærslu vegna hans og aðferðir til að færa þann kostnað á erlenda kröfuhafa, hefur þakið marga fermetra á blöðum landsmanna undanfarin misseri. Það kemur kannski ekki á óvart, enda þungamiðja nýlegrar kosningabaráttu og samkvæmt orðum forsætisráðherra róttækasta aðgerð stjórnvalda nokkurs staðar í veröldinni í þágu skuldsettra heimila. Það sem kemur öllu meira á óvart er hversu ógagnsæ umræðan hefur verið, sérstaklega í ljósi þess um hversu umfangsmikið mál er að ræða. Ein af höfuðástæðum þess hve ógagnsæ hún hefur reynst er sú beina tenging sem hefur verið búin til á milli skuldaniðurfærslu og uppgjörs við kröfuhafa gömlu bankanna. Sterk rök og forsendur eru fyrir því að ná hagfelldu uppgjöri við kröfuhafa bankanna. Ef tryggja á ytri sjálfbærni hagkerfisins og skilyrði fyrir afnámi hafta verður ekki hægt að greiða útistandandi kröfur að fullu á gengi dagsins í dag. Um þetta eru flestir sammála. Með hliðsjón af þessu er hagfelld niðurstaða í uppgjöri við kröfuhafa gömlu bankanna forsenda fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Þannig mætti segja að þessi tvö mál tengist ófrávíkjanlega og séu tvær hliðar á sama peningi.Veikari samningsstaða Það sama á ekki við um niðurfærslu höfuðstóls húsnæðislána. Sú aðgerð tengist áðurnefndu afnámi hafta og samningum við kröfuhafa ekki að öðru leyti en því að fjármögnun hennar myndi reynast ríkissjóði auðveldari ef hagfelld niðurstaða næst í uppgjöri við kröfuhafa. Þvert á móti má færa fyrir því rök að samningsstaða gagnvart kröfuhöfum verði veikari og útfærsla afnáms hafta flóknari ef nauðsyn þykir að tengja þær aðgerðir við niðurfærslu húsnæðislána. Rétt er að undirstrika að markmið þessarar greinar er ekki að meta efnahagslegar afleiðingar eða réttmæti skuldaniðurfærslu. Sitt sýnist hverjum eins og gengur og gerist með aðrar millifærslur á vegum hins opinbera. Það er aftur á móti grundvallarkrafa að gagnsæi ríki í pólitískri umræðu, sér í lagi þegar um jafn umfangsmikið mál er að ræða. Niðurfærsla skulda verður aldrei ókeypis eða algjörlega laus við neikvæðar afleiðingar. Það er pólitísk ákvörðun hvort ráðast skuli í hana og eðlilegt að stjórnmálamenn ræði hana á þeim grundvelli. Afnám hafta er aftur á móti lykilþáttur í efnahagslegri uppbyggingu Íslands og þar með bættum lífskjörum allra Íslendinga til lengri tíma. Til að hægt sé að losa höftin þarf að liggja fyrir skynsamleg og hagfelld útfærsla á uppgjöri við kröfuhafa gömlu bankanna. Það er afar óheppilegt ef mótun tillagna og ákvörðun um niðurfærslu skulda tefur fyrir eða eykur flækjustig þess ferlis, enda um tvær aðskildar ákvarðanir og aðgerðir að ræða. Þar er því um sitthvorn peninginn að ræða í orðsins fyllstu merkingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Umræða um forsendubrest á húsnæðislánamarkaði, möguleika á skuldaniðurfærslu vegna hans og aðferðir til að færa þann kostnað á erlenda kröfuhafa, hefur þakið marga fermetra á blöðum landsmanna undanfarin misseri. Það kemur kannski ekki á óvart, enda þungamiðja nýlegrar kosningabaráttu og samkvæmt orðum forsætisráðherra róttækasta aðgerð stjórnvalda nokkurs staðar í veröldinni í þágu skuldsettra heimila. Það sem kemur öllu meira á óvart er hversu ógagnsæ umræðan hefur verið, sérstaklega í ljósi þess um hversu umfangsmikið mál er að ræða. Ein af höfuðástæðum þess hve ógagnsæ hún hefur reynst er sú beina tenging sem hefur verið búin til á milli skuldaniðurfærslu og uppgjörs við kröfuhafa gömlu bankanna. Sterk rök og forsendur eru fyrir því að ná hagfelldu uppgjöri við kröfuhafa bankanna. Ef tryggja á ytri sjálfbærni hagkerfisins og skilyrði fyrir afnámi hafta verður ekki hægt að greiða útistandandi kröfur að fullu á gengi dagsins í dag. Um þetta eru flestir sammála. Með hliðsjón af þessu er hagfelld niðurstaða í uppgjöri við kröfuhafa gömlu bankanna forsenda fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Þannig mætti segja að þessi tvö mál tengist ófrávíkjanlega og séu tvær hliðar á sama peningi.Veikari samningsstaða Það sama á ekki við um niðurfærslu höfuðstóls húsnæðislána. Sú aðgerð tengist áðurnefndu afnámi hafta og samningum við kröfuhafa ekki að öðru leyti en því að fjármögnun hennar myndi reynast ríkissjóði auðveldari ef hagfelld niðurstaða næst í uppgjöri við kröfuhafa. Þvert á móti má færa fyrir því rök að samningsstaða gagnvart kröfuhöfum verði veikari og útfærsla afnáms hafta flóknari ef nauðsyn þykir að tengja þær aðgerðir við niðurfærslu húsnæðislána. Rétt er að undirstrika að markmið þessarar greinar er ekki að meta efnahagslegar afleiðingar eða réttmæti skuldaniðurfærslu. Sitt sýnist hverjum eins og gengur og gerist með aðrar millifærslur á vegum hins opinbera. Það er aftur á móti grundvallarkrafa að gagnsæi ríki í pólitískri umræðu, sér í lagi þegar um jafn umfangsmikið mál er að ræða. Niðurfærsla skulda verður aldrei ókeypis eða algjörlega laus við neikvæðar afleiðingar. Það er pólitísk ákvörðun hvort ráðast skuli í hana og eðlilegt að stjórnmálamenn ræði hana á þeim grundvelli. Afnám hafta er aftur á móti lykilþáttur í efnahagslegri uppbyggingu Íslands og þar með bættum lífskjörum allra Íslendinga til lengri tíma. Til að hægt sé að losa höftin þarf að liggja fyrir skynsamleg og hagfelld útfærsla á uppgjöri við kröfuhafa gömlu bankanna. Það er afar óheppilegt ef mótun tillagna og ákvörðun um niðurfærslu skulda tefur fyrir eða eykur flækjustig þess ferlis, enda um tvær aðskildar ákvarðanir og aðgerðir að ræða. Þar er því um sitthvorn peninginn að ræða í orðsins fyllstu merkingu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun