Lanegan syngur uppáhaldslögin sín Freyr Bjarnason skrifar 19. september 2013 08:45 Bandaríski tónlistarmaðurinn Mark Lanegan hefur gefið út tökulagaplötuna Imitations hjá útgáfunni Vagrant Records. Tólf lög eru á plötunni, þar á meðal She"s Gone með Hall & Oates, You Only Live Twice með Nancy Sinatra og Brompton Oratory með Nick Cave. Lanegan segir verkefnið hafa haft mikla tilfinningalega þýðingu fyrir sig: „Þegar ég var að alast upp seint á sjöunda áratugnum og í byrjun þess áttunda spiluðu foreldrar mínir og vinir þeirra plötur með Andy Williams, Dean Martin, Frank Sinatra og Perry Como. Þetta var tónlist með strengjaútsetningum og karlar að syngja lög sem hljómuðu sorgmædd, hvort sem þau voru það eða ekki,“ sagði söngvarinn. „Á mínu heimili hlustuðu foreldrar mínir líka á sveitatónlist. Willie Nelson, Johnny Cash, George Jones og Vern Gosdin voru á meðal uppáhaldstónlistarmannanna. Mig hefur lengi langað til að búa til plötu sem veitti mér sömu tilfinningu og þessar gömlu plötur gerðu, með því að nota sömu lögin og ég elskaði sem strákur og önnur sem ég hef heillast af á fullorðinsárum mínum. Það er þessi plata, Imitations.“ Mark Lanegan fæddist í Washington í Bandaríkjunum árið 1964 og verður því fimmtugur á næsta ári. Hann er einna þekktastur sem söngvari grunge-sveitarinnar Screaming Trees. Auk þess hefur hann átt gifturíkan sólóferil og starfað með listamönnum á borð við Isobel Campbell, Moby, Nick Cave, Soulsavers, Mad Season og rokkurunum í Queens of The Stone Age. Lanegan kemur fram á tvennum tónleikum í Fríkirkjunni 30. nóvember og 1. desember og er þetta fyrsta heimsókn hans til Íslands. Tónleikarnir eru lokahnykkurinn í tveggja mánaða tónleikaferðalagi söngvarans, European Acoustic Tour. Sérstakir gestir verða Duke Garwood og Lyenn. Lanegan og sá fyrrnefndi sendu frá sér plötuna Black Pudding fyrr á árinu og uppskáru mikið lof gagnrýnenda. Lyenn er hliðarverkefni Frederic L. Jacques, en auk þeirra tveggja er von á fleiri góðum gestum á tónleikana. Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Mark Lanegan hefur gefið út tökulagaplötuna Imitations hjá útgáfunni Vagrant Records. Tólf lög eru á plötunni, þar á meðal She"s Gone með Hall & Oates, You Only Live Twice með Nancy Sinatra og Brompton Oratory með Nick Cave. Lanegan segir verkefnið hafa haft mikla tilfinningalega þýðingu fyrir sig: „Þegar ég var að alast upp seint á sjöunda áratugnum og í byrjun þess áttunda spiluðu foreldrar mínir og vinir þeirra plötur með Andy Williams, Dean Martin, Frank Sinatra og Perry Como. Þetta var tónlist með strengjaútsetningum og karlar að syngja lög sem hljómuðu sorgmædd, hvort sem þau voru það eða ekki,“ sagði söngvarinn. „Á mínu heimili hlustuðu foreldrar mínir líka á sveitatónlist. Willie Nelson, Johnny Cash, George Jones og Vern Gosdin voru á meðal uppáhaldstónlistarmannanna. Mig hefur lengi langað til að búa til plötu sem veitti mér sömu tilfinningu og þessar gömlu plötur gerðu, með því að nota sömu lögin og ég elskaði sem strákur og önnur sem ég hef heillast af á fullorðinsárum mínum. Það er þessi plata, Imitations.“ Mark Lanegan fæddist í Washington í Bandaríkjunum árið 1964 og verður því fimmtugur á næsta ári. Hann er einna þekktastur sem söngvari grunge-sveitarinnar Screaming Trees. Auk þess hefur hann átt gifturíkan sólóferil og starfað með listamönnum á borð við Isobel Campbell, Moby, Nick Cave, Soulsavers, Mad Season og rokkurunum í Queens of The Stone Age. Lanegan kemur fram á tvennum tónleikum í Fríkirkjunni 30. nóvember og 1. desember og er þetta fyrsta heimsókn hans til Íslands. Tónleikarnir eru lokahnykkurinn í tveggja mánaða tónleikaferðalagi söngvarans, European Acoustic Tour. Sérstakir gestir verða Duke Garwood og Lyenn. Lanegan og sá fyrrnefndi sendu frá sér plötuna Black Pudding fyrr á árinu og uppskáru mikið lof gagnrýnenda. Lyenn er hliðarverkefni Frederic L. Jacques, en auk þeirra tveggja er von á fleiri góðum gestum á tónleikana.
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira