Tónlist

Skúli og Óskar ferðast um landið

Skúli Sverrisson og Óskar Guðjónsson eru lagðir af stað í tónleikaferð.
Skúli Sverrisson og Óskar Guðjónsson eru lagðir af stað í tónleikaferð.
Skúli Sverrisson og Óskar Guðjónsson eru lagðir af stað í tónleikaferð um landið. Þeir hafa starfað saman í fimmtán ár og gefið út tvær plötur, Eftir þögn og The Box Tree. Þær unnu báðar til Íslensku tónlistaverðlaunanna sem plata ársins í flokki djasstónlistar.

Skúli hefur að mestu leyti starfað í Bandaríkjunum með þekktum listamönnun eins og Allan Holdsworth, Laurie Anderson, David Sylvian og Blonde Redhead. Óskar er einn af fremstu djasstónlistarmönnum landsins. Hann hefur leikið með fjölda hljómsveita og má þar helstar nefna ADHD og Mezzoforte.



Tónleikaferðin:

26. sept kl. 20 Akureyrarkirkja, 27. sept kl. 20 Ólafsfjarðarkirkja, 28. sept kl. 14 Reykjahlíðarkirkja, 28. sept kl. 20 Seyðisfjarðarkirkja, 29. sept kl. 14 Norðfjarðarkirkja, 29. sept kl. 21 Hornafjarðarkirkja og 1. okt kl. 20 Hannesarholt






Fleiri fréttir

Sjá meira


×