Hætta kannabisneyslu með aldrinum og aukinni ábyrgð Þorgils Jónsson skrifar 21. september 2013 07:00 Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, segir niðurstöður rannsókna sýna að kannabisneysla sé ekki eins almenn og mætti ráða af fjölda frétta af aðgerðum lögreglu gegn framleiðslu og sölu slíkra efna. Líklegra er að það sé til vitnis um góðan árangur lögreglu og að hún hafi góða yfirsýn yfir markaðinn. Fréttablaðið/GVA Helgi Gunnlaugsson Reglubundin neysla kannabisefna á Íslandi er óveruleg og að mestu leyti bundin við yngri aldurshópa. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Neysla virðist hverfa úr lífsstíl fólks með aukinni ábyrgð. Helgi bætir því við að sínar rannsóknir rími vel við niðurstöður könnunar sem gerð var fyrir Landlæknisembættið og Fréttablaðið sagði frá í gær. Í nýju könnuninni kemur fram að rúmur þriðjungur landsmanna á aldrinum 18 til 67 ára hafi einhvern tíma á ævinni neytt kannabisefna. Í nýjustu rannsókn Helga sagðist hins vegar fjórðungur svarenda hafa neytt slíkra efna. „Í báðum rannsóknum sjáum við ákveðna fjölgun þeirra sem hafa prófað kannabis,“ segir Helgi. „Þeir hjá Landlækni fá hærri tölu en ég en það gæti verið vanmat hjá mér sem liggur í framkvæmd kannana. Þegar við skoðum reglulega neytendur fæ ég mjög svipaða niðurstöðu.“ Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði Sveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingur hjá Landlæknisembættinu, að hópur reglubundinna neytenda væri þó ekki stór. Helgi segir það einnig styðja sínar rannsóknir. „Það sem þetta segir okkur í raun er að þetta er jaðaratferli. Þótt margir prófi, hvort sem er af tilraunamennsku eða forvitni, er regluleg kannabisneysla í samfélaginu í sjálfu sér óveruleg og bundin við ákveðna hópa; mest yngri aldurshópa, en mælist varla á fullorðinsárum.“ Helgi segir að rannsóknirnar sýni báðar fram á að reglubundin neysla sé tímabundin. „Fólk prófar þetta kannski og gerir aftur örsjaldan, yfir einhvern tíma, en flestir virðast vaxa frá þessu. Þetta virðist detta út úr lífsstíl fólks með aukinni ábyrgð.“ Sveinbjörn sagði í blaðinu í gær að umræðan um kannabisræktun og -neyslu hér á landi síðustu misseri gæti gefið til kynna að neysla væri mun almennari en hún í rauninni er. Helgi tekur undir þau sjónarmið. „Það er bara ekki svo. Í umræðunni hefur mikið farið fyrir fréttum af því að lögregla hafi fundið hundruð kannabisplantna. Af þessum mælingum má kannski helst ráða að lögreglan sé að standa sig afar vel í þessum málum og hafi góða yfirsýn yfir markaðinn.“ Í könnun Landlæknisembættisins var einnig spurt um afstöðu til lögleiðingar kannabisefna. Niðurstöðurnar gefa til kynna að almenn andstaða við lögleiðingu hafi dvínað frá síðustu könnun, árið 2003, úr 87% niður í 78%. Helgi segir að þrátt fyrir þetta sé enn mikil andstaða í samfélaginu við lögleiðingu. „Það er enn mikil andstaða í samfélaginu við lögleiðingu. Það er líka ekki þannig að stjórnvöld standi ein heldur nær þessi andstaða allt niður í grasrótina.“ Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson Reglubundin neysla kannabisefna á Íslandi er óveruleg og að mestu leyti bundin við yngri aldurshópa. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Neysla virðist hverfa úr lífsstíl fólks með aukinni ábyrgð. Helgi bætir því við að sínar rannsóknir rími vel við niðurstöður könnunar sem gerð var fyrir Landlæknisembættið og Fréttablaðið sagði frá í gær. Í nýju könnuninni kemur fram að rúmur þriðjungur landsmanna á aldrinum 18 til 67 ára hafi einhvern tíma á ævinni neytt kannabisefna. Í nýjustu rannsókn Helga sagðist hins vegar fjórðungur svarenda hafa neytt slíkra efna. „Í báðum rannsóknum sjáum við ákveðna fjölgun þeirra sem hafa prófað kannabis,“ segir Helgi. „Þeir hjá Landlækni fá hærri tölu en ég en það gæti verið vanmat hjá mér sem liggur í framkvæmd kannana. Þegar við skoðum reglulega neytendur fæ ég mjög svipaða niðurstöðu.“ Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði Sveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingur hjá Landlæknisembættinu, að hópur reglubundinna neytenda væri þó ekki stór. Helgi segir það einnig styðja sínar rannsóknir. „Það sem þetta segir okkur í raun er að þetta er jaðaratferli. Þótt margir prófi, hvort sem er af tilraunamennsku eða forvitni, er regluleg kannabisneysla í samfélaginu í sjálfu sér óveruleg og bundin við ákveðna hópa; mest yngri aldurshópa, en mælist varla á fullorðinsárum.“ Helgi segir að rannsóknirnar sýni báðar fram á að reglubundin neysla sé tímabundin. „Fólk prófar þetta kannski og gerir aftur örsjaldan, yfir einhvern tíma, en flestir virðast vaxa frá þessu. Þetta virðist detta út úr lífsstíl fólks með aukinni ábyrgð.“ Sveinbjörn sagði í blaðinu í gær að umræðan um kannabisræktun og -neyslu hér á landi síðustu misseri gæti gefið til kynna að neysla væri mun almennari en hún í rauninni er. Helgi tekur undir þau sjónarmið. „Það er bara ekki svo. Í umræðunni hefur mikið farið fyrir fréttum af því að lögregla hafi fundið hundruð kannabisplantna. Af þessum mælingum má kannski helst ráða að lögreglan sé að standa sig afar vel í þessum málum og hafi góða yfirsýn yfir markaðinn.“ Í könnun Landlæknisembættisins var einnig spurt um afstöðu til lögleiðingar kannabisefna. Niðurstöðurnar gefa til kynna að almenn andstaða við lögleiðingu hafi dvínað frá síðustu könnun, árið 2003, úr 87% niður í 78%. Helgi segir að þrátt fyrir þetta sé enn mikil andstaða í samfélaginu við lögleiðingu. „Það er enn mikil andstaða í samfélaginu við lögleiðingu. Það er líka ekki þannig að stjórnvöld standi ein heldur nær þessi andstaða allt niður í grasrótina.“
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira